Flug liggur niðri og vegum víða lokað Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2020 08:56 Engar flugvélar hafa farið um Reykjavíkurflugvöll í morgun. Vísir/Vilhelm Nær allt flug liggur nú niðri á landinu, bæði innanlands- og millilandaflug, vegna veðurs. Vetrarfærð er á mestöllu landinu og víða hefur vegum verið lokað. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi víða á landinu í dag.Sjá einnig: Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Á vef Isavia kemur fram að Icelandair hafi aflýst nær öllu flugi sínu til og frá Keflavíkur í morgun vegna veður. Þá hefur flugferðum annarra flugfélaga sem fara áttu um flugvöllinn fyrir hádegi verið seinkað þar til síðdegis. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir í samtali við fréttastofu að sex vélar Icelandair, fimm frá Bandaríkjunum og ein frá Kanada, hafi þó náð að lenda á vellinum um sjöleytið í morgun þegar opnaðist gluggi í veðrinu. Farþegum var ýmist komið frá borði með landgöngum eða stigabílum. Áætlað er að flugvélar Icelandair, sem áttu að taka á loft í morgun, fari af stað um klukkan 11:30 og vélar byrja jafnframt að lenda á vellinum um svipað leyti. Fylgjast má með áætlun flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli á vef Isavia. Þá hefur öllu flugi Air Iceland Connect til og frá Reykjavíkurflugvelli verið frestað í morgun og flugferðum til og frá Ísafirði aflýst. Veður verður einna verst á Vestfjörðum í dag. Á vef flugfélagsins segir að næstu upplýsinga um flugferðir sé að vænta klukkan 12:30. Víða ýmist ófært eða lokað Vetrarfærð er um mest allt land og sumstaðar vonskuveður. Vegir eru víða ýmist ófærir eða lokaðir. Á Hellisheiði, Reykjanesbraut og í Þrengslum er hálka og éljagangur en vegirnir eru þó enn opnir. Þá eru flestar leiðir ófærar eða þungfærar á Snæfellsnesi. Lokað er um Brattabrekku og Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er einnig ófært víða en lokað er um Súgandafjörð, Mikladal, Hálfdán og Súðavíkurhlíð. Þá er lokað um Vatnsskarð, Þverárfjall, Siglufjarðarveg, Öxnadalsheiði og Ólafsfjarðarmúla. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Samgöngur Veður Tengdar fréttir Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Í dag geisar suðvestanstormur eða -rok, jafnvel ofsaveður, á heiðum Vestfjarða með éljagangi á vestanverðu landinu. 9. janúar 2020 06:30 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Nær allt flug liggur nú niðri á landinu, bæði innanlands- og millilandaflug, vegna veðurs. Vetrarfærð er á mestöllu landinu og víða hefur vegum verið lokað. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi víða á landinu í dag.Sjá einnig: Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Á vef Isavia kemur fram að Icelandair hafi aflýst nær öllu flugi sínu til og frá Keflavíkur í morgun vegna veður. Þá hefur flugferðum annarra flugfélaga sem fara áttu um flugvöllinn fyrir hádegi verið seinkað þar til síðdegis. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir í samtali við fréttastofu að sex vélar Icelandair, fimm frá Bandaríkjunum og ein frá Kanada, hafi þó náð að lenda á vellinum um sjöleytið í morgun þegar opnaðist gluggi í veðrinu. Farþegum var ýmist komið frá borði með landgöngum eða stigabílum. Áætlað er að flugvélar Icelandair, sem áttu að taka á loft í morgun, fari af stað um klukkan 11:30 og vélar byrja jafnframt að lenda á vellinum um svipað leyti. Fylgjast má með áætlun flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli á vef Isavia. Þá hefur öllu flugi Air Iceland Connect til og frá Reykjavíkurflugvelli verið frestað í morgun og flugferðum til og frá Ísafirði aflýst. Veður verður einna verst á Vestfjörðum í dag. Á vef flugfélagsins segir að næstu upplýsinga um flugferðir sé að vænta klukkan 12:30. Víða ýmist ófært eða lokað Vetrarfærð er um mest allt land og sumstaðar vonskuveður. Vegir eru víða ýmist ófærir eða lokaðir. Á Hellisheiði, Reykjanesbraut og í Þrengslum er hálka og éljagangur en vegirnir eru þó enn opnir. Þá eru flestar leiðir ófærar eða þungfærar á Snæfellsnesi. Lokað er um Brattabrekku og Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er einnig ófært víða en lokað er um Súgandafjörð, Mikladal, Hálfdán og Súðavíkurhlíð. Þá er lokað um Vatnsskarð, Þverárfjall, Siglufjarðarveg, Öxnadalsheiði og Ólafsfjarðarmúla. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Samgöngur Veður Tengdar fréttir Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Í dag geisar suðvestanstormur eða -rok, jafnvel ofsaveður, á heiðum Vestfjarða með éljagangi á vestanverðu landinu. 9. janúar 2020 06:30 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Í dag geisar suðvestanstormur eða -rok, jafnvel ofsaveður, á heiðum Vestfjarða með éljagangi á vestanverðu landinu. 9. janúar 2020 06:30