Guðrún og Vilhjálmur kvödd í dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2020 09:15 Guðrún Ögmundsdóttir lést á gamlársdag og Vilhjálmur Einarsson þann 28. desember. Útfarir þeirra Guðrúnar Ögmundsdóttur og Vilhjálms Einarssonar fara fram í dag, báðar frá Hallgrímskirkju. Útför Guðrúnar hefst klukkan 11 og Vilhjálms klukkan 15 en þau féllu bæði frá í lok síðasta árs. Guðrún og Vilhjálmur voru bæði þjóðþekkt í lifanda lífi; Guðrún fyrir störf sín á vettvangi stjórnmálanna og Vilhjálmur fyrir íþróttaafrek sín. Þeirra hefur verið minnst með hlýhug, eins og sjá má á þeim tveimur opnum sem eru undirlagðar minningargreinum um þau tvö í Morgunblaðinu í dag. Guðrún sat á Alþingi fyrir Samfylkinguna frá 1999 til 2007 og gegndi hún embætti borgarfulltrúa frá 1992 til 1998. Þar áður hafði hún verið varaborgarfulltrúi. Frá því að Guðrún lauk störfum á þingi hafði hún starfað sem sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu og síðar sem tengiliður vegna vistheimila hjá dómsmálaráðuneytinu auk þess sem hún var formaður Unicef frá 2016 til 2018. Vilhjálmur lagði mikið af mörkum til íslenskra fræðslu- og æskulýðsmála, meðal annars sem skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum frá upphafi skólans 1979 til ársins 2001. Þá var hann meðal fræknustu íþróttamanna Íslendinga fyrr og síðar. Meðal annars vann hann til silfurverðlauna fyrstur Íslendinga á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956 og var 5 sinnum kjörinn íþróttamaður ársins. Andlát Tengdar fréttir Andlát: Vilhjálmur Einarsson Vilhjálmur er meðal fræknustu íþróttamanna Íslendinga fyrr og síðar. 29. desember 2019 15:48 Andlát: Guðrún Ögmundsdóttir Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður og borgarfulltrúi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gærmorgun. 1. janúar 2020 19:28 Með gleðina í lífinu sem ferðafélaga Fjöldi manna minnist Guðrúnar Ögmundsdóttur en hún naut fádæma vinsælda og virðingar samferðarmanna. 2. janúar 2020 11:15 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Útfarir þeirra Guðrúnar Ögmundsdóttur og Vilhjálms Einarssonar fara fram í dag, báðar frá Hallgrímskirkju. Útför Guðrúnar hefst klukkan 11 og Vilhjálms klukkan 15 en þau féllu bæði frá í lok síðasta árs. Guðrún og Vilhjálmur voru bæði þjóðþekkt í lifanda lífi; Guðrún fyrir störf sín á vettvangi stjórnmálanna og Vilhjálmur fyrir íþróttaafrek sín. Þeirra hefur verið minnst með hlýhug, eins og sjá má á þeim tveimur opnum sem eru undirlagðar minningargreinum um þau tvö í Morgunblaðinu í dag. Guðrún sat á Alþingi fyrir Samfylkinguna frá 1999 til 2007 og gegndi hún embætti borgarfulltrúa frá 1992 til 1998. Þar áður hafði hún verið varaborgarfulltrúi. Frá því að Guðrún lauk störfum á þingi hafði hún starfað sem sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu og síðar sem tengiliður vegna vistheimila hjá dómsmálaráðuneytinu auk þess sem hún var formaður Unicef frá 2016 til 2018. Vilhjálmur lagði mikið af mörkum til íslenskra fræðslu- og æskulýðsmála, meðal annars sem skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum frá upphafi skólans 1979 til ársins 2001. Þá var hann meðal fræknustu íþróttamanna Íslendinga fyrr og síðar. Meðal annars vann hann til silfurverðlauna fyrstur Íslendinga á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956 og var 5 sinnum kjörinn íþróttamaður ársins.
Andlát Tengdar fréttir Andlát: Vilhjálmur Einarsson Vilhjálmur er meðal fræknustu íþróttamanna Íslendinga fyrr og síðar. 29. desember 2019 15:48 Andlát: Guðrún Ögmundsdóttir Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður og borgarfulltrúi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gærmorgun. 1. janúar 2020 19:28 Með gleðina í lífinu sem ferðafélaga Fjöldi manna minnist Guðrúnar Ögmundsdóttur en hún naut fádæma vinsælda og virðingar samferðarmanna. 2. janúar 2020 11:15 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Andlát: Vilhjálmur Einarsson Vilhjálmur er meðal fræknustu íþróttamanna Íslendinga fyrr og síðar. 29. desember 2019 15:48
Andlát: Guðrún Ögmundsdóttir Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður og borgarfulltrúi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gærmorgun. 1. janúar 2020 19:28
Með gleðina í lífinu sem ferðafélaga Fjöldi manna minnist Guðrúnar Ögmundsdóttur en hún naut fádæma vinsælda og virðingar samferðarmanna. 2. janúar 2020 11:15