Erlent

Mon­ty Pyt­hon-stjarnan Terry Jones er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Terry Jones.
Terry Jones. Getty

Breski leikarinn og skemmtikrafturinn Terry Jones er látinn, 77 ára að aldri.

Umboðsmaður Jones staðfesti þetta við breska fjölmiðla fyrr í dag. Í frétt BBC er vísað í yfirlýsingu frá fjölskyldu Jones þar sem segir að hann hafi andast í gær í faðmi fjölskyldu sinnar. Hann hafði glímt við sjaldgæfa tegund heilabilunar síðustu ár.

Jones gerði gerðinn frægan með grínhópnum Monty Python og leikstýrði þremur af kvikmyndum hópsins - Monty Python and the Holy Grail, The Meaning of Life og Monty Python's Life of Brian.

Auk þess leikstýrði hann myndum á borð við Personal Services, Erik the Viking og The Wind in the Willows. Þá gerði hann fjölda heimildarmynda og ritaði nærri tuttugu barnabækur.

Jones stundaði nám í ensku við Oxford-háskóla þar sem hann kynntist Michael Palin. Saman stofnuðu þeir Monty Python hópinn árið 1969 ásamt þeim Eric Idle, John Cleese, og Graham Chapman, sem allir stunduðu nám við Cambridge, ásamt bandaríska leikstjóranum Terry Gilliam.

Monty Python-hópurinn.Getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×