Markmiðið að koma litla kópnum sem fyrst aftur út í sjó Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. janúar 2020 19:45 Talið er að kópurinn sé af tegundinni Hringanóri. Hann er tæp átta kíló og um 60 sentímetrar. Lítill kópur sem fannst illa haldinn á Suðurnesjum í morgun hefst nú við í Húsdýragarðinum. Markmiðið er að koma honum sem fyrst aftur heim í sjóinn. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því á Facebook síðu sinni í dag að hún hafi í morgun fundið kóp í umdæminu. Móðirin hafi hvergi verið sjáanleg og því hafi samband verið haft við Húsdýragarðinn. Kópurinn var fluttur í garðinn og kom þangað síðdegis í dag. „Þessi kópur var nú bara að koma í hús og virtist nú vera aðframkominn, líklegast er þetta hringanóri, “ segir Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.Vísir/Sigurjón Kópurinn er tæp átta kíló og um 60 sentímetrar. „Hann var aumur þegar hann kom, blautur og kaldur,“ segir Þorkell. Viðbrögð við færslu lögreglunnar voru misjöfn. Margir sögðu að ekki hafi verið rétt hjá lögreglunni að taka kópinn í burtu, móðir hans gæti hafa verið í grenndinni. Þessar raddir virðast þó hafa talið að um væri að ræða útsel en algengt er að mæður af þeirri tegund skilji þá eftir um stund á meðan þær fara að veiða. Þorkell segist vera nokkuð viss um að um ræði hringanóra en hringanóri er algengur flækingur við Íslands, sérlega á Norðurlandi. „Landselir sem er algengasti selurinn hérna þeir kæpa á vorin og sumrin og útselurinn á haustin,“ segir Þorkell. Hlúð verði að kópnum í dýragarðinum og svo metið hvert framhaldið verður. „Svo er náttúrulega markmiðið að koma honum sem fyrst aftur út í sjó,“ segir Þorkell. Dýr Reykjanesbær Tengdar fréttir Kópur frá Suðurnesjum fær hjálp í Húsdýragarðinum Lögreglan á Suðurnesjum fann krúttlegan kóp í umdæminu fyrr í dag og var móðir hans hvergi sjáanleg. 17. janúar 2020 13:51 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira
Lítill kópur sem fannst illa haldinn á Suðurnesjum í morgun hefst nú við í Húsdýragarðinum. Markmiðið er að koma honum sem fyrst aftur heim í sjóinn. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því á Facebook síðu sinni í dag að hún hafi í morgun fundið kóp í umdæminu. Móðirin hafi hvergi verið sjáanleg og því hafi samband verið haft við Húsdýragarðinn. Kópurinn var fluttur í garðinn og kom þangað síðdegis í dag. „Þessi kópur var nú bara að koma í hús og virtist nú vera aðframkominn, líklegast er þetta hringanóri, “ segir Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.Vísir/Sigurjón Kópurinn er tæp átta kíló og um 60 sentímetrar. „Hann var aumur þegar hann kom, blautur og kaldur,“ segir Þorkell. Viðbrögð við færslu lögreglunnar voru misjöfn. Margir sögðu að ekki hafi verið rétt hjá lögreglunni að taka kópinn í burtu, móðir hans gæti hafa verið í grenndinni. Þessar raddir virðast þó hafa talið að um væri að ræða útsel en algengt er að mæður af þeirri tegund skilji þá eftir um stund á meðan þær fara að veiða. Þorkell segist vera nokkuð viss um að um ræði hringanóra en hringanóri er algengur flækingur við Íslands, sérlega á Norðurlandi. „Landselir sem er algengasti selurinn hérna þeir kæpa á vorin og sumrin og útselurinn á haustin,“ segir Þorkell. Hlúð verði að kópnum í dýragarðinum og svo metið hvert framhaldið verður. „Svo er náttúrulega markmiðið að koma honum sem fyrst aftur út í sjó,“ segir Þorkell.
Dýr Reykjanesbær Tengdar fréttir Kópur frá Suðurnesjum fær hjálp í Húsdýragarðinum Lögreglan á Suðurnesjum fann krúttlegan kóp í umdæminu fyrr í dag og var móðir hans hvergi sjáanleg. 17. janúar 2020 13:51 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira
Kópur frá Suðurnesjum fær hjálp í Húsdýragarðinum Lögreglan á Suðurnesjum fann krúttlegan kóp í umdæminu fyrr í dag og var móðir hans hvergi sjáanleg. 17. janúar 2020 13:51