Að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. janúar 2020 09:00 Margir hafa upplifað tilfinninguna í lífinu að þeim finnist hreinlega þurfa að trekkja þá í gang. Getty Images Fólk getur verið ósofið í vinnunni af ýmsum ástæðum. Kannski er skýringin ung börn en kannski sofnuðum við ekki af fjárhagsáhyggjum eða streitu. Síðdegiskaffi og orkudrykkir deginum áður höfðu kannski geta áhrif og stundum förum við of seint að sofa því við erum einfaldlega að vafra á netinu eða horfum á sjónvarpið fram á nótt. En hver eru bestu ráðin til að koma okkur í gegnum svona dag? Kaffi og orkudrykkir út daginn? Nei varla. Hér eru 6 einföld ráð sem virka. Drekktu vatn. Einkenni vökvaskorts eru meðal annars þau að okkur finnst við vera syfjuð og þreytt. Að drekka vatn er því alltaf gott og ekki síst á erfiðum dögum. Til að hressa okkur enn betur við er til dæmis hægt að bæta sítrónu í vatnið. Teygðu úr þér og hreyfðu þig. Að skella sér í ræktina er besta leiðin til að byggja upp orku. Eftir svefnlausa nótt er hætta á að svo verði þó ekki raunin. Fyrir fólk sem starfar í kyrrsetu er mikilvægt að standa reglulega upp yfir daginn. Helst að teygja aðeins úr sér og reyna að örva blóðrásina með einhverri hreyfingu. Göngutúr í nokkrar mínútur er frábært ráð og í rauninni allt sem hjálpar til við að örva blóðrásina. Léttur hádegisverður og millimál. Hamborgari og franskar í hádeginu er ekki málið á svona degi. Reyndu að velja þér máltíð sem er létt í maga því oft verðum við syfjuð af þungum máltíðum. Trefjar og prótein úr ávöxtum, grænmeti, kjúkling, fisk eða jógúrt gefur orku. Að þamba kaffi allan daginn er ekkert endilega leiðin til að halda úti vinnudaginn eftir svefnlausa nótt. Mögulega endar þú líka með að sofna ekki næstu nótt fyrir vikið.Vísir/Getty Súrefni. Ef þú mögulega kemst aðeins út úr húsi skaltu endilega grípa tækifærið því það að komast út í súrefnið er vægast sagt hressandi. Tyggjó. Já, sumir mæla með tyggjó og segja það geta hjálpað til í smá stund. Sérstaklega er mælt með mintubragði. Forgangsraðaðu verkefnum dagsins. Veldu verkefnin vel þá daga þar sem þú veist að þú ert ekki upp á þitt besta. Aðalmálið er að forðast verkefni sem þú veist að þú hefur ekki einbeitingu til að klára, en klára þó þau verkefni sem eru áríðandi. Annað skaltu geyma þar til orkan þín og getan til að vera skilvirkari er til staðar. Heilsa Vinnumarkaður Tengdar fréttir Að halda sér vakandi á löngum eða leiðinlegum fundum Það kannast allir við að hafa sofnað eða verið við það að sofna á fundum sem eru langir eða fólk hefur upplifað sem leiðinlega. 23. janúar 2020 12:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Fólk getur verið ósofið í vinnunni af ýmsum ástæðum. Kannski er skýringin ung börn en kannski sofnuðum við ekki af fjárhagsáhyggjum eða streitu. Síðdegiskaffi og orkudrykkir deginum áður höfðu kannski geta áhrif og stundum förum við of seint að sofa því við erum einfaldlega að vafra á netinu eða horfum á sjónvarpið fram á nótt. En hver eru bestu ráðin til að koma okkur í gegnum svona dag? Kaffi og orkudrykkir út daginn? Nei varla. Hér eru 6 einföld ráð sem virka. Drekktu vatn. Einkenni vökvaskorts eru meðal annars þau að okkur finnst við vera syfjuð og þreytt. Að drekka vatn er því alltaf gott og ekki síst á erfiðum dögum. Til að hressa okkur enn betur við er til dæmis hægt að bæta sítrónu í vatnið. Teygðu úr þér og hreyfðu þig. Að skella sér í ræktina er besta leiðin til að byggja upp orku. Eftir svefnlausa nótt er hætta á að svo verði þó ekki raunin. Fyrir fólk sem starfar í kyrrsetu er mikilvægt að standa reglulega upp yfir daginn. Helst að teygja aðeins úr sér og reyna að örva blóðrásina með einhverri hreyfingu. Göngutúr í nokkrar mínútur er frábært ráð og í rauninni allt sem hjálpar til við að örva blóðrásina. Léttur hádegisverður og millimál. Hamborgari og franskar í hádeginu er ekki málið á svona degi. Reyndu að velja þér máltíð sem er létt í maga því oft verðum við syfjuð af þungum máltíðum. Trefjar og prótein úr ávöxtum, grænmeti, kjúkling, fisk eða jógúrt gefur orku. Að þamba kaffi allan daginn er ekkert endilega leiðin til að halda úti vinnudaginn eftir svefnlausa nótt. Mögulega endar þú líka með að sofna ekki næstu nótt fyrir vikið.Vísir/Getty Súrefni. Ef þú mögulega kemst aðeins út úr húsi skaltu endilega grípa tækifærið því það að komast út í súrefnið er vægast sagt hressandi. Tyggjó. Já, sumir mæla með tyggjó og segja það geta hjálpað til í smá stund. Sérstaklega er mælt með mintubragði. Forgangsraðaðu verkefnum dagsins. Veldu verkefnin vel þá daga þar sem þú veist að þú ert ekki upp á þitt besta. Aðalmálið er að forðast verkefni sem þú veist að þú hefur ekki einbeitingu til að klára, en klára þó þau verkefni sem eru áríðandi. Annað skaltu geyma þar til orkan þín og getan til að vera skilvirkari er til staðar.
Heilsa Vinnumarkaður Tengdar fréttir Að halda sér vakandi á löngum eða leiðinlegum fundum Það kannast allir við að hafa sofnað eða verið við það að sofna á fundum sem eru langir eða fólk hefur upplifað sem leiðinlega. 23. janúar 2020 12:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Að halda sér vakandi á löngum eða leiðinlegum fundum Það kannast allir við að hafa sofnað eða verið við það að sofna á fundum sem eru langir eða fólk hefur upplifað sem leiðinlega. 23. janúar 2020 12:00