Segir að nú muni Barcelona spila aftur „Barca fótbolta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2020 09:30 Quique Setien að stýra liði Real Betis þar sem hann gerði flotta hluti. Ræður hann við pressuna hjá Barcelona? Getty/ David S. Bustamante Barcelona skipti um þjálfara í gær, rak Ernesto Valverde og réði í staðinn hinn 61 árs gamla Quique Setien. Ernesto Valverde hefur náð fínum árangri með Barcelona en það dugði þó ekki til að halda starfinu. Tapið á móti Liverpool í Meistaradeildinni síðasta vor og töp á móti Athletic Bilbao, Granada og Levante í spænsku deildinni í vetur gerðum honum enga greiða. En hver er þessi eftirmaður hans? Quique Setien er kannski mun þekktari á Spáni en utan Spánar. Hann hefur náð flottum árangri með nokkur lið á Spáni en þetta er fyrsta tækifæri hans hjá einum af stóru klúbbunum. Því ekki að taka þá stóra stökkið og taka við einu stærsta félagi heims. Ernesto Valverde Quique Setien It's all change in the Barcelona dugout.https://t.co/m58413nElNpic.twitter.com/KHKyLpxLIM— BBC Sport (@BBCSport) January 14, 2020 Quique Setien þjálfaði lengst lið í neðri deildunum á Spáni en gerði síðan frábæra hluti með Las Palmas. Undir hans stjórn náði liðið ellefta sæti sem var besti árangur liðsins í fjóra áratugi. Setien gerði einnig frábæra hluti með lið Real Betis en á sínu fyrsta tímabili náði liðið sjötta sætinu og komst í Evrópudeildina. Setien stýrði Betis liðinu meðal annars til sigurs á móti liðum eins og Barcelona, Real Madrid og Atletico Madrid á tveimur tímabilum sínum með liðið. The Barca job is tough. pic.twitter.com/F7gl7MsXm4— B/R Football (@brfootball) January 13, 2020 Quique Setien hætti hjá Real Betis í sumar en hann hafði fyrst verið orðaður við Barcelona í janúar 2019. Nú kom kallið og Setien gerði tveggja og hálfs árs samning við Barcelona. Andy West, blaðamaður og sérfræðingur í spænska fótboltanum, sér breytingu framundan á leikstíl Barcelona liðsins með ráðningu Quique Setien. „Setien er heittrúaður fylgismaður Cruyff fótboltans. Frá þessari stundu þá mun Barcelona spila aftur „Barca fótbolta“,“ sagði Andy West við breska ríkisútvarpið. Spænski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Barcelona skipti um þjálfara í gær, rak Ernesto Valverde og réði í staðinn hinn 61 árs gamla Quique Setien. Ernesto Valverde hefur náð fínum árangri með Barcelona en það dugði þó ekki til að halda starfinu. Tapið á móti Liverpool í Meistaradeildinni síðasta vor og töp á móti Athletic Bilbao, Granada og Levante í spænsku deildinni í vetur gerðum honum enga greiða. En hver er þessi eftirmaður hans? Quique Setien er kannski mun þekktari á Spáni en utan Spánar. Hann hefur náð flottum árangri með nokkur lið á Spáni en þetta er fyrsta tækifæri hans hjá einum af stóru klúbbunum. Því ekki að taka þá stóra stökkið og taka við einu stærsta félagi heims. Ernesto Valverde Quique Setien It's all change in the Barcelona dugout.https://t.co/m58413nElNpic.twitter.com/KHKyLpxLIM— BBC Sport (@BBCSport) January 14, 2020 Quique Setien þjálfaði lengst lið í neðri deildunum á Spáni en gerði síðan frábæra hluti með Las Palmas. Undir hans stjórn náði liðið ellefta sæti sem var besti árangur liðsins í fjóra áratugi. Setien gerði einnig frábæra hluti með lið Real Betis en á sínu fyrsta tímabili náði liðið sjötta sætinu og komst í Evrópudeildina. Setien stýrði Betis liðinu meðal annars til sigurs á móti liðum eins og Barcelona, Real Madrid og Atletico Madrid á tveimur tímabilum sínum með liðið. The Barca job is tough. pic.twitter.com/F7gl7MsXm4— B/R Football (@brfootball) January 13, 2020 Quique Setien hætti hjá Real Betis í sumar en hann hafði fyrst verið orðaður við Barcelona í janúar 2019. Nú kom kallið og Setien gerði tveggja og hálfs árs samning við Barcelona. Andy West, blaðamaður og sérfræðingur í spænska fótboltanum, sér breytingu framundan á leikstíl Barcelona liðsins með ráðningu Quique Setien. „Setien er heittrúaður fylgismaður Cruyff fótboltans. Frá þessari stundu þá mun Barcelona spila aftur „Barca fótbolta“,“ sagði Andy West við breska ríkisútvarpið.
Spænski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira