Sport

Anni­e vill sam­eina tvö stærstu Cross­Fit-mótin og búa til eitt risa mót

Anton Ingi Leifsson skrifar

Annie Mist Þórisdóttir var í eldlínunni í Laugardalshöllinni í dag er keppt var í fyrsta sinn í Crossfit á Reykjavíkurleikunum.

Leikarnir fara fram í Laugardalshöll og Svava Kristín Grétarsdóttir leit við í Höllinni þar sem hún hitti Annie Mist.

Annie segir að stefnan sé að sameina tvö stærstu Crossfit-mótin á Íslandi í eitt risa mót.

„Við héldum alþjóðlegt mót í fyrra og við verðum aftur með það í apríl en mig langar að blanda þessu saman og vera með stóra hátíð á Íslandi. Það væri geggjað,“

„Hérna geturu byrjað. Þú getur byrjað snemma. Þetta mótiverar aðra í að ná sér í keppnisrétt og fá að keppa á næsta ári. Við erum með eldri flokka og ég horfi á þau og husga að ég vilji vera svona þegar ég er eldri.“

Margir íslenskir Crossfit-keppendur hafa þann draum að komast á heimsleikana og hún segir að það sé ekki óraunhæft að mótið gæti skilað tímum sem gæfi keppnisrétt á heimsleikunum.

„Alls ekki. Ég er að vonast til þess að þetta verði raunin á næsta ári,“ sagði Annie Mist og brosti.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×