Anníe Mist og Katrín Tanja að vinna saman að leyniverkefni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 10:30 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar orðið tvisvar sinnum heimsmeistarar í CrossFit. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Íslensku CrossFit drottningarnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir gera meira en að æfa saman þessa dagana. Katrín Tanja Davíðsdóttir eyddi jólum og áramótum á Íslandi og er ekki farin enn aftur til Bandaríkjanna þar sem hún jafnan stundar æfingar sínar. Hún er að hjálpa vinkonu sinni og öðrum tvöföldum heimsmeistara í CrossFit, Anníe Mist Þórisdóttur. Anníe Mist Þórisdóttir segir stuttlega frá því að þær stöllur séu að vinna að verkefni saman en þar má sjá þær flottar og stífmálaðar í æfingagallanum. Verkefnið tengist vörumerkinu „Dóttir“ sem íslensku íþróttakonurnar okkar hafa verið duglegar að halda á lofti út um allan heim. Nú síðast var Anníe Mist og fleirum sýndur sá heiður að æfingin „Dóttir“, sem var frumsýnd á CrossFit mótinu í Reykjavík á dögunum var ein af æfingunum sem keppt var í á Dubai CrossFit mótinu í desember. Katrín Tanja er að byrja aftur að æfa af krafti eftir að hafa glímt við erfið bakmeiðsli sem komu meðal annars í veg fyrir þátttöku hennar á mótinu í Dúbaí. Katrín Tanja hefur sýnt lítið brot af upptökunum í Instagram sögum sínum og margir eru örugglega orðnir spenntir fyrir því hvað þær Anníe Mist og Katrín Tanja ætla að gefa út. Anníe Mist segir formlega frá þessu Dóttir-verkefni þeirra á Instagram síðu sinni. „Ég get ekki beðið eftir því að fá að deila þessu með ykkur öllum,“ skrifar Anníe Mist á Instagram síðu sína eins og sjá má hér fyrir neðan. Enn neðar má sjá síðan færslu Katrínar Tönju og þar er ekki mikið meira hefið upp en í færslu stöllu hennar. Við verðum því að bíða spennt og sjá til hvað kemur út úr þessu hjá þeim. View this post on Instagram Shooting with my lovely tonight working on our project which I can not wait to share with ALL of you!! ? ? #dottir #likeadottir #enjoylife ? ? Hair and makeup by @liljadissmara A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jan 19, 2020 at 1:13pm PST View this post on Instagram Shooting content for DOTTIR today @anniethorisdottir xxx A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jan 19, 2020 at 2:44pm PST CrossFit Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Íslensku CrossFit drottningarnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir gera meira en að æfa saman þessa dagana. Katrín Tanja Davíðsdóttir eyddi jólum og áramótum á Íslandi og er ekki farin enn aftur til Bandaríkjanna þar sem hún jafnan stundar æfingar sínar. Hún er að hjálpa vinkonu sinni og öðrum tvöföldum heimsmeistara í CrossFit, Anníe Mist Þórisdóttur. Anníe Mist Þórisdóttir segir stuttlega frá því að þær stöllur séu að vinna að verkefni saman en þar má sjá þær flottar og stífmálaðar í æfingagallanum. Verkefnið tengist vörumerkinu „Dóttir“ sem íslensku íþróttakonurnar okkar hafa verið duglegar að halda á lofti út um allan heim. Nú síðast var Anníe Mist og fleirum sýndur sá heiður að æfingin „Dóttir“, sem var frumsýnd á CrossFit mótinu í Reykjavík á dögunum var ein af æfingunum sem keppt var í á Dubai CrossFit mótinu í desember. Katrín Tanja er að byrja aftur að æfa af krafti eftir að hafa glímt við erfið bakmeiðsli sem komu meðal annars í veg fyrir þátttöku hennar á mótinu í Dúbaí. Katrín Tanja hefur sýnt lítið brot af upptökunum í Instagram sögum sínum og margir eru örugglega orðnir spenntir fyrir því hvað þær Anníe Mist og Katrín Tanja ætla að gefa út. Anníe Mist segir formlega frá þessu Dóttir-verkefni þeirra á Instagram síðu sinni. „Ég get ekki beðið eftir því að fá að deila þessu með ykkur öllum,“ skrifar Anníe Mist á Instagram síðu sína eins og sjá má hér fyrir neðan. Enn neðar má sjá síðan færslu Katrínar Tönju og þar er ekki mikið meira hefið upp en í færslu stöllu hennar. Við verðum því að bíða spennt og sjá til hvað kemur út úr þessu hjá þeim. View this post on Instagram Shooting with my lovely tonight working on our project which I can not wait to share with ALL of you!! ? ? #dottir #likeadottir #enjoylife ? ? Hair and makeup by @liljadissmara A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jan 19, 2020 at 1:13pm PST View this post on Instagram Shooting content for DOTTIR today @anniethorisdottir xxx A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jan 19, 2020 at 2:44pm PST
CrossFit Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira