Innlent

Aðstandandi segir greiðslu bóta í Guðmundar- og Geirfinnsmálum ekki endapunkt

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar

„Ég lít alls ekki á þetta sem endapunkt. Mér finnst íslenskt samfélag eiga það inni hjá stjórnvöldum að það sé dreginn af þessu máli lærdómur og það sé öxluð fullkomin ábyrgð á þessu,“ segir Tryggvi Rúnar Brynjarsson, barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar – einn þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum.

Í gær fengu þeir sem sýknaðir voru, og makar og börn þeirra tveggja sem látnir eru, greiddar bætur. Alls voru 774 milljónir króna greiddar úr ríkissjóði ásamt lögmannskostnaði. 

Tryggvi Rúnar segir þó vissulega jákvætt að ríkisstjórnin skuli viðurkenna bótarétt en vill að málið verði fullkomlega opnað og gert upp.

„En mér finnst táknrænt að það eina sem hefur komið frá ríkinu er þingsályktunartillaga um rannsóknarnefnd sem kemur ekki frá ríkisstjórninni heldur Samfylkingunni. Þannig að við eigum enn eftir að sjá að ríkisstjórnin fyrir hönd íslenska ríkisins vilji læra eitthvað af þessu máli.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×