Lallana fær hærri laun en Sadio Mané Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 11:00 Sadio Mane og Adam Lallana. Mane er einn besti leikmaður Liverpool en Lallana er í aukahlutverki. Lallana fær samt 1,6 milljónum meira útborgað í viku hverri. Getty/Matteo Bottanelli Liverpool greiðir leikmönnum sínum 110 millónir punda í laun á hverju ári eða 17,7 milljarða íslenskra króna. Sportrac hefur tekið saman laun allra leikmanna Liverpool liðsins og þar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Það kemur engum á óvart að Mohamed Salah sé launahæsti leikmaður Liverpool liðsins en margir lykilmenn liðsins eru aftur á móti mun neðar á launalistanum. Hér er þó aðeins á ferðinni hráar launagreiðslur sem leikmenn fá frá félaginu en þar teljast ekki með bónusgreiðslur eða auglýsingasamningar leikmanna. Leikmenn vinna sér oft inn mikla peninga frá styrktaraðilum eða í gegnum auglýsingasamninga. Gott gengi Liverpool liðsins að undanförnu þýðir líka að leikmenn Liverpool ættu að vera fá veglega bónusa ofan á launin sín. Alexander-Arnold - £40,000-per-week Robertson - £50,000-per-week Salah - £200,000-per-week The awkward moment when Mane realises Lallana is getting paid more than him https://t.co/hulsArZCzT— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 5, 2020 Egyptinn Mohamed Salah fær tvö hundruð þúsund pund í vikulaun eða meira en 32 milljónir íslenskra króna. Næstlaunahæstu leikmenn Liverpool liðsins eru þeir og með 180 þúsund pund í vikulaun en það gera 28,9 milljónir í íslenskum krónum. Það þarf að fara niður í níunda sætið til að finna Sadio Mané sem fær í viku verri aðeins helminginn af því sem Salah fær. Mané er með hundrað þúsund pund í vikulaun eða sextán milljónir íslenskra króna. Leikmenn Liverpool sem fá hærri laun en Mané eru þeir Mohamed Salah (200 þúsund pund á viku), Roberto Firmino (180 þúsund pund), Virgil Van Dijk (180 þúsund pund), Jordan Henderson (140 þúsund pund), James Milner (140 þúsund pund), Naby Keita (120 þúsund pund) og Alex Oxlade-Chamberlain (120 þúsund pund). Adam Lallana fær síðan tíu þúsund pundum meira á viku en Mané eða 1,6 milljónum meira í viku hverri. Það eru fleiri lykilmenn Liverpool sem eru að fá mun minna eins og bakverðirnir Andrew Robertson og Tren Alexander-Arnold sem eru samanalagt með „aðeins“ 90 þúsund pund á viku. Andrew Robertson fær 50 þúsund pund í vikulaun en Alexander-Arnold 40 þúsund pund. Miðað við frammistöðu þeirra síðustu misseri eiga þeir örugglega von á því að fá betri samning. Annar sem gæti líka fengið launahækkun er miðvörðurinn Joe Gomez sem er með 28 þúsund pund í vikulaun. Hér má sjá laun allra leikmanna Liverpool samkvæmt samantekt Sportrac. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Sjá meira
Liverpool greiðir leikmönnum sínum 110 millónir punda í laun á hverju ári eða 17,7 milljarða íslenskra króna. Sportrac hefur tekið saman laun allra leikmanna Liverpool liðsins og þar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Það kemur engum á óvart að Mohamed Salah sé launahæsti leikmaður Liverpool liðsins en margir lykilmenn liðsins eru aftur á móti mun neðar á launalistanum. Hér er þó aðeins á ferðinni hráar launagreiðslur sem leikmenn fá frá félaginu en þar teljast ekki með bónusgreiðslur eða auglýsingasamningar leikmanna. Leikmenn vinna sér oft inn mikla peninga frá styrktaraðilum eða í gegnum auglýsingasamninga. Gott gengi Liverpool liðsins að undanförnu þýðir líka að leikmenn Liverpool ættu að vera fá veglega bónusa ofan á launin sín. Alexander-Arnold - £40,000-per-week Robertson - £50,000-per-week Salah - £200,000-per-week The awkward moment when Mane realises Lallana is getting paid more than him https://t.co/hulsArZCzT— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 5, 2020 Egyptinn Mohamed Salah fær tvö hundruð þúsund pund í vikulaun eða meira en 32 milljónir íslenskra króna. Næstlaunahæstu leikmenn Liverpool liðsins eru þeir og með 180 þúsund pund í vikulaun en það gera 28,9 milljónir í íslenskum krónum. Það þarf að fara niður í níunda sætið til að finna Sadio Mané sem fær í viku verri aðeins helminginn af því sem Salah fær. Mané er með hundrað þúsund pund í vikulaun eða sextán milljónir íslenskra króna. Leikmenn Liverpool sem fá hærri laun en Mané eru þeir Mohamed Salah (200 þúsund pund á viku), Roberto Firmino (180 þúsund pund), Virgil Van Dijk (180 þúsund pund), Jordan Henderson (140 þúsund pund), James Milner (140 þúsund pund), Naby Keita (120 þúsund pund) og Alex Oxlade-Chamberlain (120 þúsund pund). Adam Lallana fær síðan tíu þúsund pundum meira á viku en Mané eða 1,6 milljónum meira í viku hverri. Það eru fleiri lykilmenn Liverpool sem eru að fá mun minna eins og bakverðirnir Andrew Robertson og Tren Alexander-Arnold sem eru samanalagt með „aðeins“ 90 þúsund pund á viku. Andrew Robertson fær 50 þúsund pund í vikulaun en Alexander-Arnold 40 þúsund pund. Miðað við frammistöðu þeirra síðustu misseri eiga þeir örugglega von á því að fá betri samning. Annar sem gæti líka fengið launahækkun er miðvörðurinn Joe Gomez sem er með 28 þúsund pund í vikulaun. Hér má sjá laun allra leikmanna Liverpool samkvæmt samantekt Sportrac.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Sjá meira