Nýja Sandler-myndin eins og pizza með ananas Heiðar Sumarliðason skrifar 31. janúar 2020 14:30 Gagnrýnandi á ekki endilega von á því að hinum dæmigerða aðdáanda kvikmynda Sandlers muni líka Uncut Gems. Kvikmyndin Uncut Gems með Adam Sandler í aðalhlutverki er nú komin á streymisveituna Netflix. Bíðið þó eitt augnablik áður en þið annaðhvort hoppið hæð ykkur af gleði, eða hættið að lesa sökum velgju. Við þá sem eru aðdáendur Netflix-mynda Sandlers segi ég: Því miður, þetta er ekki gamanmynd. Við ykkur hin segi ég: Þetta er allt í lagi, hún er ekki ömurleg! Ég á ekki endilega von á að hinum dæmigerða aðdáanda kvikmynda Sandlers muni líka Uncut Gems. Hún er úr smiðju bræðranna Benny og Josh Safdie, sem sendu frá sér hina mögnuðu Good Time fyrir tæpum þremur árum. Fyrir þá sem hafa séð hana kann ákvörðun þeirra bræðra að velja Sandler í aðalhlutverk í mynd hljóma líkt og að setja óreganó á súkkulaðiköku, að það sé ekki heil brú í því. Þegar maður horfir á myndina kemur hið gagnstæða þó í ljós. Hann er fullkominn, því persóna hans er pirrandi og aumkunarverð, sem er einmitt sérgrein Sandlers. Svo að ég haldi áfram í matarsamlíkingunum, þá er kvikmyndin Uncut Gems svolítið í ætt við ananas á pizzu. Hún er ekki fyrir alla en þeir sem á annað borð kunna að meta hana verða miklir aðdáendur. Sjálfur fæ ég mér aldrei pizzu án þess að hafa ananas á henni, óreganó í súkkulaðiköku þarf hinsvegar að bíða betri tíma.Taktlaus tilgerðSandler leikur hér skartgripasölumanninn Howard Ratner, sem á í töluverðum vandræðum með sjálfan sig. Hann er að skilja við konuna sína og er með rukkara á hælunum, sem líklegast tengist einhverskonar veðmála- og spilafíkn. Ég vel að nota orðið líklegast, því það er oft lítið um nákvæmt samhengi í myndum Safdie-bræðra. Þetta kann að angra suma, og já, ég verð að játa að þetta dró eilítið úr upplifun minni en kom þó ekki að sök þegar upp var staðið.Uncut Gems er að mörgu leyti erfið mynd áhorfs, sérstaklega framan af, því atburðarásin er sett fram á heldur kaótískan máta. Það er mikill göslaragangur, persónur tala hver ofan í aðra og senurnar ófókuseraðar. Svo má ekki gleyma notkun bræðranna á tónlist Daniels Lopatin, sem er vægast sagt beitt á sérstakan máta. Ég stöðvaði m.a.s. myndina á einum tímapunkti til að athuga hvort Spotify væri nokkuð óvart í gangi hjá mér, því tónlistin er ekki í neinum takti við atburðina á skjánum. Það er líkt og verið sé að gera tilraun til að reyta burt ferkantaða áhorfendur með þessari kássu sem byrjun myndarinnar er.Sjálfur varð ég vitni að því þegar að það tókst, því manneskjan sem hóf áhorfið með mér gafst upp eftir tuttugu mínútur og fór að horfa á Friends („Þetta eru bara einhverjir karlar að æpa,“ var útskýringin). Það er líkt og þeir Safdie-bræður líti á inngang myndarinnar sem einskonar manndómsvígslu, að það sé verið að skilja þá veiku frá restinni af ættbálknum, því framundan sé hættuför sem sé ekki á allra færi.Myndin nær meiri fókus þegar á líður og verður töluvert minna hranaleg í framsetningu, þó persónurnar mýkist ekki. Tónlistin verður líka meira í takt við atburðarásina og senurnar einfaldari og fókuseraðri.Veðmál sem gengur uppÞað þarf svo sem ekki að koma á óvart að Adam Sandler taki að sér hlutverk í jafn alvarlegri kvikmynd og Uncut Gems. Hann hefur gert þetta áður í myndum á borð við Punch Drunk Love. Það er þó ekki hægt að bera þessar tvær myndir saman, Sandler er eiginlega kominn á aðra plánetu í þessu samstarfi sínu við Safdie-bræður. Það er spurning hvort eigi að kalla það hugrakkt val hjá Sandler að taka þetta hlutverk að sér, ég myndi frekar kalla hann hugaðan að hafa leikið í The Cobbler. Það er í raun engin áhætta fyrir hann að leika í þessari mynd. Hún er gerð af þessum bræðrum sem eru í miklum metum hjá gagnrýnendum og hafa sýnt fram á að þeir séu traustsins verðir. Jafnvel þó verkefnið mistækist héldi Sandler bara áfram að gera bjánalegar Netflix-kómedíur en fengi a.m.k. aukinn trúverðugleika fyrir að hafa þorað að taka slaginn.Veðmálið gekk hinsvegar upp hjá honum, þar sem myndin hefur hlotið næstum einróma lof gagnrýnenda og áhorfendur virðast sáttir. Það á hinsvegar eftir að koma í ljós hvernig Uncut Gems fer í hans hefbundna áhorfendahóp, þar sem hún hefur hingað til að mestu verið sýnd í kvikmyndahúsum sem sýsla með myndir í listrænni kantinum og áhorfendahópurinn eftir því. Það er því viðbúið að áhorfendaeinkunnir myndarinnar á Rotten Tomatoes og Imdb.com muni lækka eitthvað á næstu misserum.Enginn Óskar fyrir SandlerÞað er öruggt að áskrifendur Netflix munu verða klofnir í afstöðu sinni til Uncut Gems. Það er haugur af fólki þarna úti sem mun slökkva eftir tuttugu mínútur og fara að horfa á Friends líkt og áhorfsfélagi minn. Áhorf á þessa mynd er ekki heiglum hent og það er augljóslega með vilja gert. Þessir Safdie-bræður eru miklir listamenn og sem slíkir hættir þeim til að detta í tilgerð. Þar sem mér leiðist ekkert meira en tilgerð er ég ekki 100% sáttur við úrvinnsluna. Mér fannst fyrrnefnd tónlistarnotkun þeirra truflandi og pirrandi, sem og kraðakið í byrjun (mæli með að áhorfendur hafi kveikt á textanum til að heyra almennilega hvað er sagt). Hún vann þó á og þegar allt kom til alls var ég mjög hrifinn af henni.Sumar af neikvæðari röddunum í hópi bandarískra gagnrýnenda hafa talað um að frammistaða Sandlers sé of eintóna og gera lítið úr henni á þeim forsendum, segja að hann sé í raun bara að gera það sama og vanalega, nema í listrænna umhverfi. Jú, persóna hans er oft með æsing, sem eru ær og kýr Sandlers, en ég sé enga ástæðu til að rægja frammistöðu hans. Hann gerir bara nákvæmlega það sem til hans er ætlast og skilar því vel.Mikið var rætt um að Sandler og kvikmyndagerðarmennirnir gætu átt von á Óskarstilnefningum. Dómarnir sem hún hefur hlotið eru t.a.m. mun betri en margra annarra mynda sem taldar voru líklegar. Út frá því virtist mega telja tilnefningaflóð borðleggjandi, sem kom þó ekki á daginn og hún hlaut ekki eina einustu tilnefningu. Við megum hinsvegar ekki gleyma að Óskarinn er ekki gagnrýnendahátíð, það er bransinn í Hollywood sem velur og Uncut Gems er ekki sérlega mikið Hollywood. Hún hlaut þó tilnefningar í öllum helstu flokkum á Critics Choice-verðlaununum, sem er e.t.v. fyrir þá sem að henni stóðu huggun harmi gegn.Niðurstaða: Fjórar stjörnur af fimm. Uncut Gems náði mér algjörlega eftir (viljandi) brokkgenga byrjun. Hún er það sem mætti flokka sem Bíó Paradísar-mynd, þó hún hafi því miður ekki náð á hvíta tjaldið í Reykjavík. Myndin er hinsvegar nægilega hröð til að halda ADHD/ADSL-kynslóðinni við efnið og kemst auðveldlega inn á topp 10 listann minn yfir þær myndir sem framleiddar voru árið 2019. Hún er þó alls ekki allra og væri áhugavert að komast í tölur frá Netflix um hve margir gefast upp og klára hana ekki. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Kvikmyndin Uncut Gems með Adam Sandler í aðalhlutverki er nú komin á streymisveituna Netflix. Bíðið þó eitt augnablik áður en þið annaðhvort hoppið hæð ykkur af gleði, eða hættið að lesa sökum velgju. Við þá sem eru aðdáendur Netflix-mynda Sandlers segi ég: Því miður, þetta er ekki gamanmynd. Við ykkur hin segi ég: Þetta er allt í lagi, hún er ekki ömurleg! Ég á ekki endilega von á að hinum dæmigerða aðdáanda kvikmynda Sandlers muni líka Uncut Gems. Hún er úr smiðju bræðranna Benny og Josh Safdie, sem sendu frá sér hina mögnuðu Good Time fyrir tæpum þremur árum. Fyrir þá sem hafa séð hana kann ákvörðun þeirra bræðra að velja Sandler í aðalhlutverk í mynd hljóma líkt og að setja óreganó á súkkulaðiköku, að það sé ekki heil brú í því. Þegar maður horfir á myndina kemur hið gagnstæða þó í ljós. Hann er fullkominn, því persóna hans er pirrandi og aumkunarverð, sem er einmitt sérgrein Sandlers. Svo að ég haldi áfram í matarsamlíkingunum, þá er kvikmyndin Uncut Gems svolítið í ætt við ananas á pizzu. Hún er ekki fyrir alla en þeir sem á annað borð kunna að meta hana verða miklir aðdáendur. Sjálfur fæ ég mér aldrei pizzu án þess að hafa ananas á henni, óreganó í súkkulaðiköku þarf hinsvegar að bíða betri tíma.Taktlaus tilgerðSandler leikur hér skartgripasölumanninn Howard Ratner, sem á í töluverðum vandræðum með sjálfan sig. Hann er að skilja við konuna sína og er með rukkara á hælunum, sem líklegast tengist einhverskonar veðmála- og spilafíkn. Ég vel að nota orðið líklegast, því það er oft lítið um nákvæmt samhengi í myndum Safdie-bræðra. Þetta kann að angra suma, og já, ég verð að játa að þetta dró eilítið úr upplifun minni en kom þó ekki að sök þegar upp var staðið.Uncut Gems er að mörgu leyti erfið mynd áhorfs, sérstaklega framan af, því atburðarásin er sett fram á heldur kaótískan máta. Það er mikill göslaragangur, persónur tala hver ofan í aðra og senurnar ófókuseraðar. Svo má ekki gleyma notkun bræðranna á tónlist Daniels Lopatin, sem er vægast sagt beitt á sérstakan máta. Ég stöðvaði m.a.s. myndina á einum tímapunkti til að athuga hvort Spotify væri nokkuð óvart í gangi hjá mér, því tónlistin er ekki í neinum takti við atburðina á skjánum. Það er líkt og verið sé að gera tilraun til að reyta burt ferkantaða áhorfendur með þessari kássu sem byrjun myndarinnar er.Sjálfur varð ég vitni að því þegar að það tókst, því manneskjan sem hóf áhorfið með mér gafst upp eftir tuttugu mínútur og fór að horfa á Friends („Þetta eru bara einhverjir karlar að æpa,“ var útskýringin). Það er líkt og þeir Safdie-bræður líti á inngang myndarinnar sem einskonar manndómsvígslu, að það sé verið að skilja þá veiku frá restinni af ættbálknum, því framundan sé hættuför sem sé ekki á allra færi.Myndin nær meiri fókus þegar á líður og verður töluvert minna hranaleg í framsetningu, þó persónurnar mýkist ekki. Tónlistin verður líka meira í takt við atburðarásina og senurnar einfaldari og fókuseraðri.Veðmál sem gengur uppÞað þarf svo sem ekki að koma á óvart að Adam Sandler taki að sér hlutverk í jafn alvarlegri kvikmynd og Uncut Gems. Hann hefur gert þetta áður í myndum á borð við Punch Drunk Love. Það er þó ekki hægt að bera þessar tvær myndir saman, Sandler er eiginlega kominn á aðra plánetu í þessu samstarfi sínu við Safdie-bræður. Það er spurning hvort eigi að kalla það hugrakkt val hjá Sandler að taka þetta hlutverk að sér, ég myndi frekar kalla hann hugaðan að hafa leikið í The Cobbler. Það er í raun engin áhætta fyrir hann að leika í þessari mynd. Hún er gerð af þessum bræðrum sem eru í miklum metum hjá gagnrýnendum og hafa sýnt fram á að þeir séu traustsins verðir. Jafnvel þó verkefnið mistækist héldi Sandler bara áfram að gera bjánalegar Netflix-kómedíur en fengi a.m.k. aukinn trúverðugleika fyrir að hafa þorað að taka slaginn.Veðmálið gekk hinsvegar upp hjá honum, þar sem myndin hefur hlotið næstum einróma lof gagnrýnenda og áhorfendur virðast sáttir. Það á hinsvegar eftir að koma í ljós hvernig Uncut Gems fer í hans hefbundna áhorfendahóp, þar sem hún hefur hingað til að mestu verið sýnd í kvikmyndahúsum sem sýsla með myndir í listrænni kantinum og áhorfendahópurinn eftir því. Það er því viðbúið að áhorfendaeinkunnir myndarinnar á Rotten Tomatoes og Imdb.com muni lækka eitthvað á næstu misserum.Enginn Óskar fyrir SandlerÞað er öruggt að áskrifendur Netflix munu verða klofnir í afstöðu sinni til Uncut Gems. Það er haugur af fólki þarna úti sem mun slökkva eftir tuttugu mínútur og fara að horfa á Friends líkt og áhorfsfélagi minn. Áhorf á þessa mynd er ekki heiglum hent og það er augljóslega með vilja gert. Þessir Safdie-bræður eru miklir listamenn og sem slíkir hættir þeim til að detta í tilgerð. Þar sem mér leiðist ekkert meira en tilgerð er ég ekki 100% sáttur við úrvinnsluna. Mér fannst fyrrnefnd tónlistarnotkun þeirra truflandi og pirrandi, sem og kraðakið í byrjun (mæli með að áhorfendur hafi kveikt á textanum til að heyra almennilega hvað er sagt). Hún vann þó á og þegar allt kom til alls var ég mjög hrifinn af henni.Sumar af neikvæðari röddunum í hópi bandarískra gagnrýnenda hafa talað um að frammistaða Sandlers sé of eintóna og gera lítið úr henni á þeim forsendum, segja að hann sé í raun bara að gera það sama og vanalega, nema í listrænna umhverfi. Jú, persóna hans er oft með æsing, sem eru ær og kýr Sandlers, en ég sé enga ástæðu til að rægja frammistöðu hans. Hann gerir bara nákvæmlega það sem til hans er ætlast og skilar því vel.Mikið var rætt um að Sandler og kvikmyndagerðarmennirnir gætu átt von á Óskarstilnefningum. Dómarnir sem hún hefur hlotið eru t.a.m. mun betri en margra annarra mynda sem taldar voru líklegar. Út frá því virtist mega telja tilnefningaflóð borðleggjandi, sem kom þó ekki á daginn og hún hlaut ekki eina einustu tilnefningu. Við megum hinsvegar ekki gleyma að Óskarinn er ekki gagnrýnendahátíð, það er bransinn í Hollywood sem velur og Uncut Gems er ekki sérlega mikið Hollywood. Hún hlaut þó tilnefningar í öllum helstu flokkum á Critics Choice-verðlaununum, sem er e.t.v. fyrir þá sem að henni stóðu huggun harmi gegn.Niðurstaða: Fjórar stjörnur af fimm. Uncut Gems náði mér algjörlega eftir (viljandi) brokkgenga byrjun. Hún er það sem mætti flokka sem Bíó Paradísar-mynd, þó hún hafi því miður ekki náð á hvíta tjaldið í Reykjavík. Myndin er hinsvegar nægilega hröð til að halda ADHD/ADSL-kynslóðinni við efnið og kemst auðveldlega inn á topp 10 listann minn yfir þær myndir sem framleiddar voru árið 2019. Hún er þó alls ekki allra og væri áhugavert að komast í tölur frá Netflix um hve margir gefast upp og klára hana ekki.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira