Flug liggur niðri og vegum víða lokað Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2020 08:56 Engar flugvélar hafa farið um Reykjavíkurflugvöll í morgun. Vísir/Vilhelm Nær allt flug liggur nú niðri á landinu, bæði innanlands- og millilandaflug, vegna veðurs. Vetrarfærð er á mestöllu landinu og víða hefur vegum verið lokað. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi víða á landinu í dag.Sjá einnig: Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Á vef Isavia kemur fram að Icelandair hafi aflýst nær öllu flugi sínu til og frá Keflavíkur í morgun vegna veður. Þá hefur flugferðum annarra flugfélaga sem fara áttu um flugvöllinn fyrir hádegi verið seinkað þar til síðdegis. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir í samtali við fréttastofu að sex vélar Icelandair, fimm frá Bandaríkjunum og ein frá Kanada, hafi þó náð að lenda á vellinum um sjöleytið í morgun þegar opnaðist gluggi í veðrinu. Farþegum var ýmist komið frá borði með landgöngum eða stigabílum. Áætlað er að flugvélar Icelandair, sem áttu að taka á loft í morgun, fari af stað um klukkan 11:30 og vélar byrja jafnframt að lenda á vellinum um svipað leyti. Fylgjast má með áætlun flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli á vef Isavia. Þá hefur öllu flugi Air Iceland Connect til og frá Reykjavíkurflugvelli verið frestað í morgun og flugferðum til og frá Ísafirði aflýst. Veður verður einna verst á Vestfjörðum í dag. Á vef flugfélagsins segir að næstu upplýsinga um flugferðir sé að vænta klukkan 12:30. Víða ýmist ófært eða lokað Vetrarfærð er um mest allt land og sumstaðar vonskuveður. Vegir eru víða ýmist ófærir eða lokaðir. Á Hellisheiði, Reykjanesbraut og í Þrengslum er hálka og éljagangur en vegirnir eru þó enn opnir. Þá eru flestar leiðir ófærar eða þungfærar á Snæfellsnesi. Lokað er um Brattabrekku og Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er einnig ófært víða en lokað er um Súgandafjörð, Mikladal, Hálfdán og Súðavíkurhlíð. Þá er lokað um Vatnsskarð, Þverárfjall, Siglufjarðarveg, Öxnadalsheiði og Ólafsfjarðarmúla. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Samgöngur Veður Tengdar fréttir Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Í dag geisar suðvestanstormur eða -rok, jafnvel ofsaveður, á heiðum Vestfjarða með éljagangi á vestanverðu landinu. 9. janúar 2020 06:30 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Nær allt flug liggur nú niðri á landinu, bæði innanlands- og millilandaflug, vegna veðurs. Vetrarfærð er á mestöllu landinu og víða hefur vegum verið lokað. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi víða á landinu í dag.Sjá einnig: Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Á vef Isavia kemur fram að Icelandair hafi aflýst nær öllu flugi sínu til og frá Keflavíkur í morgun vegna veður. Þá hefur flugferðum annarra flugfélaga sem fara áttu um flugvöllinn fyrir hádegi verið seinkað þar til síðdegis. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir í samtali við fréttastofu að sex vélar Icelandair, fimm frá Bandaríkjunum og ein frá Kanada, hafi þó náð að lenda á vellinum um sjöleytið í morgun þegar opnaðist gluggi í veðrinu. Farþegum var ýmist komið frá borði með landgöngum eða stigabílum. Áætlað er að flugvélar Icelandair, sem áttu að taka á loft í morgun, fari af stað um klukkan 11:30 og vélar byrja jafnframt að lenda á vellinum um svipað leyti. Fylgjast má með áætlun flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli á vef Isavia. Þá hefur öllu flugi Air Iceland Connect til og frá Reykjavíkurflugvelli verið frestað í morgun og flugferðum til og frá Ísafirði aflýst. Veður verður einna verst á Vestfjörðum í dag. Á vef flugfélagsins segir að næstu upplýsinga um flugferðir sé að vænta klukkan 12:30. Víða ýmist ófært eða lokað Vetrarfærð er um mest allt land og sumstaðar vonskuveður. Vegir eru víða ýmist ófærir eða lokaðir. Á Hellisheiði, Reykjanesbraut og í Þrengslum er hálka og éljagangur en vegirnir eru þó enn opnir. Þá eru flestar leiðir ófærar eða þungfærar á Snæfellsnesi. Lokað er um Brattabrekku og Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er einnig ófært víða en lokað er um Súgandafjörð, Mikladal, Hálfdán og Súðavíkurhlíð. Þá er lokað um Vatnsskarð, Þverárfjall, Siglufjarðarveg, Öxnadalsheiði og Ólafsfjarðarmúla. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Samgöngur Veður Tengdar fréttir Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Í dag geisar suðvestanstormur eða -rok, jafnvel ofsaveður, á heiðum Vestfjarða með éljagangi á vestanverðu landinu. 9. janúar 2020 06:30 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Í dag geisar suðvestanstormur eða -rok, jafnvel ofsaveður, á heiðum Vestfjarða með éljagangi á vestanverðu landinu. 9. janúar 2020 06:30