Einelti á vinnustað hefur meiri líkamleg áhrif en áður var talið Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. janúar 2020 16:00 Samkvæmt rannsókninni sögðust 8-13% starfsmanna hafa upplifað einelti í vinnunni. Vísir/Getty Það hefur lengi verið vitað að áhrif eineltis geta verið mikil og langvarandi á andlega heilsu. Þetta á hvoru tveggja við einelti sem fólk verður fyrir í æsku eða sem fullorðið fólk í atvinnulífinu. Þá hefur verið talað um að líkamleg áhrif svipi oft til kvíða- og streitueinkenna, s.s. lystarleysi, ofát, svefntruflanir, magaverkir og fleira. Nú hafa rannsóknir sýnt að áhrif eineltis í vinnu hefur meiri áhrif á líkamlega heilsu en áður var vitað. Nýverið greindi BBC frá því að einelti í vinnunni leitt til þess að líkur á hjartavandamálum aukast og meiri líkur eru á að fólk fái sykursýki 2. Í rannsókn sem gerð var í háskólanum í Kaupmannahöfn voru gögn tæplega 80.000 einstaklinga í Svíþjóð og Danmörku skoðuð. Einstaklingarnir voru bæði karlar og konur á aldrinum 18-65 ára. Spurt var hvort viðkomandi einstaklingar hefðu upplifað einelti í vinnu. Síðan voru heilsufarsupplýsingar um viðkomandi skoðaðar og fylgst með þeim í fjögur ár. European Heart Journal birti niðurstöður rannsóknarinnar árið 2018. Því meira einelti, því meiri líkur á heilsubresti Samkvæmt rannsókninni sögðust 8-13% starfsmanna hafa upplifað einelti í vinnunni. Heilsufarsupplýsingar viðkomandi mældust síðan þannig að hjá þessum einstaklingum voru 59% meiri líkur á að viðkomandi myndi glíma við hjartavandamál síðar á ævinni, jafnvel hjartaáfall. Því meira eða oftar sem viðkomandi hafði upplifað einelti, því meiri mældust líkurnar. Það sama gilti um bæði konur og karlmenn. Meiri líkur á hjartavandamálum voru þó ekki einu áhrifin á líkamlega heilsu því rannsóknin sýndi sömu fylgni þegar kom að líkum þess að einstaklingur þrói með sér sykursýki 2, eða áunna sykursýki. Þar sýndu niðurstöður að 46% meiri líkur væru á að einstaklingar sem höfðu upplifað einelti í vinnu, myndu fá sykursýki 2 næsta áratug á eftir. Á vefsíðu Vinnueftirlitsins má finna upplýsingar um viðbrögð við einelti á vinnustöðum og þar segir m.a.: ,,Mikilvægt er að starfsmaður, sem orðið hefur fyrir einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustað eða hefur vitneskju um slíkt, upplýsi atvinnurekanda eða vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins, svo hægt sé að bregðast við eins fljótt og kostur er.“ Heilsa Vinnumarkaður Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira
Það hefur lengi verið vitað að áhrif eineltis geta verið mikil og langvarandi á andlega heilsu. Þetta á hvoru tveggja við einelti sem fólk verður fyrir í æsku eða sem fullorðið fólk í atvinnulífinu. Þá hefur verið talað um að líkamleg áhrif svipi oft til kvíða- og streitueinkenna, s.s. lystarleysi, ofát, svefntruflanir, magaverkir og fleira. Nú hafa rannsóknir sýnt að áhrif eineltis í vinnu hefur meiri áhrif á líkamlega heilsu en áður var vitað. Nýverið greindi BBC frá því að einelti í vinnunni leitt til þess að líkur á hjartavandamálum aukast og meiri líkur eru á að fólk fái sykursýki 2. Í rannsókn sem gerð var í háskólanum í Kaupmannahöfn voru gögn tæplega 80.000 einstaklinga í Svíþjóð og Danmörku skoðuð. Einstaklingarnir voru bæði karlar og konur á aldrinum 18-65 ára. Spurt var hvort viðkomandi einstaklingar hefðu upplifað einelti í vinnu. Síðan voru heilsufarsupplýsingar um viðkomandi skoðaðar og fylgst með þeim í fjögur ár. European Heart Journal birti niðurstöður rannsóknarinnar árið 2018. Því meira einelti, því meiri líkur á heilsubresti Samkvæmt rannsókninni sögðust 8-13% starfsmanna hafa upplifað einelti í vinnunni. Heilsufarsupplýsingar viðkomandi mældust síðan þannig að hjá þessum einstaklingum voru 59% meiri líkur á að viðkomandi myndi glíma við hjartavandamál síðar á ævinni, jafnvel hjartaáfall. Því meira eða oftar sem viðkomandi hafði upplifað einelti, því meiri mældust líkurnar. Það sama gilti um bæði konur og karlmenn. Meiri líkur á hjartavandamálum voru þó ekki einu áhrifin á líkamlega heilsu því rannsóknin sýndi sömu fylgni þegar kom að líkum þess að einstaklingur þrói með sér sykursýki 2, eða áunna sykursýki. Þar sýndu niðurstöður að 46% meiri líkur væru á að einstaklingar sem höfðu upplifað einelti í vinnu, myndu fá sykursýki 2 næsta áratug á eftir. Á vefsíðu Vinnueftirlitsins má finna upplýsingar um viðbrögð við einelti á vinnustöðum og þar segir m.a.: ,,Mikilvægt er að starfsmaður, sem orðið hefur fyrir einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustað eða hefur vitneskju um slíkt, upplýsi atvinnurekanda eða vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins, svo hægt sé að bregðast við eins fljótt og kostur er.“
Heilsa Vinnumarkaður Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf