Vilja heimta kvótann úr höndum hinna ofurríku Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2020 10:21 Ögmundur og Gunnar Smári. Hafa nú tekið höndum saman. Og vilja kvótann heim. Visir/Gulli Helgason Við þurfum að horfa á það núna hvernig þetta kerfi hefur farið með okkur. Hvernig það hefur farið með íslenskt samfélag,“ segir Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra. Rætt var við Ögmund og Gunnar Smára Egilsson blaðamann í Bítinu í morgun þar sem fjallað var um kvótakerfið umdeilda en efnt hefur verið til sérstaks fundar um það fyrirbæri sem haldinn verður í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu á laugardaginn klukkan 12. Einskis að vænta frá þinginu Fundurinn er undir yfirskriftinni Kvótann heim. Kannski ólíklegir félagar en markmið þeirra er hið sama: Þeir vilja taka kvótakerfið og allt það fyrirkomulag til gagngerrar endurskoðunar. Ögmundur segir að ýmislegt hafi orðið til að minna á kvótakerfið að undanförnu, kannski ekki síst Samherjamálið. „Hvað er að gerast suður í Namibíu? Og í gegnum þann spegil sjáum við aflandsfélögin, skattaskjólin … við sjáum hvernig peningarnir hafa verið sogaðir upp úr sjónum og færðir á staði sem gagnast ekki íslensku samfélagi. Það er þetta sem við erum að horfa til.“ Þetta er í sjálfu sér ekki ný umræða. Gunnar Smári segir ekki vænlegt að horfa til þingsins og vænta þess að þaðan spretti einhverjar breytingar. Hann segir mikinn meirihluta almennings andsnúinn þessu kerfi. „Við búum í lýðræðisríki. Og ef þjóðin sameinast, notar samtakamátt sinn til að knýja á um sinn vilja þá nær þjóðin því fram.“ Pólitíkin í sérhagsmunagæslu Gunnar Smári segir blasa við að innviðauppbygging landsins hafi farið fram meðan auðlindirnar voru í eigu þjóðarinnar og nýttar sem slíkar með félagslegum rekstri. Hann nefnir dæmi, að bæjarstjórn Reykjavíkur hafi undir stjórn Sjálfstæðismanna byggt upp hitaveitu Reykjavíkur á uppbyggingarárum. Við sáum stærstu orkuskipti á síðustu öld í heiminum. Gerðum það glæsilega í félagslegum rekstri. „Ef þú myndir spyrja grasrót Sjálfstæðisflokksins í dag: Hvort viltu hafa orkufyrirtækin svipuð og hitaveitan var 1950 til 1980 eða eins og HS Orka er í dag? Hvar viltu hafa forræðið í ákvarðanatöku í orkumálum? Grasrótin mun segja félagslegan rekstur á grunnkerfum samfélagsins. Kvótakerfið er grunnkerfi samfélagsins, við viljum hafa það í félagslegum rekstri til að þjóna hagsmunum almennings. Ef þú hins vegar spyrð forystu Sjálfstæðisflokksins sem er sokkin í hagsmunagæslu fyrir hina ofurríku þá svara þau: Við viljum endilega HS Orku og helst að selja Orkuveituna á morgun,“ segir Gunnar Smári meðal annars. Bítið Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Við þurfum að horfa á það núna hvernig þetta kerfi hefur farið með okkur. Hvernig það hefur farið með íslenskt samfélag,“ segir Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra. Rætt var við Ögmund og Gunnar Smára Egilsson blaðamann í Bítinu í morgun þar sem fjallað var um kvótakerfið umdeilda en efnt hefur verið til sérstaks fundar um það fyrirbæri sem haldinn verður í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu á laugardaginn klukkan 12. Einskis að vænta frá þinginu Fundurinn er undir yfirskriftinni Kvótann heim. Kannski ólíklegir félagar en markmið þeirra er hið sama: Þeir vilja taka kvótakerfið og allt það fyrirkomulag til gagngerrar endurskoðunar. Ögmundur segir að ýmislegt hafi orðið til að minna á kvótakerfið að undanförnu, kannski ekki síst Samherjamálið. „Hvað er að gerast suður í Namibíu? Og í gegnum þann spegil sjáum við aflandsfélögin, skattaskjólin … við sjáum hvernig peningarnir hafa verið sogaðir upp úr sjónum og færðir á staði sem gagnast ekki íslensku samfélagi. Það er þetta sem við erum að horfa til.“ Þetta er í sjálfu sér ekki ný umræða. Gunnar Smári segir ekki vænlegt að horfa til þingsins og vænta þess að þaðan spretti einhverjar breytingar. Hann segir mikinn meirihluta almennings andsnúinn þessu kerfi. „Við búum í lýðræðisríki. Og ef þjóðin sameinast, notar samtakamátt sinn til að knýja á um sinn vilja þá nær þjóðin því fram.“ Pólitíkin í sérhagsmunagæslu Gunnar Smári segir blasa við að innviðauppbygging landsins hafi farið fram meðan auðlindirnar voru í eigu þjóðarinnar og nýttar sem slíkar með félagslegum rekstri. Hann nefnir dæmi, að bæjarstjórn Reykjavíkur hafi undir stjórn Sjálfstæðismanna byggt upp hitaveitu Reykjavíkur á uppbyggingarárum. Við sáum stærstu orkuskipti á síðustu öld í heiminum. Gerðum það glæsilega í félagslegum rekstri. „Ef þú myndir spyrja grasrót Sjálfstæðisflokksins í dag: Hvort viltu hafa orkufyrirtækin svipuð og hitaveitan var 1950 til 1980 eða eins og HS Orka er í dag? Hvar viltu hafa forræðið í ákvarðanatöku í orkumálum? Grasrótin mun segja félagslegan rekstur á grunnkerfum samfélagsins. Kvótakerfið er grunnkerfi samfélagsins, við viljum hafa það í félagslegum rekstri til að þjóna hagsmunum almennings. Ef þú hins vegar spyrð forystu Sjálfstæðisflokksins sem er sokkin í hagsmunagæslu fyrir hina ofurríku þá svara þau: Við viljum endilega HS Orku og helst að selja Orkuveituna á morgun,“ segir Gunnar Smári meðal annars.
Bítið Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira