Einnig verður rætt við settan ríkislögreglustjóra sem mætti sinn fyrsta dag til vinnu hjá embættinu í dag. Fjallað verður áfram um skógareldana sem geisa enn í Ástralíu og rætt við Íslending sem búsettur er á svæðinu.
Við förum líka á kynningarfund Veganúar í Bíó Paradís þar sem fólk er hvatt til að vera vegan í heilan mánuð.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.