Seldi efni í átta þúsund fjölnota grímur í forsölu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2020 21:00 Sprenging er í heimatilbúnum grímum að sögn eiganda saumaverkstæðis sem hefur selt efni í átta þúsund grímur. Hann segir algengt að í kreppu taki fólk fram saumavélina og reyni að græða á handavinnu. Heildsölufyrirtækið Sauma á von á nýju efni til landsins, en úr því er hægt að búa til heimatilbúnar fjölnota grímur. „Eins og er þá erum við búin að selja 400 metra af þessu efni. Úr hverjum metra fást 20 grímur svo þetta eru í kringum átta þúsund grímur í forsölu,“ sagði Sveinn Dal Sigmarsson, stofnandi Saumu. Hann býst við að í næstu viku selji hann efni í fimmtán til sextán þúsund grímur. Efnið er ekki skilgreint sem læknitæki en það hefur verið prófað og eru upplýsingar um það á vef Saumu. „Þetta efni hefur verið prófað af franska hernum og þetta efni er örugglega fínt efni,“ sagði Ása Atladóttir, verkefnastjóri sýkingavarna hjá embætti landlæknis. Ása Atladóttir, verkefnastjóri sýkingavarna hjá embætti landlæknis.EGILL AÐALSTEINSSON Í ljósi þess að efnið eru ekki læknitæki henti það aðeins heilbrigðu fólki við ákveðnar aðstæður. Ása bendir á að þegar grímur er búnar til heima við þurfi að passa að hafa þær þriggja laga svo þær veiti nægilega vörn. Á vef embætti landlæknis er að finna leiðbeiningar um notkun á grímum. Þar stendur að æskilegast sé að nota einnota hlífðargrímur en einnig megi nota margnota grímur úr taui en þá sé nauðsynlegt að þvo þær að lágmarki daglega. Þá skal áréttað að ekki er mælt með almennri grímunotkun á almannafæri. Sveinn segir að sprenging sé í heimatilbúnum grímum. „Eftir verslunarmannahelgi þá varð sprenging í þessu. Við fórum að selja teygjur í þúsunda tali á dag og öll efni kláruðust,“ sagði Sveinn. Eftirspurnin var svo mikil að hann þurfi að bæta við sig mannskap - og kom þá móðir Sveins til bjargar. „Í kreppu gerist það að þegar fólk missir vinnuna og annað, þá reynir það að bjarga sér til að fá einhverja innkomu, það tekur fram saumavélina. Býr til hluti og selur á facebook,“ sagði Sveinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Sprenging er í heimatilbúnum grímum að sögn eiganda saumaverkstæðis sem hefur selt efni í átta þúsund grímur. Hann segir algengt að í kreppu taki fólk fram saumavélina og reyni að græða á handavinnu. Heildsölufyrirtækið Sauma á von á nýju efni til landsins, en úr því er hægt að búa til heimatilbúnar fjölnota grímur. „Eins og er þá erum við búin að selja 400 metra af þessu efni. Úr hverjum metra fást 20 grímur svo þetta eru í kringum átta þúsund grímur í forsölu,“ sagði Sveinn Dal Sigmarsson, stofnandi Saumu. Hann býst við að í næstu viku selji hann efni í fimmtán til sextán þúsund grímur. Efnið er ekki skilgreint sem læknitæki en það hefur verið prófað og eru upplýsingar um það á vef Saumu. „Þetta efni hefur verið prófað af franska hernum og þetta efni er örugglega fínt efni,“ sagði Ása Atladóttir, verkefnastjóri sýkingavarna hjá embætti landlæknis. Ása Atladóttir, verkefnastjóri sýkingavarna hjá embætti landlæknis.EGILL AÐALSTEINSSON Í ljósi þess að efnið eru ekki læknitæki henti það aðeins heilbrigðu fólki við ákveðnar aðstæður. Ása bendir á að þegar grímur er búnar til heima við þurfi að passa að hafa þær þriggja laga svo þær veiti nægilega vörn. Á vef embætti landlæknis er að finna leiðbeiningar um notkun á grímum. Þar stendur að æskilegast sé að nota einnota hlífðargrímur en einnig megi nota margnota grímur úr taui en þá sé nauðsynlegt að þvo þær að lágmarki daglega. Þá skal áréttað að ekki er mælt með almennri grímunotkun á almannafæri. Sveinn segir að sprenging sé í heimatilbúnum grímum. „Eftir verslunarmannahelgi þá varð sprenging í þessu. Við fórum að selja teygjur í þúsunda tali á dag og öll efni kláruðust,“ sagði Sveinn. Eftirspurnin var svo mikil að hann þurfi að bæta við sig mannskap - og kom þá móðir Sveins til bjargar. „Í kreppu gerist það að þegar fólk missir vinnuna og annað, þá reynir það að bjarga sér til að fá einhverja innkomu, það tekur fram saumavélina. Býr til hluti og selur á facebook,“ sagði Sveinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira