Veðrið kom aftan að Isavia og Icelandair Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 13. janúar 2020 12:15 Gríðarlega margir voru strandaglópar á Keflavíkurflugvelli í gær og nótt. Fjöldahjálparstöð var opnuð. Elín Margrét Böðvarsdóttir Um fjögur þúsund farþegar voru samankomnir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nótt eftir að norðan stormur setti áætlanir flugfélaga úr skorðum. Átján hundruð manns áttu bókað flug frá landinu og þá voru um 2.200 farþegar fastir í tíu þotum í allt að sex klukkustundir vegna hvassviðris. Þeir komust frá vélunum um klukkan hálf eitt í nótt og myndaðist þá á köflum nokkuð örtröð. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að aðstoða farþegana sem þurftu að bíða í nokkurn tíma áður en þeim var hleypt úr flugstöðinni því Reykjanesbrautin var ófær vegna veðurs og umferðarslyss. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Íþróttahúsinu í Keflavík á tíunda tímanum í gær og sváfu um 180 manns þar í nótt en fimm hundruð manns nýttu sé aðstoð þaðan. Klukkan ellefu í morgun voru allir farnir þaðan en farþegar voru leið til Bandaríkjanna og Knada og áttu flug klukkan tvö í dag að sögn upplýsingafulltrúa Icelanair. Þá ætlar flugfélagið að flýta flugi í dag vegna veðurspár og er gert ráð fyrir síðustu brottförum frá Kelfavíkurflugvelli í dag klukkan 16. Um er að ræða 10 brottfarir frá Keflavík og hafa upplýsingar um breytingarnar verið sendar á alla farþega. „Veðrið í gærkvöldi varð óvænt verra en spár gerðu ráð fyrir. Aðstæður voru erfiðar þar sem fólk sat fast í flugvélum og í flugstöðinni þar sem Reykjanesbrautin var lokuð. Við þökkum farþegum þolinmæðina í þessum óviðráðanlegu aðstæðum. Við viljum jafnframt þakka starfsfólki okkar og viðbragðsaðilum sem gerðu sitt besta að upplýsa farþega, skipuleggja aðgerðir, dreifa mat, drykkjum, teppum og útvega gistiaðstöðu. Þá sendi Icelandair mat fyrir 400 manns í hjálparmiðstöðina sem var sett upp í íþróttahúsinu í Reykjanesbæ,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, uppýsingafulltrúi Icelandair. Þessi fann sér næturstað við Tapað og fundið í flugstöðinni.Vísir „Sem betur fer þurftu ekki jafn margir að verja nóttinni þar og búist var við. Flestir fóru á hótel eða til síns heima þegar Reykjanesbrautin var opnuð á ný um miðnætti. Í samstarfi við Isavia, Rauða krossinn, Björgunarsveitir, Lögreglu og Reykjanesbæ, lögðust allir á eitt að greiða úr stöðunni. Allir farþegar Icelandair sem lentu í röskunum vegna veðursins í gær hafa verið endurbókaðir í ný flug og gert er ráð fyrir að flestir fari úr landi í dag,“ bætir Ásdís við. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavía segir einnig að óveðrið í gær hafi komið að óvörum. „Samkvæmt upplýsingum sem ég hef frá okkar fólki gerði spáin á laugardaginn og frameftir degi á sunnudeginum ekki ráð fyrir jafn miklum vindhraða og raun bar vitni og það var gert ráð fyrir að úrkoman yrði frekar slydda en snjókoma. Þetta var því nokkuð óvænt,“ segir Guðjón. Hann segir óalgent að svona ástand verði á flugvellinum þ.e. að þar sé svona mikill fjöldi. Gagnrýnt hefur verið hvað fólk þurfti að bíða lengi í flugvélunum. Guðjón segir Isavia fara eftir reglum. „Aðstæður í gær voru með þeim hætti að við gátum hvorki notað stigabíla eða landganga vegna veðurofsans,“ segir Guðjón. Það er spáð slæmu veðri á öllu landinu síðdegis. Guðjón segir að Isavia meti stöðuna í dag og biður fólk að fylgjast vel með flugáætlunum sem komi frá flugfélögum. „Það er mikilvægt fyrir ferðamenn að fylgjast vel með áætlunum flugfélaga til dæmis á vefsíðu Kelfavíkurflugvallar sem verða uppfærðar ef veður fer að hafa áhrif,“ segir Guðjón. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Strandaglóparnir hrifnir af samtakamætti Reykjanesbæjar: „Það var meira að segja vegan pizza“ Margir þeirra hefðu þó þegið betra upplýsingaflæði á Keflavíkurflugvelli. 13. janúar 2020 10:43 Landgöngubrýr teknar úr notkun í Keflavík vegna veðurs Aðstæður á Keflavíkurflugvelli eru erfiðar þessa stundina vegna veðurs. 12. janúar 2020 18:48 Farþegarnir lýsa „hryllilegri“ bið og„ógeðslegu“ ástandi þegar dyrnar voru opnaðar Björgunarsveitarmaður segir að alvarlegu ástandi hafi verið afstýrt. 13. janúar 2020 10:30 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Upplifði að hann hefði dáið eftir stunguárás í sumarbústað Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Sjá meira
Um fjögur þúsund farþegar voru samankomnir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nótt eftir að norðan stormur setti áætlanir flugfélaga úr skorðum. Átján hundruð manns áttu bókað flug frá landinu og þá voru um 2.200 farþegar fastir í tíu þotum í allt að sex klukkustundir vegna hvassviðris. Þeir komust frá vélunum um klukkan hálf eitt í nótt og myndaðist þá á köflum nokkuð örtröð. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að aðstoða farþegana sem þurftu að bíða í nokkurn tíma áður en þeim var hleypt úr flugstöðinni því Reykjanesbrautin var ófær vegna veðurs og umferðarslyss. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Íþróttahúsinu í Keflavík á tíunda tímanum í gær og sváfu um 180 manns þar í nótt en fimm hundruð manns nýttu sé aðstoð þaðan. Klukkan ellefu í morgun voru allir farnir þaðan en farþegar voru leið til Bandaríkjanna og Knada og áttu flug klukkan tvö í dag að sögn upplýsingafulltrúa Icelanair. Þá ætlar flugfélagið að flýta flugi í dag vegna veðurspár og er gert ráð fyrir síðustu brottförum frá Kelfavíkurflugvelli í dag klukkan 16. Um er að ræða 10 brottfarir frá Keflavík og hafa upplýsingar um breytingarnar verið sendar á alla farþega. „Veðrið í gærkvöldi varð óvænt verra en spár gerðu ráð fyrir. Aðstæður voru erfiðar þar sem fólk sat fast í flugvélum og í flugstöðinni þar sem Reykjanesbrautin var lokuð. Við þökkum farþegum þolinmæðina í þessum óviðráðanlegu aðstæðum. Við viljum jafnframt þakka starfsfólki okkar og viðbragðsaðilum sem gerðu sitt besta að upplýsa farþega, skipuleggja aðgerðir, dreifa mat, drykkjum, teppum og útvega gistiaðstöðu. Þá sendi Icelandair mat fyrir 400 manns í hjálparmiðstöðina sem var sett upp í íþróttahúsinu í Reykjanesbæ,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, uppýsingafulltrúi Icelandair. Þessi fann sér næturstað við Tapað og fundið í flugstöðinni.Vísir „Sem betur fer þurftu ekki jafn margir að verja nóttinni þar og búist var við. Flestir fóru á hótel eða til síns heima þegar Reykjanesbrautin var opnuð á ný um miðnætti. Í samstarfi við Isavia, Rauða krossinn, Björgunarsveitir, Lögreglu og Reykjanesbæ, lögðust allir á eitt að greiða úr stöðunni. Allir farþegar Icelandair sem lentu í röskunum vegna veðursins í gær hafa verið endurbókaðir í ný flug og gert er ráð fyrir að flestir fari úr landi í dag,“ bætir Ásdís við. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavía segir einnig að óveðrið í gær hafi komið að óvörum. „Samkvæmt upplýsingum sem ég hef frá okkar fólki gerði spáin á laugardaginn og frameftir degi á sunnudeginum ekki ráð fyrir jafn miklum vindhraða og raun bar vitni og það var gert ráð fyrir að úrkoman yrði frekar slydda en snjókoma. Þetta var því nokkuð óvænt,“ segir Guðjón. Hann segir óalgent að svona ástand verði á flugvellinum þ.e. að þar sé svona mikill fjöldi. Gagnrýnt hefur verið hvað fólk þurfti að bíða lengi í flugvélunum. Guðjón segir Isavia fara eftir reglum. „Aðstæður í gær voru með þeim hætti að við gátum hvorki notað stigabíla eða landganga vegna veðurofsans,“ segir Guðjón. Það er spáð slæmu veðri á öllu landinu síðdegis. Guðjón segir að Isavia meti stöðuna í dag og biður fólk að fylgjast vel með flugáætlunum sem komi frá flugfélögum. „Það er mikilvægt fyrir ferðamenn að fylgjast vel með áætlunum flugfélaga til dæmis á vefsíðu Kelfavíkurflugvallar sem verða uppfærðar ef veður fer að hafa áhrif,“ segir Guðjón.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Strandaglóparnir hrifnir af samtakamætti Reykjanesbæjar: „Það var meira að segja vegan pizza“ Margir þeirra hefðu þó þegið betra upplýsingaflæði á Keflavíkurflugvelli. 13. janúar 2020 10:43 Landgöngubrýr teknar úr notkun í Keflavík vegna veðurs Aðstæður á Keflavíkurflugvelli eru erfiðar þessa stundina vegna veðurs. 12. janúar 2020 18:48 Farþegarnir lýsa „hryllilegri“ bið og„ógeðslegu“ ástandi þegar dyrnar voru opnaðar Björgunarsveitarmaður segir að alvarlegu ástandi hafi verið afstýrt. 13. janúar 2020 10:30 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Upplifði að hann hefði dáið eftir stunguárás í sumarbústað Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Sjá meira
Strandaglóparnir hrifnir af samtakamætti Reykjanesbæjar: „Það var meira að segja vegan pizza“ Margir þeirra hefðu þó þegið betra upplýsingaflæði á Keflavíkurflugvelli. 13. janúar 2020 10:43
Landgöngubrýr teknar úr notkun í Keflavík vegna veðurs Aðstæður á Keflavíkurflugvelli eru erfiðar þessa stundina vegna veðurs. 12. janúar 2020 18:48
Farþegarnir lýsa „hryllilegri“ bið og„ógeðslegu“ ástandi þegar dyrnar voru opnaðar Björgunarsveitarmaður segir að alvarlegu ástandi hafi verið afstýrt. 13. janúar 2020 10:30