Kórónufaraldur að draga úr vinnustaðarómantík Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 11:00 Kórónufaraldur er sagður draga enn úr því að parsambönd myndist á vinnustöðum. Vísir/Getty Að daðra á fjarfundum er augljóslega erfitt nema að um tveggja manna fund sé að ræða. Sömuleiðis hefur vinnustaðadaður ekki sömu áhrif þegar báðir starfsmenn eru með grímur. Í grein sem birt var í Economist Business fyrir helgi er þeirri spurningu velt upp hvort kórónufaraldurinn sé að draga verulega úr vinnustaðadaðri og mögulegum ástarsamböndum sem verða til innan vinnustaða. Stanford háskóli hefur fylgst með þróun vinnustaðasambanda um árabil. Samkvæmt könnunum á þeirra vegum fer samböndum þar sem fólk kynnist í vinnunni fækkandi. Má nefna að í könnun sem gerð var árið 1995 sögðust 19% aðspurðra hafa kynnst maka sínum í vinnunni. Þetta hlutfall hafði lækkað í 11% árið 2017 og er án efa enn lægra nú að mati greinahöfundar Economist Business. En hver er skýringin á þessari þróun? Ein ástæðan er sögð sú að mörg fyrirtæki eru sjálf farin að velta vöngum yfir því hversu æskileg vinnustaðasambönd eru yfir höfuð. Þessar vangaveltur hafa aukist mjög í kjölfar #metoo. Þá kannast margir vinnustaðir við þá erfiðleika sem upp geta komið í teymum ef vinnustaðasamband gengur ekki upp eða endar illa. Í slíkum aðstæðum geta vinnustaðasambönd haft áhrif á alla aðra starfsmenn. Enn önnur skýring er sögð sú að í Bandaríkjunum er það að verða æ algengara að vinnustaðir taki upp þá siðareglu innanhús hjá sér að stjórnendum er bannað að eiga í ástarsambandi við starfsfólk. Enn önnur fyrirtæki hafa bannað öll slík sambönd, óháð starfsheitum. Þá hafa ýmsir velt því fyrir sér hvaða hagsmunaárekstrar geta komið upp ef fólk kynnist í gegnum vinnuna en ekki á vinnustaðnum. Sem dæmi er tiltekið ef sölumaður tekur upp ástarsamband við starfsmann hjá birgja o.s.frv. Að sama skapi eru talsmenn sem segjast vona að kórónufaraldurinn geri ekki endanlega út um vinnustaðarómantík. Þar megi ekki gleyma því að milljónir hamingjusamra hjóna um allan heim hafi kynnst í vinnunni. Því er þó spáð að kórónufaraldurinn muni mögulega kalla á nýja nálgun í vinnustaðadaðri. Nú þurfi fólk að þreifa fyrir sér yfir handsprittbrúsum og með andlitsgrímu. Þá geri fjarlægðarmörk fólki erfitt fyrir sem langar að kynnast betur. Enn á þó eftir að koma í ljós hvað niðurstöður mælinga munu segja um þróun vinnustaðasambanda í kjölfar kórónufaraldurs. Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
Að daðra á fjarfundum er augljóslega erfitt nema að um tveggja manna fund sé að ræða. Sömuleiðis hefur vinnustaðadaður ekki sömu áhrif þegar báðir starfsmenn eru með grímur. Í grein sem birt var í Economist Business fyrir helgi er þeirri spurningu velt upp hvort kórónufaraldurinn sé að draga verulega úr vinnustaðadaðri og mögulegum ástarsamböndum sem verða til innan vinnustaða. Stanford háskóli hefur fylgst með þróun vinnustaðasambanda um árabil. Samkvæmt könnunum á þeirra vegum fer samböndum þar sem fólk kynnist í vinnunni fækkandi. Má nefna að í könnun sem gerð var árið 1995 sögðust 19% aðspurðra hafa kynnst maka sínum í vinnunni. Þetta hlutfall hafði lækkað í 11% árið 2017 og er án efa enn lægra nú að mati greinahöfundar Economist Business. En hver er skýringin á þessari þróun? Ein ástæðan er sögð sú að mörg fyrirtæki eru sjálf farin að velta vöngum yfir því hversu æskileg vinnustaðasambönd eru yfir höfuð. Þessar vangaveltur hafa aukist mjög í kjölfar #metoo. Þá kannast margir vinnustaðir við þá erfiðleika sem upp geta komið í teymum ef vinnustaðasamband gengur ekki upp eða endar illa. Í slíkum aðstæðum geta vinnustaðasambönd haft áhrif á alla aðra starfsmenn. Enn önnur skýring er sögð sú að í Bandaríkjunum er það að verða æ algengara að vinnustaðir taki upp þá siðareglu innanhús hjá sér að stjórnendum er bannað að eiga í ástarsambandi við starfsfólk. Enn önnur fyrirtæki hafa bannað öll slík sambönd, óháð starfsheitum. Þá hafa ýmsir velt því fyrir sér hvaða hagsmunaárekstrar geta komið upp ef fólk kynnist í gegnum vinnuna en ekki á vinnustaðnum. Sem dæmi er tiltekið ef sölumaður tekur upp ástarsamband við starfsmann hjá birgja o.s.frv. Að sama skapi eru talsmenn sem segjast vona að kórónufaraldurinn geri ekki endanlega út um vinnustaðarómantík. Þar megi ekki gleyma því að milljónir hamingjusamra hjóna um allan heim hafi kynnst í vinnunni. Því er þó spáð að kórónufaraldurinn muni mögulega kalla á nýja nálgun í vinnustaðadaðri. Nú þurfi fólk að þreifa fyrir sér yfir handsprittbrúsum og með andlitsgrímu. Þá geri fjarlægðarmörk fólki erfitt fyrir sem langar að kynnast betur. Enn á þó eftir að koma í ljós hvað niðurstöður mælinga munu segja um þróun vinnustaðasambanda í kjölfar kórónufaraldurs.
Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira