Segir McTominay nútíma Robbie Savage: „Hann hleypur bara um og sparkar í menn“ Anton Ingi Leifsson skrifar 10. janúar 2020 14:15 McTominay í leiknum sem hann meiddist í. vísir/getty Paul Parker, fyrrum varnarmaður Manchester United, er ekki hrifinn af Scott McTominay, miðjumanni Rauðu djöflanna. McTominay hefur leikið afar vel á leiktíðinni en hann hefur leikið 21 leik á leiktíðinni. Hann hefur ekki spilað eftir meiðslin á hné gegn Newcastle á öðrum degi jóla. Þrátt fyrir fínar frammistöður McTominay á leiktíðinni eru ekki allir sáttir og þar á meðal er Paul Parker sem lék með liðinu frá 1991 til 1996. „Scott McTominay er gott dæmi um vandamálið. Hann hleypur bara um og sparkar í menn. Hann er nútíma Robbie Savage. Þú þarft meira en það,“ sagði Parker í samtali við Eurosport. 'McTominay is just a modern-day Robbie Savage' - Man Utd squad in need of 10 additions, says Parker https://t.co/0aKUAXIWZKpic.twitter.com/L6kUtCeOGL— Goal Nigeria (@GoalcomNigeria) January 9, 2020 „Ef fólk er að segja að United sakni McTominay þá eru það ekki alvöru stuðningsmenn. Ástæðan fyrir því að hann er meiddur er að hann reyndi að sparka í einhvern og meiddi sig sjálfur. Ef fólk heldur að það sé United þá erum við ekki á góðum stað.“ „Í hvert skipti sem Solskjær velur miðjumenn - já, segjum bara að ég er hissa að hann sé ekki orðinn sköllóttur því þetta hlýtur að fara illa með heilann á honum því það er enginn miðja hjá United.“ „Sama með hvaða miðjumenn hann spilar með þá er ekki víst að það virki. Ef þú ert að spila í fremstu víglínu þá veistu að þú ert ekki að fara fá boltann. Ef þú ert varnarmaður veistu að boltinn kemur strax til baka. Miðjan er vandamálið hjá United,“ sagði harðorður Parker. Savage var hins vegar fljótur til og svaraði Parker á Twitter-síðu sinni í gær. Þar segir hann að þetta sé bull. Savage hafi ekki verið nægilega góður fyrir United en að McTominay hafi verið besti leikmaður United á leiktíðinni. Nonsense, I wasn't good enough for United , he's proven he can get into team , hold his place down , be one of United's best players this season and missed when injured ! https://t.co/MRs7Xb0ZOK— Robbie Savage (@RobbieSavage8) January 9, 2020 Enski boltinn Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira
Paul Parker, fyrrum varnarmaður Manchester United, er ekki hrifinn af Scott McTominay, miðjumanni Rauðu djöflanna. McTominay hefur leikið afar vel á leiktíðinni en hann hefur leikið 21 leik á leiktíðinni. Hann hefur ekki spilað eftir meiðslin á hné gegn Newcastle á öðrum degi jóla. Þrátt fyrir fínar frammistöður McTominay á leiktíðinni eru ekki allir sáttir og þar á meðal er Paul Parker sem lék með liðinu frá 1991 til 1996. „Scott McTominay er gott dæmi um vandamálið. Hann hleypur bara um og sparkar í menn. Hann er nútíma Robbie Savage. Þú þarft meira en það,“ sagði Parker í samtali við Eurosport. 'McTominay is just a modern-day Robbie Savage' - Man Utd squad in need of 10 additions, says Parker https://t.co/0aKUAXIWZKpic.twitter.com/L6kUtCeOGL— Goal Nigeria (@GoalcomNigeria) January 9, 2020 „Ef fólk er að segja að United sakni McTominay þá eru það ekki alvöru stuðningsmenn. Ástæðan fyrir því að hann er meiddur er að hann reyndi að sparka í einhvern og meiddi sig sjálfur. Ef fólk heldur að það sé United þá erum við ekki á góðum stað.“ „Í hvert skipti sem Solskjær velur miðjumenn - já, segjum bara að ég er hissa að hann sé ekki orðinn sköllóttur því þetta hlýtur að fara illa með heilann á honum því það er enginn miðja hjá United.“ „Sama með hvaða miðjumenn hann spilar með þá er ekki víst að það virki. Ef þú ert að spila í fremstu víglínu þá veistu að þú ert ekki að fara fá boltann. Ef þú ert varnarmaður veistu að boltinn kemur strax til baka. Miðjan er vandamálið hjá United,“ sagði harðorður Parker. Savage var hins vegar fljótur til og svaraði Parker á Twitter-síðu sinni í gær. Þar segir hann að þetta sé bull. Savage hafi ekki verið nægilega góður fyrir United en að McTominay hafi verið besti leikmaður United á leiktíðinni. Nonsense, I wasn't good enough for United , he's proven he can get into team , hold his place down , be one of United's best players this season and missed when injured ! https://t.co/MRs7Xb0ZOK— Robbie Savage (@RobbieSavage8) January 9, 2020
Enski boltinn Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira