Sportpakkinn: 27 mínútur á milli sigurmarka Messi og Ronaldo í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 15:00 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo fagna sigurmörkum sínum í gær. Vísir/Getty Knattspyrnusnillingarnir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo voru enn á ný á skotskónum með liðum sínum í gær og þeir skoruðu báðir sigurmarkið og það með stuttu millibili. Guðjón Guðmundsson skoðaði sigurleiki Juventus og Barcelona í gær. Cristiano Ronaldo er á miklu skriði í ítalska boltanum með stórliði Juventus sem fékk Parma í heimsókn í gær. Það var ekki fyrr en á markamínútunni, þeirri 43., að Juventus náði að brjóta ísinn. Ronaldo fékk þá boltann frá Blaise Matuidi, lét skotið ríða af og það fór í markið með viðkomu í varnarmanni. Hinn danski Andreas Cornelius náði að jafna metin fyrir Parma þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Þetta var hins vegar skammvinn gleði fyrir Parma. It’s what they do. pic.twitter.com/236AaaSq4e— B/R Football (@brfootball) January 19, 2020 Þremur mínútum síðar var aftur komið að Cristiano Ronaldo að skora en nú eftir undirbúning frá Paulo Dybala. Ronaldo er þar með búinn að skora ellefu mörk í síðustu sjö deildarleikjum. Ronaldo skoraði þarna 432. mark sitt í fimm stærstu deildum Evrópu og tókst um tíma að jafna met Lionel Messi. Lionel Messi og félagar tóku á móti Granada á Nývangi, þar sem nýr knattspyrnustjóri félagsins, Quique Setién, stýrði heimamönnum í fyrsta sinn. Barcelona réði lögum og lofum í leiknum en skoraði ekki fyrr en Granada missti mann af velli á 69. mínútu þegar Germán Sánchez fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum. Barcelona skoraði eina mark leiksins á 76. mínútu og það var auðvitað Lionel Messi sem skoraði, hver annar. Deildarmark númer 433 hjá Lionel Messi fyrir Barcelona sem er met yfir flest deildarmörk í fimm stærstu deildum Evrópu. Það voru aðeins 27 mínútur á milli sigurmarka Lionel Messi og Cristiano Ronaldo í gær. Hér fyrir neðan má sjá frétt Guðjóns Guðmundssonar um sigurleiki Juventus og Barcelona í gær. Klippa: Sportpakkinn: 27 mínútur á milli sigurmarka Messi og Ronaldo í gær Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld Sjá meira
Knattspyrnusnillingarnir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo voru enn á ný á skotskónum með liðum sínum í gær og þeir skoruðu báðir sigurmarkið og það með stuttu millibili. Guðjón Guðmundsson skoðaði sigurleiki Juventus og Barcelona í gær. Cristiano Ronaldo er á miklu skriði í ítalska boltanum með stórliði Juventus sem fékk Parma í heimsókn í gær. Það var ekki fyrr en á markamínútunni, þeirri 43., að Juventus náði að brjóta ísinn. Ronaldo fékk þá boltann frá Blaise Matuidi, lét skotið ríða af og það fór í markið með viðkomu í varnarmanni. Hinn danski Andreas Cornelius náði að jafna metin fyrir Parma þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Þetta var hins vegar skammvinn gleði fyrir Parma. It’s what they do. pic.twitter.com/236AaaSq4e— B/R Football (@brfootball) January 19, 2020 Þremur mínútum síðar var aftur komið að Cristiano Ronaldo að skora en nú eftir undirbúning frá Paulo Dybala. Ronaldo er þar með búinn að skora ellefu mörk í síðustu sjö deildarleikjum. Ronaldo skoraði þarna 432. mark sitt í fimm stærstu deildum Evrópu og tókst um tíma að jafna met Lionel Messi. Lionel Messi og félagar tóku á móti Granada á Nývangi, þar sem nýr knattspyrnustjóri félagsins, Quique Setién, stýrði heimamönnum í fyrsta sinn. Barcelona réði lögum og lofum í leiknum en skoraði ekki fyrr en Granada missti mann af velli á 69. mínútu þegar Germán Sánchez fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum. Barcelona skoraði eina mark leiksins á 76. mínútu og það var auðvitað Lionel Messi sem skoraði, hver annar. Deildarmark númer 433 hjá Lionel Messi fyrir Barcelona sem er met yfir flest deildarmörk í fimm stærstu deildum Evrópu. Það voru aðeins 27 mínútur á milli sigurmarka Lionel Messi og Cristiano Ronaldo í gær. Hér fyrir neðan má sjá frétt Guðjóns Guðmundssonar um sigurleiki Juventus og Barcelona í gær. Klippa: Sportpakkinn: 27 mínútur á milli sigurmarka Messi og Ronaldo í gær
Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld Sjá meira