Real Madrid komst á topp spænsku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri á Sevilla á heimavelli í dag.
Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro skoraði bæði mörk Real Madrid í leiknum.
Það fyrra kom á 57. mínútu en Luuk de Jong jafnaði fyrir gestina sjö mínútum síðar.
Á 69. mínútu skoraði Casemiro sigurmark Real Madrid með skalla eftir fyrirgjöf Lucas Vásquez.
Barcelona getur endurheimt toppsætið með sigri á Granada á morgun.
Sevilla er í 4. sæti deildarinnar með 35 stig, átta stigum á eftir Real Madrid.
