Sportpakkinn: Valskonur unnu toppslaginn og eru með nokkra fingur á deildartitlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 15:30 Kiana Johnson átti flottan leik með Val á móti KR. Vísir/Daníel Þrír leikir fóru fram í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gær þar sem Valur, Haukar og Keflavík fögnuðu sigri í sínum leikjum. Arnar Björnsson tók saman leiki gærkvöldsins í kvennakörfunni. Það var mikið undir þegar KR og Valur mættust í Domino´s deildinni í gærkvöldi. Fjórum stigum munaði á liðunum, í febrúar mætast þau í undanúrslitum Geysisbikarkeppninnar. KR byrjaði betur og var með fjögurra stiga forystu þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Munurinn á liðunum varð aldrei mikill, 6 sinnum var staðan jöfn í fyrri hálfleik. Valur vann fyrsta leikhlutann 16-15 en í hálfleik var Valur með 6 stiga forystu, 37-31. Valur byrjaði seinni hálfleikinn betur en Sanja Orazovic jafnaði metin í 52-52 en KR skoraði síðustu körfu í þriðja leikhluta og var var með tveggja stiga forystu að honum loknum. Spennandi leikur í DHL-höllinni. Þegar tvær mínútur voru búnar af síðasta leikhlutanum var staðan jöfn, 58-58 en þá skoraði Valur 17 stig í röð á fimm mínútna kafla. KR skoraði aðeins 8 stig í lokafjórðungnum gegn 21 stigi Vals. Valur vann 77-62 og er með 6 stiga forystu á KR og Keflavík þegar 11 umferðir eru eftir. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Valskonur unnu toppslaginn og eru með nokkra fingur á deildartitlinum Keflavík er líkt og KR 6 stigum á eftir þreföldum Íslandsmeisturum síðasta árs. Breiðablik skoraði fjögur fyrstu stigin í Keflavík, Danni Williams skoraði þau öll en hún skoraði 29 stig og tók 16 fráköst. Eftir 12 stig í röð var Keflavík allt of sterkt fyrir Breiðablik. Í hálfleik var munurinn 13 stig. Keflavík skoraði 21 stig gegn 8 í þriðja leikhluta og vann að lokum með 30 stiga mun, 81-51. Danni Williams var langstigahæst hjá Breiðabliki með 29 stig, hinir Blikarnir skiptu 22 stigum á milli sín. Daniela Morillo skoraði 25 stig fyrir Keflavík, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Emilía Ósk Gunnarsdóttir kom næst með 13 stig. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir tók 10 fráköst Mesta spennan í gærkvöldi var í Grindavík þegar Haukar mættu í Mustad höllina. Grindavík byrjaði betur, skoraði 10 af 12 fyrstu stigunum. Þegar rúmar tvær mínútur voru búnar af öðrum leikhluta náðu Haukar forystu í fyrsta sinn. Þegar þriðji leikhluti var hálfnaður var staðan 51-41 fyrir Hauka en Grindavík skoraði þá 17 stig í röð. Á skömmum tíma var Grindavík með 6 stiga forystu 57-51. Haukar náðu að stöðva áhlaupið og eftir 11 stig í röð var Hafnarfjarðarliðið með 11 stiga forystu. Tania Pierre-Marie hitti úr fyrra vítaskoti sínu og kom Grindavík tveimur stigum yfir en mínútu fyrir leikslok var brotið á Randi Brown, hún skoraði úr báðum sínum skotum. Brown skoraði 41 stig, hitti úr 11 af 19 vítaskotum sínum í leiknum. Jordan Reynolds var stigahæst hjá Grindavík, skoraði 25 stig. Hrund Skúladóttir átti fínan leik, skoraði 21 stig og tók 14 fráköst. Haukar tóku leikhlé þegar 4,6 sekúndur voru eftir en þriggja stiga skot Brown dansaði á körfuhringnum, 64-64. Í framlengingunni reyndust Haukar sterkari og sigruðu 78-70. Haukar eru í 4. sæti með 22 stig, einum sigri á eftir KR og Keflavík. Skallagrímur getur náð Haukum að stigum með sigri á Snæfelli í kvöld. Grindavík er sem fyrr í neðsta sæti með 2 stig. Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gær þar sem Valur, Haukar og Keflavík fögnuðu sigri í sínum leikjum. Arnar Björnsson tók saman leiki gærkvöldsins í kvennakörfunni. Það var mikið undir þegar KR og Valur mættust í Domino´s deildinni í gærkvöldi. Fjórum stigum munaði á liðunum, í febrúar mætast þau í undanúrslitum Geysisbikarkeppninnar. KR byrjaði betur og var með fjögurra stiga forystu þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Munurinn á liðunum varð aldrei mikill, 6 sinnum var staðan jöfn í fyrri hálfleik. Valur vann fyrsta leikhlutann 16-15 en í hálfleik var Valur með 6 stiga forystu, 37-31. Valur byrjaði seinni hálfleikinn betur en Sanja Orazovic jafnaði metin í 52-52 en KR skoraði síðustu körfu í þriðja leikhluta og var var með tveggja stiga forystu að honum loknum. Spennandi leikur í DHL-höllinni. Þegar tvær mínútur voru búnar af síðasta leikhlutanum var staðan jöfn, 58-58 en þá skoraði Valur 17 stig í röð á fimm mínútna kafla. KR skoraði aðeins 8 stig í lokafjórðungnum gegn 21 stigi Vals. Valur vann 77-62 og er með 6 stiga forystu á KR og Keflavík þegar 11 umferðir eru eftir. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Valskonur unnu toppslaginn og eru með nokkra fingur á deildartitlinum Keflavík er líkt og KR 6 stigum á eftir þreföldum Íslandsmeisturum síðasta árs. Breiðablik skoraði fjögur fyrstu stigin í Keflavík, Danni Williams skoraði þau öll en hún skoraði 29 stig og tók 16 fráköst. Eftir 12 stig í röð var Keflavík allt of sterkt fyrir Breiðablik. Í hálfleik var munurinn 13 stig. Keflavík skoraði 21 stig gegn 8 í þriðja leikhluta og vann að lokum með 30 stiga mun, 81-51. Danni Williams var langstigahæst hjá Breiðabliki með 29 stig, hinir Blikarnir skiptu 22 stigum á milli sín. Daniela Morillo skoraði 25 stig fyrir Keflavík, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Emilía Ósk Gunnarsdóttir kom næst með 13 stig. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir tók 10 fráköst Mesta spennan í gærkvöldi var í Grindavík þegar Haukar mættu í Mustad höllina. Grindavík byrjaði betur, skoraði 10 af 12 fyrstu stigunum. Þegar rúmar tvær mínútur voru búnar af öðrum leikhluta náðu Haukar forystu í fyrsta sinn. Þegar þriðji leikhluti var hálfnaður var staðan 51-41 fyrir Hauka en Grindavík skoraði þá 17 stig í röð. Á skömmum tíma var Grindavík með 6 stiga forystu 57-51. Haukar náðu að stöðva áhlaupið og eftir 11 stig í röð var Hafnarfjarðarliðið með 11 stiga forystu. Tania Pierre-Marie hitti úr fyrra vítaskoti sínu og kom Grindavík tveimur stigum yfir en mínútu fyrir leikslok var brotið á Randi Brown, hún skoraði úr báðum sínum skotum. Brown skoraði 41 stig, hitti úr 11 af 19 vítaskotum sínum í leiknum. Jordan Reynolds var stigahæst hjá Grindavík, skoraði 25 stig. Hrund Skúladóttir átti fínan leik, skoraði 21 stig og tók 14 fráköst. Haukar tóku leikhlé þegar 4,6 sekúndur voru eftir en þriggja stiga skot Brown dansaði á körfuhringnum, 64-64. Í framlengingunni reyndust Haukar sterkari og sigruðu 78-70. Haukar eru í 4. sæti með 22 stig, einum sigri á eftir KR og Keflavík. Skallagrímur getur náð Haukum að stigum með sigri á Snæfelli í kvöld. Grindavík er sem fyrr í neðsta sæti með 2 stig.
Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira