Innlent

Páll Winkel vill verða ríkislögreglustjóri

Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Páll Winkel, fangelsismálastjóri.
Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Vísir/Baldur

Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. Það staðfesti hann við fréttastofu nú í kvöld. Hann hefur verið fangelsismálastjóri frá árinu 2007 þegar hann var skipaður af Birni Bjarnasyni, þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra. Áður hafði hann verið í aðstoðarríkislögreglustjóri.

Nú situr Kjartan Þorkelsson í embætti en gustað hefur um embætti ríkislögreglustóra síðustu mánuði sem endaði þannig að Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustóri lét af embætti nú um áramót. Ekki hefur verið opinberað hverjir sóttu um stöðu ríkislögreglustjóra en umsóknarfresturinn rann út í gærkvöldi.

Sjá einnig: Sigríður Björk sækist eftir embætti ríkislögreglustjóra

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur skipað hæfnisnefnd sem mun fara yfir umsóknir þeirra sem sækjast eftir embættinu og að endingu mun hún skipa í embættið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×