Leik Peterborough Phantoms og Telford Tigers í ensku íshokkídeildinni í gær seinkaði um 15 mínútur.
Ástæðan var nokkuð skondin. Einn dómara leiksins, Richard Belfitt, gleymdi buxunum sínum heima. Leiknum var því seinkað um stundarfjórðung svo Belfitt gæti reddað sér buxum til að dæma í.
We have three of our four match officials on the ice. Presumably, Mr Belfitt didn't want to ref the game in his underwear. #PPvTT#GoPhantoms
— Peterborough Phantoms (@GoPhantoms) January 5, 2020
Dómarar í íshokkí eru í sérstökum svörtum buxum með púðum, enda margt þægilegra en að fá pökkinn í sig.
„Við sáum allir broslegu hliðina á þessu. Það fyndna við þetta var að við vorum aðeins of seinir í upphitun og dómararnir hótuðu okkur refsingu ef við værum ekki farnir af ísnum á réttum tíma,“ sagði Tom Norton, varnarmaður Peterborough.
„Þetta var pirrandi, við vorum búnir að hita upp og tilbúnir, en svona hlutir gerast og þetta var bara fyndið.“
Telford vann leikinn, 8-6. Þetta var þriðja tap Peterborough í röð.