Reykjanesbær laus undan sérstöku eftirliti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2020 13:43 Fjármál Reykjanesbæjar virðast á uppleið samkvæmt niðurstöðu eftirlitsnefndarinnar. Vísir/Vilhelm Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur tilkynnt Reykjanesbæ að aðlögunaráætlun bæjarins hvað varðar fjárhagsmál sé fallin úr gildi og bæjarstjórn sé ekki lengur skylt að bera ákvarðanir undir nefndina. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins og er vísað í bréf sem nefndin sendi bænum. Reykjanesbær hafði áætlað að þetta gerðist eftir tvö ár, en styrk fjármálastjórn, aðhaldsaðgerðir og tekjuaukning bæjarsjóðs, hafa nú gert það að verkum að aðgerðaráætlunin „Sóknin“, sem sett var af stað í árslok 2014, til að rétta við fjárhag bæjarfélagsins, hefur skilað árangri á undan áætlun. „Fyrir okkur öll í Reykjanesbæ eru þetta sérstaklega ánægjuleg tíðindi og niðurstaða sem við höfum stefnt að síðan í árslok 2014. Auk þess sem ráðdeild hefur stýrt störfum okkar, hafa ytri aðstæður einnig hjálpað til. Má þar nefna að flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefur aukist, atvinnustig verið gott, íbúum fjölgað og svo mætti áfram telja,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Niðurstaða eftirlitsnefndar þýði í raun að nú er bæjaryfirvöldum frjálst að stýra fjármálum sveitarfélagsins án sérstaks samráðs við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga svo fremi sem áætlanir standist og viðmið og ákvæði í fjármálareglum sveitarstjórnarlag verði áfram uppfyllt. Bæjarstjórn mun nú í framhaldinu leggjast yfir framtíðaráætlanir bæjarfélagsins, en fjölmörg stór verkefni eru á teikniborðinu í uppbyggingu skóla- og íþróttamannvirkja, ýmissa fjárfestinga og framkvæmda. „Það er því bjartara framundan fyrir íbúa Reykjanesbæjar sem hafa mátt þola hærri álögur undanfarin ár vegna erfiðrar stöðu bæjarins. Um leið og bæjaryfirvöld fagna þessum merka áfanga eru íbúum og starfsmönnum Reykjanesbæjar færðar bestu þakkir fyrir gott samstarf sem nú hefur skilað góðum árangri.“ Reykjanesbær Tengdar fréttir Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. 15. apríl 2016 07:00 Segir hendur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar bundnar Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir hendur bæjarstjórnar bundnar varðandi samkomulag við Thorsil um byggingu kísilvers. 7. október 2015 12:23 Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á kjósendum Suðurkjördæmis Tvöföldun Reykjanesbrautar og Suðurlandsvegar, löggæslumál, fjármál Reykjanesbæjar, fjarskiptamál og betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu eru þau mál sem brenna helst á kjósendum í Suðurkjördæmi. 5. október 2016 13:30 Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins Sveitarfélagið að þolmörkum komið. 20. apríl 2016 14:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur tilkynnt Reykjanesbæ að aðlögunaráætlun bæjarins hvað varðar fjárhagsmál sé fallin úr gildi og bæjarstjórn sé ekki lengur skylt að bera ákvarðanir undir nefndina. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins og er vísað í bréf sem nefndin sendi bænum. Reykjanesbær hafði áætlað að þetta gerðist eftir tvö ár, en styrk fjármálastjórn, aðhaldsaðgerðir og tekjuaukning bæjarsjóðs, hafa nú gert það að verkum að aðgerðaráætlunin „Sóknin“, sem sett var af stað í árslok 2014, til að rétta við fjárhag bæjarfélagsins, hefur skilað árangri á undan áætlun. „Fyrir okkur öll í Reykjanesbæ eru þetta sérstaklega ánægjuleg tíðindi og niðurstaða sem við höfum stefnt að síðan í árslok 2014. Auk þess sem ráðdeild hefur stýrt störfum okkar, hafa ytri aðstæður einnig hjálpað til. Má þar nefna að flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefur aukist, atvinnustig verið gott, íbúum fjölgað og svo mætti áfram telja,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Niðurstaða eftirlitsnefndar þýði í raun að nú er bæjaryfirvöldum frjálst að stýra fjármálum sveitarfélagsins án sérstaks samráðs við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga svo fremi sem áætlanir standist og viðmið og ákvæði í fjármálareglum sveitarstjórnarlag verði áfram uppfyllt. Bæjarstjórn mun nú í framhaldinu leggjast yfir framtíðaráætlanir bæjarfélagsins, en fjölmörg stór verkefni eru á teikniborðinu í uppbyggingu skóla- og íþróttamannvirkja, ýmissa fjárfestinga og framkvæmda. „Það er því bjartara framundan fyrir íbúa Reykjanesbæjar sem hafa mátt þola hærri álögur undanfarin ár vegna erfiðrar stöðu bæjarins. Um leið og bæjaryfirvöld fagna þessum merka áfanga eru íbúum og starfsmönnum Reykjanesbæjar færðar bestu þakkir fyrir gott samstarf sem nú hefur skilað góðum árangri.“
Reykjanesbær Tengdar fréttir Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. 15. apríl 2016 07:00 Segir hendur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar bundnar Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir hendur bæjarstjórnar bundnar varðandi samkomulag við Thorsil um byggingu kísilvers. 7. október 2015 12:23 Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á kjósendum Suðurkjördæmis Tvöföldun Reykjanesbrautar og Suðurlandsvegar, löggæslumál, fjármál Reykjanesbæjar, fjarskiptamál og betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu eru þau mál sem brenna helst á kjósendum í Suðurkjördæmi. 5. október 2016 13:30 Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins Sveitarfélagið að þolmörkum komið. 20. apríl 2016 14:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. 15. apríl 2016 07:00
Segir hendur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar bundnar Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir hendur bæjarstjórnar bundnar varðandi samkomulag við Thorsil um byggingu kísilvers. 7. október 2015 12:23
Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á kjósendum Suðurkjördæmis Tvöföldun Reykjanesbrautar og Suðurlandsvegar, löggæslumál, fjármál Reykjanesbæjar, fjarskiptamál og betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu eru þau mál sem brenna helst á kjósendum í Suðurkjördæmi. 5. október 2016 13:30
Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins Sveitarfélagið að þolmörkum komið. 20. apríl 2016 14:00