Daníel: Erum slakasta lið deildarinnar Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 23. janúar 2020 21:19 Brösugt gengi Grindvíkinga heldur áfram vísir Daníel Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga var allt annað en sáttur með tap sinna manna í kvöld gegn grönnum sínum í Njarðvík. Fyrri hálfleikurinn var sérstaklega lélegur hjá Grindvíkingum í kvöld og skoruðu þeir aðeins 25 stig. „Þetta var hræðilegt. Eitthvað það lélegasta sem maður hefur séð í íslenskum körfubolta. Þetta var rosalega slappt. Ég átta mig ekki á að menn mæti svona til leiks.“ Grindvíkingar hafa nú tapað fimm leikjum í röð og fjarlægast úrslitakeppnina meir og meir með hverjum leiknum. „Við erum bara í fallbaráttu, það er einfalt.“ Aðspurður að því hvort að Grindavík væri annað af tveimur slökustu liðum deildarinnar miðað við spilamennsku liðanna þessa stundina var svar Daníels afar einfalt. „Eins og við erum að spila núna erum við slakasta lið deildarinnar.“ En hvað getur Grindavík gert til þess að rétta úr kútnum og komast aftur á sigurbraut? „Spila körfubolta og reyna að hafa gaman að því sem við erum að gera og fylgja leikskipulagi og fara eftir því sem þeir eru að leggja upp eins og við gerum á æfingum. Ekki eru þeir að spila svona illa á æfingum en það er frammistaðan í leikjum sem telur. Líkt og áður segir var það fyrri hálfleikurinn sem var arfaslakur og mættu þeir sterkari til leiks í seinni hálfleik. Þrátt fyrir það náðu þeir aldrei að minnka muninn að einhverju viti. „Hefði þetta byrjað í hálfleik væri kannski annar andi yfir þessu. Það var meira jafnvægi í þessu í seinni hálfleik, eins og við héldum að leikurinn yrði.“ Miljan Rakic, nýjasti leikmaður Grindavíkur hefur ekki sýnt neina stjörnuspilamennsku og vill Daníel fá meira frá honum. „Já ég geri það klárlega. Að sama skapi er hann ný kominn inn í þetta. Hann er búinn að ná einhverjum tveimur eða þremur æfingum og þremur leikjum. En við þurfum að koma honum meira í gagnið.“ Kanamálin eru í góðum farveg hjá Grindvíkingum og er von á honum til landsins á næstu dögum, og ætti hann að vera með í næsta leik. „Hann er vonandi á leið upp í vél fljótlega. Mér skilst að hann kunni allavega að spila körfubolta. En ég upplifi að mínir menn í fyrri hálfleik og síðasta leik líka, að ef ekki er amerískt nafn á skýrslunni okkar, þá erum við voða litlir í okkur og spilum okkur sem fórnarlömb.“ Dominos-deild karla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Fleiri fréttir Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Sjá meira
Daníel Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga var allt annað en sáttur með tap sinna manna í kvöld gegn grönnum sínum í Njarðvík. Fyrri hálfleikurinn var sérstaklega lélegur hjá Grindvíkingum í kvöld og skoruðu þeir aðeins 25 stig. „Þetta var hræðilegt. Eitthvað það lélegasta sem maður hefur séð í íslenskum körfubolta. Þetta var rosalega slappt. Ég átta mig ekki á að menn mæti svona til leiks.“ Grindvíkingar hafa nú tapað fimm leikjum í röð og fjarlægast úrslitakeppnina meir og meir með hverjum leiknum. „Við erum bara í fallbaráttu, það er einfalt.“ Aðspurður að því hvort að Grindavík væri annað af tveimur slökustu liðum deildarinnar miðað við spilamennsku liðanna þessa stundina var svar Daníels afar einfalt. „Eins og við erum að spila núna erum við slakasta lið deildarinnar.“ En hvað getur Grindavík gert til þess að rétta úr kútnum og komast aftur á sigurbraut? „Spila körfubolta og reyna að hafa gaman að því sem við erum að gera og fylgja leikskipulagi og fara eftir því sem þeir eru að leggja upp eins og við gerum á æfingum. Ekki eru þeir að spila svona illa á æfingum en það er frammistaðan í leikjum sem telur. Líkt og áður segir var það fyrri hálfleikurinn sem var arfaslakur og mættu þeir sterkari til leiks í seinni hálfleik. Þrátt fyrir það náðu þeir aldrei að minnka muninn að einhverju viti. „Hefði þetta byrjað í hálfleik væri kannski annar andi yfir þessu. Það var meira jafnvægi í þessu í seinni hálfleik, eins og við héldum að leikurinn yrði.“ Miljan Rakic, nýjasti leikmaður Grindavíkur hefur ekki sýnt neina stjörnuspilamennsku og vill Daníel fá meira frá honum. „Já ég geri það klárlega. Að sama skapi er hann ný kominn inn í þetta. Hann er búinn að ná einhverjum tveimur eða þremur æfingum og þremur leikjum. En við þurfum að koma honum meira í gagnið.“ Kanamálin eru í góðum farveg hjá Grindvíkingum og er von á honum til landsins á næstu dögum, og ætti hann að vera með í næsta leik. „Hann er vonandi á leið upp í vél fljótlega. Mér skilst að hann kunni allavega að spila körfubolta. En ég upplifi að mínir menn í fyrri hálfleik og síðasta leik líka, að ef ekki er amerískt nafn á skýrslunni okkar, þá erum við voða litlir í okkur og spilum okkur sem fórnarlömb.“
Dominos-deild karla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Fleiri fréttir Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Sjá meira