Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. janúar 2020 21:00 Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. Í dag starfa samanlagt 613 menntaðir lögreglumenn í fullu starfi á Íslandi. Umtalsvert færri en til að mynda árið 2004 þegar þeir voru 669, samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi Lögreglumanna. Samt sem áður hefur íbúum fjölgað um tugþúsundir og ferðamannastraumurinn hefur aldrei verið meiri. Varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglumenn færri og útköllin erfiðari og hættulegri.Vísir/Stöð 2 „Vinnan er orðin hættulegri“ „Álagið er meira, bæði út af hættulegri útköllum, vinnan er orðin hættulegri. Okkur hefur fækkað og íbúum fjölgað,“ segir Júlíana Bjarnadóttir, varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í bráðabirðgðatölum ríkislögreglustjóra um afbrot á Íslandi á síðasta ári kemur fram að hegningarlagabrotum og sérrefsilagabrotum fjölgi á milli ára. Af hegningarlagabrotum fjölgaði kynferðisbrotum hlutfallslega mest og í sérrefsilögum, eins og neyslu og vörslu fíkniefna, fjölgaði einnig. Fram kemur þó að umferðarlagabrotum hafi fækkað. Sú fækkun getur verið í samræmi við að lögreglumenn geti í fáum tilfellum sinnt frumkvæðisverkefnum. „Við erum kannski meira í því að sinna því sem þarf að sinna og það sem við vorum að sinna meira áður eins og eftirliti, það situr meira á hakanum í kjölfarið,“ segir Júlíana. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Stöð 2 Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu fækkað á fimmta tug frá árinu 2008 Lögreglumenn sem fréttastofa hefur rætt við eru sammála um að aukin harka og ofbeldi einkenni þau útköll sem þeir sinna og er tíðrætt um hversu mikil skiplögð glæpastarfsemi er orðin á Íslandi. Í skýrslu greiningardeildarinnar kemur fram að vart verði með fullnægjandi hætti tekist á við þann vanda að óbreyttu skipulagi og mannafla. „Hjá þessu embætti hefur lögreglumönnum fækkað eitthvað á milli fjörutíu og fimmtíu frá árinu 2008. Á sama tíma hefur verkefnum fjölgað gífurlega, í tugum prósenta,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá kemur fram í skýrslu tölum ríkislögreglustjóra að haldlagt magn af fíkniefnum var töluvert meira árið 2019 en árið á undan, þrátt fyrir að málin hafi verið færri. Magn amfetamíns hefur ekki verið meira frá árinu 2009. Þá hefur aldrei verið lagt hald á jafn mikið af kókaíni og á síðasta ári. „Það er komin aukin krafa um betri og nákvæmari rannsóknir. Það má segja það að álagið hafi aukist til muna,“ segir Ásgeir Þór. Kompás birtir í fyrramálið sláandi myndband þar sem lögreglumenn veita ölvuðum ökumanni eftirför Þá kemur fram í skýrslu tölum ríkislögreglustjóra að haldlagt magn af fíkniefnum var töluvert meira árið 2019 en árið á undan, þrátt fyrir að málin hafi verið færri. Magn amfetamíns hefur ekki verið meira frá árinu 2009. Þá hefur aldrei verið lagt hald á jafn mikið af kókaíni og á síðasta ári. „Það er komin aukin krafa um betri og nákvæmari rannsóknir. Það má segja það að álagið hafi aukist til muna,“ segir Ásgeir Þór. Í Kompás á Vísi í fyrramálið verður ítarlega farið yfir starfsaðstæður og stöðuna í löggæslumálum á Íslandi og birt sláandi myndband frá aðgerðum lögreglumanna þar sem ölvuðum ökumanni er veitt eftirför. Kompás Lögreglan Tengdar fréttir Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00 Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. Í dag starfa samanlagt 613 menntaðir lögreglumenn í fullu starfi á Íslandi. Umtalsvert færri en til að mynda árið 2004 þegar þeir voru 669, samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi Lögreglumanna. Samt sem áður hefur íbúum fjölgað um tugþúsundir og ferðamannastraumurinn hefur aldrei verið meiri. Varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglumenn færri og útköllin erfiðari og hættulegri.Vísir/Stöð 2 „Vinnan er orðin hættulegri“ „Álagið er meira, bæði út af hættulegri útköllum, vinnan er orðin hættulegri. Okkur hefur fækkað og íbúum fjölgað,“ segir Júlíana Bjarnadóttir, varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í bráðabirðgðatölum ríkislögreglustjóra um afbrot á Íslandi á síðasta ári kemur fram að hegningarlagabrotum og sérrefsilagabrotum fjölgi á milli ára. Af hegningarlagabrotum fjölgaði kynferðisbrotum hlutfallslega mest og í sérrefsilögum, eins og neyslu og vörslu fíkniefna, fjölgaði einnig. Fram kemur þó að umferðarlagabrotum hafi fækkað. Sú fækkun getur verið í samræmi við að lögreglumenn geti í fáum tilfellum sinnt frumkvæðisverkefnum. „Við erum kannski meira í því að sinna því sem þarf að sinna og það sem við vorum að sinna meira áður eins og eftirliti, það situr meira á hakanum í kjölfarið,“ segir Júlíana. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Stöð 2 Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu fækkað á fimmta tug frá árinu 2008 Lögreglumenn sem fréttastofa hefur rætt við eru sammála um að aukin harka og ofbeldi einkenni þau útköll sem þeir sinna og er tíðrætt um hversu mikil skiplögð glæpastarfsemi er orðin á Íslandi. Í skýrslu greiningardeildarinnar kemur fram að vart verði með fullnægjandi hætti tekist á við þann vanda að óbreyttu skipulagi og mannafla. „Hjá þessu embætti hefur lögreglumönnum fækkað eitthvað á milli fjörutíu og fimmtíu frá árinu 2008. Á sama tíma hefur verkefnum fjölgað gífurlega, í tugum prósenta,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá kemur fram í skýrslu tölum ríkislögreglustjóra að haldlagt magn af fíkniefnum var töluvert meira árið 2019 en árið á undan, þrátt fyrir að málin hafi verið færri. Magn amfetamíns hefur ekki verið meira frá árinu 2009. Þá hefur aldrei verið lagt hald á jafn mikið af kókaíni og á síðasta ári. „Það er komin aukin krafa um betri og nákvæmari rannsóknir. Það má segja það að álagið hafi aukist til muna,“ segir Ásgeir Þór. Kompás birtir í fyrramálið sláandi myndband þar sem lögreglumenn veita ölvuðum ökumanni eftirför Þá kemur fram í skýrslu tölum ríkislögreglustjóra að haldlagt magn af fíkniefnum var töluvert meira árið 2019 en árið á undan, þrátt fyrir að málin hafi verið færri. Magn amfetamíns hefur ekki verið meira frá árinu 2009. Þá hefur aldrei verið lagt hald á jafn mikið af kókaíni og á síðasta ári. „Það er komin aukin krafa um betri og nákvæmari rannsóknir. Það má segja það að álagið hafi aukist til muna,“ segir Ásgeir Þór. Í Kompás á Vísi í fyrramálið verður ítarlega farið yfir starfsaðstæður og stöðuna í löggæslumálum á Íslandi og birt sláandi myndband frá aðgerðum lögreglumanna þar sem ölvuðum ökumanni er veitt eftirför.
Kompás Lögreglan Tengdar fréttir Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00 Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00
Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00
Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54