Flughált á veginum við Öxl: „Þetta hefði getað farið svo miklu verr“ Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2020 22:00 Slökkviliðið var kallað á vettvang með klippur. Ekki þurfti að beita þeim til þess að ná farþegum úr rútunni. aðsend Ingvar Sigurðsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavetninga segir það mikil mildi að ekki hafi farið verr þegar rúta valt nærri bænum Öxl skammt suðvestan af Blönduósi. Á fimmta tug háskólanema var í rútunni. Nemarnir voru á leið í skíðaferð á Akureyri þegar slysið varð á fimmta tímanum í dag. Allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu var sent á vettvang auk slökkviliðsbíla.Sjá einnig: Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valtÍ samtali við Vísi segir Ingvar slökkviliðið verið kallað út með klippur en hafi ekki þurft að beita þeim til þess að ná farþegum úr rútunni. Öxi er suðvestur af Blönduósi.Kortagrunnur af Map.is Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur og voru aðrir farþegar fluttir af vettvangi á fjöldahjálparstöð eða á sjúkrahúsið á Blönduósi. Í frétt á vef RÚV kemur fram að einn hafi verið fluttur frá þyrlunni í hjólastól, annar í sjúkrabörum og þriðji hafi gengið sjálfur frá þyrlunni. Þá hafa samhæfingarstöð og aðgerðastjórn á Sauðárkróki hafa lokið störfum vegna slyssins. Rannsókn er nú í höndum lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Ingvar segir mildi að ekki hafi farið verr enda séu aðstæður varhugaverðar. „Það var flughált á veginum og er enn. Það eru stórir flutningabílar og rútur að fara um í aðstæðum sem menn ættu ekki að vera í eða að minnsta kosti aka með gát,“ segir Ingvar. „Þetta hefði getað farið svo miklu verr.“ Hann brýnir fyrir ökumönnum að fara varlega enda færð á vegum víða slæm og því mikilvægt að sýna aðgát. Tugir björgunarsveita- og slökkviliðsmanna hjálpuðust að við verðmætabjörgun á vettvangi. Þar var tekið saman farangur og persónulegir munir farþega fluttir á Blönduós. Ingvar segir vinnu á vettvangi hafa gengið vel og frábært samstarf viðbragðsaðila úr öllum landshlutum hafi sýnt sig. Fréttin hefur verið uppfærð. Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu umferðarslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Um meiriháttar útkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 17:14 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Ingvar Sigurðsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavetninga segir það mikil mildi að ekki hafi farið verr þegar rúta valt nærri bænum Öxl skammt suðvestan af Blönduósi. Á fimmta tug háskólanema var í rútunni. Nemarnir voru á leið í skíðaferð á Akureyri þegar slysið varð á fimmta tímanum í dag. Allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu var sent á vettvang auk slökkviliðsbíla.Sjá einnig: Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valtÍ samtali við Vísi segir Ingvar slökkviliðið verið kallað út með klippur en hafi ekki þurft að beita þeim til þess að ná farþegum úr rútunni. Öxi er suðvestur af Blönduósi.Kortagrunnur af Map.is Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur og voru aðrir farþegar fluttir af vettvangi á fjöldahjálparstöð eða á sjúkrahúsið á Blönduósi. Í frétt á vef RÚV kemur fram að einn hafi verið fluttur frá þyrlunni í hjólastól, annar í sjúkrabörum og þriðji hafi gengið sjálfur frá þyrlunni. Þá hafa samhæfingarstöð og aðgerðastjórn á Sauðárkróki hafa lokið störfum vegna slyssins. Rannsókn er nú í höndum lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Ingvar segir mildi að ekki hafi farið verr enda séu aðstæður varhugaverðar. „Það var flughált á veginum og er enn. Það eru stórir flutningabílar og rútur að fara um í aðstæðum sem menn ættu ekki að vera í eða að minnsta kosti aka með gát,“ segir Ingvar. „Þetta hefði getað farið svo miklu verr.“ Hann brýnir fyrir ökumönnum að fara varlega enda færð á vegum víða slæm og því mikilvægt að sýna aðgát. Tugir björgunarsveita- og slökkviliðsmanna hjálpuðust að við verðmætabjörgun á vettvangi. Þar var tekið saman farangur og persónulegir munir farþega fluttir á Blönduós. Ingvar segir vinnu á vettvangi hafa gengið vel og frábært samstarf viðbragðsaðila úr öllum landshlutum hafi sýnt sig. Fréttin hefur verið uppfærð.
Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu umferðarslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Um meiriháttar útkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 17:14 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu umferðarslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Um meiriháttar útkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 17:14
Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42
Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44