Daníel: Erum slakasta lið deildarinnar Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 23. janúar 2020 21:19 Brösugt gengi Grindvíkinga heldur áfram vísir Daníel Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga var allt annað en sáttur með tap sinna manna í kvöld gegn grönnum sínum í Njarðvík. Fyrri hálfleikurinn var sérstaklega lélegur hjá Grindvíkingum í kvöld og skoruðu þeir aðeins 25 stig. „Þetta var hræðilegt. Eitthvað það lélegasta sem maður hefur séð í íslenskum körfubolta. Þetta var rosalega slappt. Ég átta mig ekki á að menn mæti svona til leiks.“ Grindvíkingar hafa nú tapað fimm leikjum í röð og fjarlægast úrslitakeppnina meir og meir með hverjum leiknum. „Við erum bara í fallbaráttu, það er einfalt.“ Aðspurður að því hvort að Grindavík væri annað af tveimur slökustu liðum deildarinnar miðað við spilamennsku liðanna þessa stundina var svar Daníels afar einfalt. „Eins og við erum að spila núna erum við slakasta lið deildarinnar.“ En hvað getur Grindavík gert til þess að rétta úr kútnum og komast aftur á sigurbraut? „Spila körfubolta og reyna að hafa gaman að því sem við erum að gera og fylgja leikskipulagi og fara eftir því sem þeir eru að leggja upp eins og við gerum á æfingum. Ekki eru þeir að spila svona illa á æfingum en það er frammistaðan í leikjum sem telur. Líkt og áður segir var það fyrri hálfleikurinn sem var arfaslakur og mættu þeir sterkari til leiks í seinni hálfleik. Þrátt fyrir það náðu þeir aldrei að minnka muninn að einhverju viti. „Hefði þetta byrjað í hálfleik væri kannski annar andi yfir þessu. Það var meira jafnvægi í þessu í seinni hálfleik, eins og við héldum að leikurinn yrði.“ Miljan Rakic, nýjasti leikmaður Grindavíkur hefur ekki sýnt neina stjörnuspilamennsku og vill Daníel fá meira frá honum. „Já ég geri það klárlega. Að sama skapi er hann ný kominn inn í þetta. Hann er búinn að ná einhverjum tveimur eða þremur æfingum og þremur leikjum. En við þurfum að koma honum meira í gagnið.“ Kanamálin eru í góðum farveg hjá Grindvíkingum og er von á honum til landsins á næstu dögum, og ætti hann að vera með í næsta leik. „Hann er vonandi á leið upp í vél fljótlega. Mér skilst að hann kunni allavega að spila körfubolta. En ég upplifi að mínir menn í fyrri hálfleik og síðasta leik líka, að ef ekki er amerískt nafn á skýrslunni okkar, þá erum við voða litlir í okkur og spilum okkur sem fórnarlömb.“ Dominos-deild karla Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
Daníel Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga var allt annað en sáttur með tap sinna manna í kvöld gegn grönnum sínum í Njarðvík. Fyrri hálfleikurinn var sérstaklega lélegur hjá Grindvíkingum í kvöld og skoruðu þeir aðeins 25 stig. „Þetta var hræðilegt. Eitthvað það lélegasta sem maður hefur séð í íslenskum körfubolta. Þetta var rosalega slappt. Ég átta mig ekki á að menn mæti svona til leiks.“ Grindvíkingar hafa nú tapað fimm leikjum í röð og fjarlægast úrslitakeppnina meir og meir með hverjum leiknum. „Við erum bara í fallbaráttu, það er einfalt.“ Aðspurður að því hvort að Grindavík væri annað af tveimur slökustu liðum deildarinnar miðað við spilamennsku liðanna þessa stundina var svar Daníels afar einfalt. „Eins og við erum að spila núna erum við slakasta lið deildarinnar.“ En hvað getur Grindavík gert til þess að rétta úr kútnum og komast aftur á sigurbraut? „Spila körfubolta og reyna að hafa gaman að því sem við erum að gera og fylgja leikskipulagi og fara eftir því sem þeir eru að leggja upp eins og við gerum á æfingum. Ekki eru þeir að spila svona illa á æfingum en það er frammistaðan í leikjum sem telur. Líkt og áður segir var það fyrri hálfleikurinn sem var arfaslakur og mættu þeir sterkari til leiks í seinni hálfleik. Þrátt fyrir það náðu þeir aldrei að minnka muninn að einhverju viti. „Hefði þetta byrjað í hálfleik væri kannski annar andi yfir þessu. Það var meira jafnvægi í þessu í seinni hálfleik, eins og við héldum að leikurinn yrði.“ Miljan Rakic, nýjasti leikmaður Grindavíkur hefur ekki sýnt neina stjörnuspilamennsku og vill Daníel fá meira frá honum. „Já ég geri það klárlega. Að sama skapi er hann ný kominn inn í þetta. Hann er búinn að ná einhverjum tveimur eða þremur æfingum og þremur leikjum. En við þurfum að koma honum meira í gagnið.“ Kanamálin eru í góðum farveg hjá Grindvíkingum og er von á honum til landsins á næstu dögum, og ætti hann að vera með í næsta leik. „Hann er vonandi á leið upp í vél fljótlega. Mér skilst að hann kunni allavega að spila körfubolta. En ég upplifi að mínir menn í fyrri hálfleik og síðasta leik líka, að ef ekki er amerískt nafn á skýrslunni okkar, þá erum við voða litlir í okkur og spilum okkur sem fórnarlömb.“
Dominos-deild karla Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira