Liverpool fjórða liðið til að leika 40 leiki án þess að tapa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. janúar 2020 23:15 Klopp má vera ánægður með árangur Liverpool undanfarið. Vísir/Getty Sigur Liverpool á Wolves var þeirra 22 sigurleikur á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni, í aðeins 23 leikjum. Liðið er með 16 stiga forystu á Manchester City ásamt því að eiga leik til góða. Sigurinn þýðir einnig það að Liverpool hefur nú leikið 40 leiki í röð án þess að bíða ósigur. Eru þeir aðeins fjórða liðið til að ná þeim árangri í efstu deild á Englandi. Af þessum 40 leikjum þá hefur Liverpool unnið 35 og gert aðeins fimm jafntefli. Þá var þetta 14. sigurleikur liðsins í röð en 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford gegn Manchester United er eini deildarleikurinn sem þeim hefur mistekist að sækja sigur í til þessa á leiktíðinni. Metið yfir flesta leiki án þess að bíða ósigur í efstu deild á Englandi er sem stendur 49 leikir en hið Ósigrandi lið Arsenal setti það met á árunum 2003 og 2004. Þeirra met féll á Old Trafford er liðið beið 2-0 ósigur gegn Manchester United. Chelsea undir stjórn José Mourinho tók við keflinu en liðið, með Eið Smára Guðjohnsen innanborðs, lék 40 leiki án ósigurs á árunum 2004-2005. Þar áður þarf að fara aftur til áranna 1977 og 1978 en þá lék Nottingham Forest, undir stjórn Brian Clough, 42 leiki án þess að bíða ósigurs. Hvort Liverpool takist að slá met Arsenal verður að koma í ljós en sem stendur er ekkert sem virðist geta stöðvað Jürgen Klopp og lærisveina hans. Full time: Wolves 1-2 Liverpool 16 points clear, 15 games to play. 40 league games unbeaten (joint 2nd best in PL history) pic.twitter.com/rkyrX2pAuP— This Is Anfield (@thisisanfield) January 23, 2020 Bretland England Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúleg sigurganga Liverpool heldur áfram Liverpool vann 2-1 sigur á útivelli gegn Wolves er liðin mættust á Molineux-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 23. janúar 2020 22:00 Þekktur stuðningsmaður Man. City heldur því fram að Liverpool hafi keypt sér titilinn Það er mikið gert úr eyðslu Manchester City í sína leikmenn en minna úr eyðslu Liverpool. Liverpool er svo gott búið að tryggja sér enska titilinn og enda tveggja ára sigurgöngu Manchester City. Voru það peningarnir sem skiluðu Liverpool á toppinn? 23. janúar 2020 09:30 Liverpool getur jafnað met Arsenal á Etihad Liverpool er tíu leikjum frá því að jafna met Arsenal eftir flesta deildarleiki í röð án taps. 23. janúar 2020 14:15 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Sjá meira
Sigur Liverpool á Wolves var þeirra 22 sigurleikur á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni, í aðeins 23 leikjum. Liðið er með 16 stiga forystu á Manchester City ásamt því að eiga leik til góða. Sigurinn þýðir einnig það að Liverpool hefur nú leikið 40 leiki í röð án þess að bíða ósigur. Eru þeir aðeins fjórða liðið til að ná þeim árangri í efstu deild á Englandi. Af þessum 40 leikjum þá hefur Liverpool unnið 35 og gert aðeins fimm jafntefli. Þá var þetta 14. sigurleikur liðsins í röð en 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford gegn Manchester United er eini deildarleikurinn sem þeim hefur mistekist að sækja sigur í til þessa á leiktíðinni. Metið yfir flesta leiki án þess að bíða ósigur í efstu deild á Englandi er sem stendur 49 leikir en hið Ósigrandi lið Arsenal setti það met á árunum 2003 og 2004. Þeirra met féll á Old Trafford er liðið beið 2-0 ósigur gegn Manchester United. Chelsea undir stjórn José Mourinho tók við keflinu en liðið, með Eið Smára Guðjohnsen innanborðs, lék 40 leiki án ósigurs á árunum 2004-2005. Þar áður þarf að fara aftur til áranna 1977 og 1978 en þá lék Nottingham Forest, undir stjórn Brian Clough, 42 leiki án þess að bíða ósigurs. Hvort Liverpool takist að slá met Arsenal verður að koma í ljós en sem stendur er ekkert sem virðist geta stöðvað Jürgen Klopp og lærisveina hans. Full time: Wolves 1-2 Liverpool 16 points clear, 15 games to play. 40 league games unbeaten (joint 2nd best in PL history) pic.twitter.com/rkyrX2pAuP— This Is Anfield (@thisisanfield) January 23, 2020
Bretland England Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúleg sigurganga Liverpool heldur áfram Liverpool vann 2-1 sigur á útivelli gegn Wolves er liðin mættust á Molineux-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 23. janúar 2020 22:00 Þekktur stuðningsmaður Man. City heldur því fram að Liverpool hafi keypt sér titilinn Það er mikið gert úr eyðslu Manchester City í sína leikmenn en minna úr eyðslu Liverpool. Liverpool er svo gott búið að tryggja sér enska titilinn og enda tveggja ára sigurgöngu Manchester City. Voru það peningarnir sem skiluðu Liverpool á toppinn? 23. janúar 2020 09:30 Liverpool getur jafnað met Arsenal á Etihad Liverpool er tíu leikjum frá því að jafna met Arsenal eftir flesta deildarleiki í röð án taps. 23. janúar 2020 14:15 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Sjá meira
Ótrúleg sigurganga Liverpool heldur áfram Liverpool vann 2-1 sigur á útivelli gegn Wolves er liðin mættust á Molineux-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 23. janúar 2020 22:00
Þekktur stuðningsmaður Man. City heldur því fram að Liverpool hafi keypt sér titilinn Það er mikið gert úr eyðslu Manchester City í sína leikmenn en minna úr eyðslu Liverpool. Liverpool er svo gott búið að tryggja sér enska titilinn og enda tveggja ára sigurgöngu Manchester City. Voru það peningarnir sem skiluðu Liverpool á toppinn? 23. janúar 2020 09:30
Liverpool getur jafnað met Arsenal á Etihad Liverpool er tíu leikjum frá því að jafna met Arsenal eftir flesta deildarleiki í röð án taps. 23. janúar 2020 14:15