Rúnar sér ekki eftir því að hafa sagt nei við Dalglish og Liverpool á sínum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 10:00 Kenny Dalglish á 1989-90 tímabilinu og Rúnar Kristinsson. Getty/Samsett Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, er gestur í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf og ræddi þar meðal annars tilboðið sem hann fékk frá Liverpool í lok níunda áratugsins. Rúnar heimsótti þá Huga Halldórsson og Ingimar Helgi Finnsson og ræddu þeir bæði leikmannaferilinn, þjálfaraferilinn og titilvörnina í Pepsi Max deildinni í sumar. Rúnar er Liverpool maður og þetta tímabil er búið að vera draumi líkast. „Þetta er búið að vera geggjað tímabil og kannski áframhald á endinum á tímabilinu í fyrra. Bæði Liverpool og Manchester City unnu fjórtán til fimmtán leiki í röð þegar þau voru að berjast um sigurinn þar. Svo byrjar þetta tímabil hjá Liverpool eins og hitt endaði,“ sagði Rúnar. „Það er ofboðslega flottur stígandi í leik Liverpool en á sama tíma er City búið að byrja illa. Ég held að vegna þess að þeir eru búnir að vinna tvö ár í röð þá kemur smá þreyta. Það þarf endurnýjun og það þarf eitthvað nýtt. Menn eru smá saddir þótt að maður sjái að Pep Guardiola er alltaf brjálaður á hliðarlínunni að reka þá áfram. Það er mjög erfitt að vinna tvö ár í röð hvað þá þrjú ár í röð. Það kom smá hik á City í byrjun,“ sagði Rúnar en á Liverpool eftir að tapa? „Jú þeir eiga eftir að tapa. Það er erfitt að fara í gegnum heilt tímabil án þess að tapa, Ég held að þetta snúist um City leikinn á útivelli,“ sagði Rúnar. Talið barst líka að því þegar Rúnari var boðið að æfa með Liverpool í í október 1989 en þá var Liverpool með besta lið ensku deildarinnar og Rúnar stuðningsmaður félagsins. Rúnar var spurður hvort að hann sjá eftir þeirri stóru ákvörðun fyrir þrjátíu árum að segja nei við Liverpool „Nei ég sé ekkert eftir þvi. Það er svo langt síðan. Fótboltinn í Englandi þá var allt annar en hann er í dag og hentaði mér ekki. Ég stæði sennilega ekki í lappirnar í dag hefði ég farið þangað,“ sagði Rúnar. Jú tæklingarnar flugu vissulega í enska boltanum á þessum árum og léttir og teknískir menn kannski í stórhættu á að vera sparkaðir ítrekað niður. Kenny Dalglish var þarna stóri Liverpool og hann vildi fá Rúnar eftir að KR-ingurinn hafði æft með liðinu og spilað varaliðsleik. Rúnar tók hins vegar þá ákvörðun að taka ekki tilboði Liverpool. Þetta tímabil vann Liverpool enska titilinn um vorið en hefur ekki unnið hann síðan. Rúnar segist að Liverpool þá og Liverpool í dag spili allt öðruvísi fótbolta og leikstíll liðsins og fótboltinn í ensku úrvalsdeildinni í dag myndi henta honum miklu betur en sá var spilaður á níunda og tíunda áratugnum í Englandi. Rúnar fór síðan ekki út fyrr en eftir 1994 tímabilið sem hann telur sjálfur vera það slakasta hjá sér með KR. „Auðvitað átti ég að fara fyrr því ég var búinn að vera í tvö til þrjú ár. Ég var búinn að ná toppnum á Íslandi sumarið 1990 þegar við töpum bikarúrslitaleiknum í vítakeppni á móti Val og svo Íslandsmeistaratitlinum á markatölu. Það var geggjað tímabil hjá liðinu og mér líka. Ég spilað fjögur tímabil í viðbót eftir það og þá var ég með betri mönnum í deildinni. Þegar þú ert kominn á þann stall þá er erfitt að bæta sig mikið,“ rifjaði Rúnar upp. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, er gestur í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf og ræddi þar meðal annars tilboðið sem hann fékk frá Liverpool í lok níunda áratugsins. Rúnar heimsótti þá Huga Halldórsson og Ingimar Helgi Finnsson og ræddu þeir bæði leikmannaferilinn, þjálfaraferilinn og titilvörnina í Pepsi Max deildinni í sumar. Rúnar er Liverpool maður og þetta tímabil er búið að vera draumi líkast. „Þetta er búið að vera geggjað tímabil og kannski áframhald á endinum á tímabilinu í fyrra. Bæði Liverpool og Manchester City unnu fjórtán til fimmtán leiki í röð þegar þau voru að berjast um sigurinn þar. Svo byrjar þetta tímabil hjá Liverpool eins og hitt endaði,“ sagði Rúnar. „Það er ofboðslega flottur stígandi í leik Liverpool en á sama tíma er City búið að byrja illa. Ég held að vegna þess að þeir eru búnir að vinna tvö ár í röð þá kemur smá þreyta. Það þarf endurnýjun og það þarf eitthvað nýtt. Menn eru smá saddir þótt að maður sjái að Pep Guardiola er alltaf brjálaður á hliðarlínunni að reka þá áfram. Það er mjög erfitt að vinna tvö ár í röð hvað þá þrjú ár í röð. Það kom smá hik á City í byrjun,“ sagði Rúnar en á Liverpool eftir að tapa? „Jú þeir eiga eftir að tapa. Það er erfitt að fara í gegnum heilt tímabil án þess að tapa, Ég held að þetta snúist um City leikinn á útivelli,“ sagði Rúnar. Talið barst líka að því þegar Rúnari var boðið að æfa með Liverpool í í október 1989 en þá var Liverpool með besta lið ensku deildarinnar og Rúnar stuðningsmaður félagsins. Rúnar var spurður hvort að hann sjá eftir þeirri stóru ákvörðun fyrir þrjátíu árum að segja nei við Liverpool „Nei ég sé ekkert eftir þvi. Það er svo langt síðan. Fótboltinn í Englandi þá var allt annar en hann er í dag og hentaði mér ekki. Ég stæði sennilega ekki í lappirnar í dag hefði ég farið þangað,“ sagði Rúnar. Jú tæklingarnar flugu vissulega í enska boltanum á þessum árum og léttir og teknískir menn kannski í stórhættu á að vera sparkaðir ítrekað niður. Kenny Dalglish var þarna stóri Liverpool og hann vildi fá Rúnar eftir að KR-ingurinn hafði æft með liðinu og spilað varaliðsleik. Rúnar tók hins vegar þá ákvörðun að taka ekki tilboði Liverpool. Þetta tímabil vann Liverpool enska titilinn um vorið en hefur ekki unnið hann síðan. Rúnar segist að Liverpool þá og Liverpool í dag spili allt öðruvísi fótbolta og leikstíll liðsins og fótboltinn í ensku úrvalsdeildinni í dag myndi henta honum miklu betur en sá var spilaður á níunda og tíunda áratugnum í Englandi. Rúnar fór síðan ekki út fyrr en eftir 1994 tímabilið sem hann telur sjálfur vera það slakasta hjá sér með KR. „Auðvitað átti ég að fara fyrr því ég var búinn að vera í tvö til þrjú ár. Ég var búinn að ná toppnum á Íslandi sumarið 1990 þegar við töpum bikarúrslitaleiknum í vítakeppni á móti Val og svo Íslandsmeistaratitlinum á markatölu. Það var geggjað tímabil hjá liðinu og mér líka. Ég spilað fjögur tímabil í viðbót eftir það og þá var ég með betri mönnum í deildinni. Þegar þú ert kominn á þann stall þá er erfitt að bæta sig mikið,“ rifjaði Rúnar upp.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Sjá meira