Bílar

Styrkir til uppsetninga hleðslustöðva

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Fjölga á hleðslustöðvum um landið og gera auðveldara að setja þær upp við fjöleignarhús.
Fjölga á hleðslustöðvum um landið og gera auðveldara að setja þær upp við fjöleignarhús. Vísir/Vilhelm

Samkvæmt frétt á vef FÍB hafa styrkir upp á 19,5 milljónir króna verið veittir úr styrktarsjóði Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur. Styrkir eru veittir húsfélögum fjöleignarhúsa sem hafa sett upp helðslustöðvar fyrir rafbíla.

Á síðasta ári voru 40 milljónir settar í styrktarsjóðinn, 20 milljónir frá borginni og 20 milljónir frá Orkuveitunni. Sömu aðilar munu á þessu ári og næsta setja frekari 20 milljónir hvor á ári í sjóðinn.

Honda e er einn mest spennandi rafbíllinn sem komið hefur út nýlega.Vísir/Honda

Þegar Vísir leitaði upplýsinga um styrki sem höfðu verið veittir úr sjónum þann 23. október 2019 þá höfðu tíu húsfélög fengið styrki. Samkvæmt frétt á vef FÍB voru veittir 14 styrkir úr sjóðnum á síðasta ári.

Lægsti styrkurinn hingað til hefur numið 775.726 krónum en sá hæsti 1.500.000 krónum, sem jafnframt er hámarksupphæðin sem veitt er samkvæmt úthlutunarreglum, sem finna má hér.


Tengdar fréttir






×