Það vakti mikla athygli í gær þegar fréttir bárust af því að Lionel Messi, stórstjarna Barcelona, vildi komast í burtu frá félaginu.
Messi ku vera búinn að fá nóg af ruglinu sem hefur verið í gangi hjá Barcelona. Þjálfaraskipti, samfélagsmiðlaskandall og margt fleira.
Ekki skánaði ástandið er Barcelona tapaði 8-2 á föstudagskvöldið fyrir Bayern Munchen. Algjör niðurlæging.
Esporte Interativo greinir frá því að Manchester City leiði kapphlaupið um Messi sem kemur ekki mikið á óvart.
Þegar Argentínumaður hefur verið orðaður burt frá Barcelona þá hefur Man. City oftast verið nefnt í því samhengi.
Messi og Pep Guardiola, stjóri Man. City, unnu auðvitað saman hjá Barcelona og það er einnig spurning hvort Messi vilji prufa sig af í ensku úrvalsdeildinni.
Barcelona er þjálfaralaust eftir að Quique Setien fékk sparkið. Forseti Barcelona staðfesti þetta í gærkvöldi.
Lionel Messi has reportedly told Barcelona he wants to leave the club immediately, with Manchester City leading the race for the Argentina forward.
— BBC Sport (@BBCSport) August 17, 2020
Latest football gossip https://t.co/0REGnqEZKY #bbcfootball #Barca #MCFC pic.twitter.com/EiEcaUOQ9q