Björgunarsveitir á Vesturlandi sóttu í kvöld slasaða göngukonu upp að fossinum Glym í Hvalfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.
Konan var ekki alvarlega slösuð en treysti sér ekki til að halda áfram. Björgunarfólk á fjórhjóli sótti konuna á slysstað og flutti hana niður á veg í sjúkrabíl.
Konan var í kjölfarið flutt á sjúkrahús til frekari aðhlynningar.