Segir McTominay nútíma Robbie Savage: „Hann hleypur bara um og sparkar í menn“ Anton Ingi Leifsson skrifar 10. janúar 2020 14:15 McTominay í leiknum sem hann meiddist í. vísir/getty Paul Parker, fyrrum varnarmaður Manchester United, er ekki hrifinn af Scott McTominay, miðjumanni Rauðu djöflanna. McTominay hefur leikið afar vel á leiktíðinni en hann hefur leikið 21 leik á leiktíðinni. Hann hefur ekki spilað eftir meiðslin á hné gegn Newcastle á öðrum degi jóla. Þrátt fyrir fínar frammistöður McTominay á leiktíðinni eru ekki allir sáttir og þar á meðal er Paul Parker sem lék með liðinu frá 1991 til 1996. „Scott McTominay er gott dæmi um vandamálið. Hann hleypur bara um og sparkar í menn. Hann er nútíma Robbie Savage. Þú þarft meira en það,“ sagði Parker í samtali við Eurosport. 'McTominay is just a modern-day Robbie Savage' - Man Utd squad in need of 10 additions, says Parker https://t.co/0aKUAXIWZKpic.twitter.com/L6kUtCeOGL— Goal Nigeria (@GoalcomNigeria) January 9, 2020 „Ef fólk er að segja að United sakni McTominay þá eru það ekki alvöru stuðningsmenn. Ástæðan fyrir því að hann er meiddur er að hann reyndi að sparka í einhvern og meiddi sig sjálfur. Ef fólk heldur að það sé United þá erum við ekki á góðum stað.“ „Í hvert skipti sem Solskjær velur miðjumenn - já, segjum bara að ég er hissa að hann sé ekki orðinn sköllóttur því þetta hlýtur að fara illa með heilann á honum því það er enginn miðja hjá United.“ „Sama með hvaða miðjumenn hann spilar með þá er ekki víst að það virki. Ef þú ert að spila í fremstu víglínu þá veistu að þú ert ekki að fara fá boltann. Ef þú ert varnarmaður veistu að boltinn kemur strax til baka. Miðjan er vandamálið hjá United,“ sagði harðorður Parker. Savage var hins vegar fljótur til og svaraði Parker á Twitter-síðu sinni í gær. Þar segir hann að þetta sé bull. Savage hafi ekki verið nægilega góður fyrir United en að McTominay hafi verið besti leikmaður United á leiktíðinni. Nonsense, I wasn't good enough for United , he's proven he can get into team , hold his place down , be one of United's best players this season and missed when injured ! https://t.co/MRs7Xb0ZOK— Robbie Savage (@RobbieSavage8) January 9, 2020 Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Sjá meira
Paul Parker, fyrrum varnarmaður Manchester United, er ekki hrifinn af Scott McTominay, miðjumanni Rauðu djöflanna. McTominay hefur leikið afar vel á leiktíðinni en hann hefur leikið 21 leik á leiktíðinni. Hann hefur ekki spilað eftir meiðslin á hné gegn Newcastle á öðrum degi jóla. Þrátt fyrir fínar frammistöður McTominay á leiktíðinni eru ekki allir sáttir og þar á meðal er Paul Parker sem lék með liðinu frá 1991 til 1996. „Scott McTominay er gott dæmi um vandamálið. Hann hleypur bara um og sparkar í menn. Hann er nútíma Robbie Savage. Þú þarft meira en það,“ sagði Parker í samtali við Eurosport. 'McTominay is just a modern-day Robbie Savage' - Man Utd squad in need of 10 additions, says Parker https://t.co/0aKUAXIWZKpic.twitter.com/L6kUtCeOGL— Goal Nigeria (@GoalcomNigeria) January 9, 2020 „Ef fólk er að segja að United sakni McTominay þá eru það ekki alvöru stuðningsmenn. Ástæðan fyrir því að hann er meiddur er að hann reyndi að sparka í einhvern og meiddi sig sjálfur. Ef fólk heldur að það sé United þá erum við ekki á góðum stað.“ „Í hvert skipti sem Solskjær velur miðjumenn - já, segjum bara að ég er hissa að hann sé ekki orðinn sköllóttur því þetta hlýtur að fara illa með heilann á honum því það er enginn miðja hjá United.“ „Sama með hvaða miðjumenn hann spilar með þá er ekki víst að það virki. Ef þú ert að spila í fremstu víglínu þá veistu að þú ert ekki að fara fá boltann. Ef þú ert varnarmaður veistu að boltinn kemur strax til baka. Miðjan er vandamálið hjá United,“ sagði harðorður Parker. Savage var hins vegar fljótur til og svaraði Parker á Twitter-síðu sinni í gær. Þar segir hann að þetta sé bull. Savage hafi ekki verið nægilega góður fyrir United en að McTominay hafi verið besti leikmaður United á leiktíðinni. Nonsense, I wasn't good enough for United , he's proven he can get into team , hold his place down , be one of United's best players this season and missed when injured ! https://t.co/MRs7Xb0ZOK— Robbie Savage (@RobbieSavage8) January 9, 2020
Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Sjá meira