Daníel Guðni: Hann hefur skemmtileg og jákvæð áhrif á liðið Smári Jökull Jónsson í Mustad-höllinni skrifar 31. janúar 2020 20:13 Daníel Guðni var ánægður eftir sigurinn í kvöld, þann fyrsta í sex leikjum hjá Grindavík. VÍSIR/BÁRA „Það var gaman að sjá leikmenn vera brosandi inná, fólk í stúkunni brosandi og þjálfarann loksins brosandi á hliðarlínunni," sagði ánægður þjálfari Grindvíkinga, Daníel Guðni Guðmundsson, eftir sigur hans manna á Fjölni í kvöld. Sigurinn var langþráður eftir fimm töp í röð. „Þetta var mjög flott á mörgum köflum í leiknum. Við byrjuðum af mikilli hörku og gáfum þeim lítinn séns. Við lentum í smá vandræðum í upphafi þriðja en síðan fundum við lausn á því og þetta var bara nokkuð þægilegt." Grindvíkingar mættu klárir til leiks í kvöld og það sást á mönnum fyrir leik að það var góð stemmning í liðinu þrátt fyrir erfitt gengi. „Já, bara almennt. Menn vita að þegar það er mikið undir þá eiga menn að vera góðir. Það var mikið undir hér í kvöld og leikmenn léku á als oddi. Það þarf að hafa gaman af þessu, það er grunnurinn og ég er bara mjög ánægður með frammistöðuna hér í kvöld." „Við eigum leik á mánudaginn gegn líklega sterkasta liði deildarinnar. Það var fínt að fá góða frammistöðu en það er margt sem við þurfum að fínpússa og laga." Seth LeDay lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavíkina og var flottur. Hann skoraði 23 stig, tók 10 fráköst og smitaði út frá sér með góðri frammistöðu í vörninni. „Hann hefur virkilega skemmtileg og jákvæð áhrif á liðið. Hann er góður að staðsetja sig með Valdas og Ólafi og fær opnar körfur útaf því. Við vorum ekkert að leita neitt sérstaklega af honum í dag, hann fékk bara nokkur opin færi." „Svo var hann duglegur í vörninni, eitthvað öðruvísi en síðasti leikmaður sem við vorum með í ameríska hlutverkinu," sagði Daníel Guðni og skaut þar létt á Jamal Olasawere, fyrrum leikmann liðsins. Uppsettur sóknarleikur hjá Grindavík gekk betur í kvöld en oft áður í vetur og þeir Ingvi Þór Guðmundsson og Miljan Rakic stýrðu honum vel. „Ingvi kom mér skemmtilega á óvart í kvöld, ég veit að hann hefur þetta í sér og ég veit að hann er alltaf tilbúinn að bæta sinn leik og hlusta á mig og aðra. Hann er frábær skorari að sjálfsögðu og en var að stýra leiknum vel í kvöld." „Miljan er svo með þetta blóð í sér að stjórna leikjum. Þeir voru að vinna vel saman í kvöld og ég var ánægður með 90+ í sóknaraðgerðum í dag." Dominos-deild karla Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
„Það var gaman að sjá leikmenn vera brosandi inná, fólk í stúkunni brosandi og þjálfarann loksins brosandi á hliðarlínunni," sagði ánægður þjálfari Grindvíkinga, Daníel Guðni Guðmundsson, eftir sigur hans manna á Fjölni í kvöld. Sigurinn var langþráður eftir fimm töp í röð. „Þetta var mjög flott á mörgum köflum í leiknum. Við byrjuðum af mikilli hörku og gáfum þeim lítinn séns. Við lentum í smá vandræðum í upphafi þriðja en síðan fundum við lausn á því og þetta var bara nokkuð þægilegt." Grindvíkingar mættu klárir til leiks í kvöld og það sást á mönnum fyrir leik að það var góð stemmning í liðinu þrátt fyrir erfitt gengi. „Já, bara almennt. Menn vita að þegar það er mikið undir þá eiga menn að vera góðir. Það var mikið undir hér í kvöld og leikmenn léku á als oddi. Það þarf að hafa gaman af þessu, það er grunnurinn og ég er bara mjög ánægður með frammistöðuna hér í kvöld." „Við eigum leik á mánudaginn gegn líklega sterkasta liði deildarinnar. Það var fínt að fá góða frammistöðu en það er margt sem við þurfum að fínpússa og laga." Seth LeDay lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavíkina og var flottur. Hann skoraði 23 stig, tók 10 fráköst og smitaði út frá sér með góðri frammistöðu í vörninni. „Hann hefur virkilega skemmtileg og jákvæð áhrif á liðið. Hann er góður að staðsetja sig með Valdas og Ólafi og fær opnar körfur útaf því. Við vorum ekkert að leita neitt sérstaklega af honum í dag, hann fékk bara nokkur opin færi." „Svo var hann duglegur í vörninni, eitthvað öðruvísi en síðasti leikmaður sem við vorum með í ameríska hlutverkinu," sagði Daníel Guðni og skaut þar létt á Jamal Olasawere, fyrrum leikmann liðsins. Uppsettur sóknarleikur hjá Grindavík gekk betur í kvöld en oft áður í vetur og þeir Ingvi Þór Guðmundsson og Miljan Rakic stýrðu honum vel. „Ingvi kom mér skemmtilega á óvart í kvöld, ég veit að hann hefur þetta í sér og ég veit að hann er alltaf tilbúinn að bæta sinn leik og hlusta á mig og aðra. Hann er frábær skorari að sjálfsögðu og en var að stýra leiknum vel í kvöld." „Miljan er svo með þetta blóð í sér að stjórna leikjum. Þeir voru að vinna vel saman í kvöld og ég var ánægður með 90+ í sóknaraðgerðum í dag."
Dominos-deild karla Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti