Real Madrid er komið í úrslitaleik Ofurbikarsins í spænska boltanum en keppnin fer fram í Sádi-Arabíu.
Real vann 3-1 sigur á Valencia í undanúrslitaleiknum í kvöld en Real var 2-0 yfir í hálfleik.
Toni Kroos skoraði fyrsta markið á fimmtándu mínútu og á 39. mínútu tvöfaldaði Isco forystuna.
Luka Modric skoraði svo þriðja og síðasta mark Rea lá 65. mínútu með glæsilegu utanfótarskoti.
Dani Parejo minnkaði muninn úr vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að dæmd var hendi á Sergio Ramos. Lokatölur 3-1.
Luka Modrić has equalled his career-best goal-scoring tally across all competitions whilst playing for a club in Europe's top five leagues.
— Squawka Football (@Squawka) January 8, 2020
2011/12: 40 games. 5 goals (Spurs)
2019/20: 19 games, 5 goals (Real Madrid)
Next stop: double figures. pic.twitter.com/NNKfqgAGH0
Barcelona spilar gegn Atletico Madrid á morgun og þá ræðst hvaða lið mætir Real í úrslitaleiknum.