Litla föndurhornið: Velkomin skilti Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2020 15:30 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Ég elska að skapa eitthvað úr engu, að taka eitthvað sem kostar ekki krónu og margir myndu eflaust losa sig við og breyta því í eitthvað ótrúlega flott. Þannig var það með þetta verkefni. Ég átti þetta viðarskilti, bæsað og tilbúið, krukkan var ókeypis. Blómin sem þú sérð á lokamyndinni, þau átti ég líka. Ég byrjaði á því að mála krukkuna með kalkmálningu. Ef ég á að vera hreinskilin þá hreinlega dýrka ég þessa kalkmálningu. Hún þornar fljótt og þekur ótrúlega vel. Gleri og akrýl málningu hefur til dæmis aldrei komið vel saman en gler og kalkmálning eru bestu vinir. Ég þurfti að fara þrjár umferðir á krukkuna og þegar allt var orðið vel þurrt þá fór ég með sandpappír á brúnirnar á krukkunni, bara til að elda hana aðeins (bíddu, ekki elda mat eldur láta hlutinn virka eldri en hann er. Á ensku er þetta kallað „distress“ en mig vantar gott íslenskt orð yfir þetta). Ég notaði svo uppáhalds aðferðina mína til að „skrifa“ velkomin á skiltið. Þegar ég er að færa texta yfir á við þá finnst mér best að fara með málningarpennanum mínum yfir útlínurnar, láta svo allt þorna áður en ég klára restina. Ég lagði krukkuna á skiltið, merkti fyrir hvar ég þyrfti að bora og boraði tvö göt fyrir miðju. Ég keypti þennan ótrúlega flotta fléttaðan borða í Tiger, mældi út hvað ég þyrfti mikið og klippti það til. Hann byrjaði strax að losna, trosna upp, þannig að ég setti smá dropa af heitu lími á endana og málið leyst. Ég get svarið það, það er ekkert sem heita límbyssan mín getur ekki leyst. Ég þræddi borðann í gegnum götin, setti smá heitt lím til að halda öllu á réttum stað, vafði borðanum tvisvar sinnum í kringum hálsinn á krukkunni, aftur smá lím og endaði á því að binda slaufu. Svo var bara að finna blóm og setja í krukkuna. Þú þarft ekki að hafa blóm ef þú vilt það ekki, það væri t.d. mjög flott að láta litla seríu, kerti, bara hvað sem þú vilt. Eða eins og ég segi oft, notaðu bara hugmyndaflugið. Föndur Litla föndurhornið Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
Ég elska að skapa eitthvað úr engu, að taka eitthvað sem kostar ekki krónu og margir myndu eflaust losa sig við og breyta því í eitthvað ótrúlega flott. Þannig var það með þetta verkefni. Ég átti þetta viðarskilti, bæsað og tilbúið, krukkan var ókeypis. Blómin sem þú sérð á lokamyndinni, þau átti ég líka. Ég byrjaði á því að mála krukkuna með kalkmálningu. Ef ég á að vera hreinskilin þá hreinlega dýrka ég þessa kalkmálningu. Hún þornar fljótt og þekur ótrúlega vel. Gleri og akrýl málningu hefur til dæmis aldrei komið vel saman en gler og kalkmálning eru bestu vinir. Ég þurfti að fara þrjár umferðir á krukkuna og þegar allt var orðið vel þurrt þá fór ég með sandpappír á brúnirnar á krukkunni, bara til að elda hana aðeins (bíddu, ekki elda mat eldur láta hlutinn virka eldri en hann er. Á ensku er þetta kallað „distress“ en mig vantar gott íslenskt orð yfir þetta). Ég notaði svo uppáhalds aðferðina mína til að „skrifa“ velkomin á skiltið. Þegar ég er að færa texta yfir á við þá finnst mér best að fara með málningarpennanum mínum yfir útlínurnar, láta svo allt þorna áður en ég klára restina. Ég lagði krukkuna á skiltið, merkti fyrir hvar ég þyrfti að bora og boraði tvö göt fyrir miðju. Ég keypti þennan ótrúlega flotta fléttaðan borða í Tiger, mældi út hvað ég þyrfti mikið og klippti það til. Hann byrjaði strax að losna, trosna upp, þannig að ég setti smá dropa af heitu lími á endana og málið leyst. Ég get svarið það, það er ekkert sem heita límbyssan mín getur ekki leyst. Ég þræddi borðann í gegnum götin, setti smá heitt lím til að halda öllu á réttum stað, vafði borðanum tvisvar sinnum í kringum hálsinn á krukkunni, aftur smá lím og endaði á því að binda slaufu. Svo var bara að finna blóm og setja í krukkuna. Þú þarft ekki að hafa blóm ef þú vilt það ekki, það væri t.d. mjög flott að láta litla seríu, kerti, bara hvað sem þú vilt. Eða eins og ég segi oft, notaðu bara hugmyndaflugið.
Föndur Litla föndurhornið Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira