Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi eftir að hafa farið offari við handtöku á síðasta ári. Lögmaður brotaþola hefur áhyggjur af því að vinnubrögð við handtökuna þyki eðlileg innan lögreglunnar. Nánar verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar ræðum við líka við sóttvarnalækni, þar sem karlmaður á fimmtugsaldri liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna bótúlismaeitrunar sem getur valdið allsherjarlömun. Uppruna eitrunarinnar er ákaft leitað en talið er ólíklegt að orsökina megi rekja til matvæla sem eru í dreifingu.

Í fréttatímanum kynnum við okkur líka rannsóknir vísindamanna í Cardiff sem telja sig hafa fundið leið til að vinna gegn flestum tegundum krabbameins. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×