Biðjast afsökunar á að hafa smánað fólk í náttfötum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2020 19:30 Ein þeirra mynda sem borgaryfirvöld birtu. Suzhou Stjórnvöld í kínversku borginni Suzhou hafa beðist afsökunar á því að hafa smánað borgara sem gerðust uppvísir að því að klæðast náttfötum á almannafæri. Borgaryfirvöld birtu í gær opinberlega myndefni úr öryggismyndavélum borgarinnar sem sýndi sjö einstaklinga klædda náttfötum á götum borgarinnar. Nöfn einstaklinganna, ökuskírteini þeirra aðrar persónuupplýsingar fylgdu myndbirtingunni, auk þess sem borgaryfirvöld sögðu hegðun hinna náttfataklæddu borgara „ósiðmenntaða.“ Yfirvöld birtu einnig myndir af fólki sem talið var hegða sér ósiðsamlega á annan hátt, meðal annars með því að „liggja á bekk á ósiðmenntaðan hátt“ og með því að dreifa auglýsingabæklingum. Eftirlit með borgurum í Kína hefur farið vaxandi síðustu ár. Fyrir tveimur árum síðan voru öryggismyndavélar í landinu um 170 milljón talsins, en talið er að þeim muni hafa fjölgað um 400 milljónir í lok þessa árs. Myndbirting borgaryfirvalda olli mikill reiði víða í Kína, og þá einkum og sér í lagi í netheimum. Margir bentu á að ekkert athugavert væri við það að klæðast náttfötum á almannafæri meðan aðrir sögðu yfirvöld hafa brotið gegn friðhelgi einkalífs borgaranna. Borgaryfirvöld hafa nú beðist afsökunar á athæfi sínu, en báru því þó við að markmið myndbirtingarinnar hafi verið að „binda enda á ósiðmenntaða hegðun,“ þótt réttindi borgara ættu að sjálfsögðu að vera í hávegum höfð. Yfirvöld í Suzhou virðast þó ekki ætla að láta af myndbirtingu þegar þau telja hegðun borgara sinna ekki í takt við almenna siðgæðisstaðla, heldur hafa þau lofað því að gera myndir sem birtar verða í framtíðinni ópersónugreinanlegar. Kína Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Stjórnvöld í kínversku borginni Suzhou hafa beðist afsökunar á því að hafa smánað borgara sem gerðust uppvísir að því að klæðast náttfötum á almannafæri. Borgaryfirvöld birtu í gær opinberlega myndefni úr öryggismyndavélum borgarinnar sem sýndi sjö einstaklinga klædda náttfötum á götum borgarinnar. Nöfn einstaklinganna, ökuskírteini þeirra aðrar persónuupplýsingar fylgdu myndbirtingunni, auk þess sem borgaryfirvöld sögðu hegðun hinna náttfataklæddu borgara „ósiðmenntaða.“ Yfirvöld birtu einnig myndir af fólki sem talið var hegða sér ósiðsamlega á annan hátt, meðal annars með því að „liggja á bekk á ósiðmenntaðan hátt“ og með því að dreifa auglýsingabæklingum. Eftirlit með borgurum í Kína hefur farið vaxandi síðustu ár. Fyrir tveimur árum síðan voru öryggismyndavélar í landinu um 170 milljón talsins, en talið er að þeim muni hafa fjölgað um 400 milljónir í lok þessa árs. Myndbirting borgaryfirvalda olli mikill reiði víða í Kína, og þá einkum og sér í lagi í netheimum. Margir bentu á að ekkert athugavert væri við það að klæðast náttfötum á almannafæri meðan aðrir sögðu yfirvöld hafa brotið gegn friðhelgi einkalífs borgaranna. Borgaryfirvöld hafa nú beðist afsökunar á athæfi sínu, en báru því þó við að markmið myndbirtingarinnar hafi verið að „binda enda á ósiðmenntaða hegðun,“ þótt réttindi borgara ættu að sjálfsögðu að vera í hávegum höfð. Yfirvöld í Suzhou virðast þó ekki ætla að láta af myndbirtingu þegar þau telja hegðun borgara sinna ekki í takt við almenna siðgæðisstaðla, heldur hafa þau lofað því að gera myndir sem birtar verða í framtíðinni ópersónugreinanlegar.
Kína Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira