Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Grindavík 80-60 | Þægilegt hjá Keflvíkingum Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 9. janúar 2020 22:30 Hörður Axel átti fínan leik í auðveldum sigri á Grindavík vísir/bára Keflvíkingar fengu granna sína úr Grindavík í heimsókn í Dominos-deild karla í kvöld. Úr varð heldur leiðinlegur leikur. Leikurinn byrjaði frekar rólega, og voru það gestirnir sem náðu snemma forystu í leiknum. En eftir um þriggja mínútna leik var Guðmundi Jónssyni, leikmanni Keflavíkur hent út úr húsi fyrir að grípa um háls Valdas Vasilyus. Fyrir það fékk hann dæmda óíþróttamannslega villu, og þá fékk hann einnig tæknivillu fyrir að eiga í orðaskaki við Daníel Guðmundsson, þjálfara gestanna. Daníel fékk einnig tæknivillu fyrir það. Heldur óvænt allt saman, sérstaklega í ljósi þess að leikurinn byrjaði rólega og bjóst maður við miklum hita leik í kjölfarið af þessu og mikilli skemmtun. Sú varð ekki raunin því miður. Keflvíkingar tóku við sér eftir þetta og náðu forystunni undir lok fyrsta leikhluta og héldu henni til leiksloka. Aðeins sex stigum munaði á liðunum í hálfleik. Grindvíkingar mættu hins vegar afar slappir út í seinni hálfleikinn og Keflvíkingar riðu á vaðið og unnu að lokum tuttugu stiga sigur, 80-60. Af hverju vann Keflavík? Þeir eru einfaldlega betra körfuboltalið, það þarf lítið að flækja það. Byrjuðu illa en náðu forystunni undir lok fyrsta leikhlutans og voru ekki nálægt því að missa hana. Hverjir stóðu upp úr? Dominykas Milka var manna bestur hjá Keflvíkingum, ekki í fyrsta skiptið í vetur en hann skoraði 22 stig og tók 19 fráköst í kvöld. Deane Williams var einnig flottur í kvöld og skoraði hann líka 22 stig. Hjá Grindvíkingum var ekki mikið að frétta. Sigtryggur Arnar skoraði 18 stig og Ingvi Þór skoraði 17 stig. Hvað gekk illa? Leikurinn í heild sinni gekk ekki vel. Hann var ákaflega leiðinlegur. Bæði lið voru ekki að spila sinn besta leik. Þá áttu Grindvíkingar í miklum vandræðum með að koma boltanum ofan í körfuna, og út á það gengur víst leikurinn. Út frá því töpuðu þeir leiknum nokkuð sannfærandi. Hvað gerist næst? Grindvíkingar fá Hauka í heimsókn í Mustad höllina á meðan Keflvíkingar keyra yfir í hinn enda Reykjanesbæjar þar sem Njarðvíkingar munu bíða þeirra í risaleik. Daníel: Við áttum í miklum erfiðleikum með að skora Daníel Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga var að vonum ósáttur með leik og tap sinna manna gegn Keflvíkingum í kvöld. „Á köflum var þetta fínt, sérstaklega varnarlega en sóknarlega áttum við mjög erfitt. Við áttum mjög erfitt með stóru mennina hjá þeim og mínir stóru menn voru ekkert sérstakir í kvöld. Nokkrir fínir kaflar í kvöld en við áttum í miklum erfiðleikum með að skora.“ Grindvíkingar hefja nýja árið á sama hátt og tímabilið í haust, með nokkrum tapleikjum í röð. „Það er aldrei skemmtilegt að tapa. En hvaða lið sem er ekki með sinn aðal leikstjórnanda og Bandaríkjamanninn sinn á í erfiðleikum. Við þurfum að rífa okkur í gang og gera betur. Grindvíkingar byrjuðu ágætlega í kvöld en þá fór að fjara undan þeim. Ef eitthvað er hægt að taka jákvætt úr leiknum er að þeir spiluðu ágæta vörn á köflum. Þeir kaflar voru hins vegar ekki margir. „Við höldum Keflavík í áttatíu stigum á heimavelli sem er þokkalegt en á sama skapi var boltahreyfingin okkar mjög takmörkuð.“ Dagur Kár Jónsson er enn að jafna sig eftir meiðsli og hefur ekki spilað með Grindavík í síðustu leikjum. Hann þurfti að fara í aðgerð og í kjölfar hennar fékk hann sýkingu sem hefur haldið honum frá parketinu. Daníel gat ekki svarað því hvenær Dagur kemur til baka. „Ég er ekki læknir og læknirinn hans verður að gefa grænt ljós á þetta. Það er mjög óheppilegt að missa hann svona snemma og við gerðum ráð fyrir því að hann væri að koma til baka á þessum tíma. Hann er ekki klár og við vitum hreinlega ekki hvenær hann verður klár. Það er skítt.“ Hörður Axel: Þetta var bara sloppy leikur Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur var ágætlega sáttur með sigur sinna manna gegn grönnum sínum í Grindavík í Blue-höllinni í kvöld. „Við byrjuðum mjög flatir og var lítið í gangi sóknarlega og varnarlega. Þeir voru að fá mikið af opnum skotum og auðveldum leiðum að körfunni. Veit ekki hvort að það hafi kviknað í okkur eftir að Gummi var rekinn út úr húsi.“ Leikurinn sjálfur var ekki skemmtilegur á að horfa og voru bæði lið langt frá sínu sterkasta í kvöld. „Þetta var bara sloppy leikur. Veit ekki hvort það var vegna þess að þeir voru kanalausir en það á ekki að skipta okkur máli. Við þurfum að spila af meiri krafti en þetta. Þótt svo við unnum stóran sigur þá getum við ekki verið sáttir með spilamennskuna.“ Það er styrkleikamerki þegar lið vinnur leiki sína, þrátt fyrir að eiga ekki sinn besta leik og var Hörður að vonum ánægður með stigin tvö. „Við vorum í bullandi veseni með þá í Grindavík og þá voru þeir ekki með kana og ekki með Evrópumann. En það er alltaf gott að vinna og við tökum hverjum sigri fagnandi, líka þegar við eigum ekki okkar besta leik.“ Hjalti: Þetta var ofboðslega leiðinlegur leikur Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga var ánægður með stigin tvö eftir sigur Keflvíkinga á Grindavík kvöld. Leikurinn var hins vegar ekkert spes. „Sigur er sigur en þetta var alveg ofboðslega leiðinlegur leikur.“ Leikurinn byrjaði með látum þegar Guðmundi Jónssyni var hent út úr húsi eftir um þriggja mínútna leik. Hjalta fannst það heldur harður dómur en viðurkennir að hann eigi eftir að sjá þetta betur. „Ég þarf að skoða það betur, en það sem ég sá fannst mér mjög hart að henda honum út en ég þarf að skoða þetta.“ Keflavík sýndu ekki sínar bestu hliðar í kvöld, en fóru þrátt fyrir það frekar auðveldlega með sigur af hólmi. „Við unnum leikinn og það er það sem skiptir máli. Við höfum ekki verið að valta yfir leiki. Við höfum verið í jöfnum leikjum í nánast öllum leikjum. Það getur verið bæði veikleiki og styrkleiki að geta haldið út og klárað dæmið. En við eigum að gera betur.“ Aðspurður að því hvort að Keflavík verði Íslandsmeistari í vor var svarið nokkuð einfalt. „Við stefnum á það, það er svoleiðis.“ Dominos-deild karla
Keflvíkingar fengu granna sína úr Grindavík í heimsókn í Dominos-deild karla í kvöld. Úr varð heldur leiðinlegur leikur. Leikurinn byrjaði frekar rólega, og voru það gestirnir sem náðu snemma forystu í leiknum. En eftir um þriggja mínútna leik var Guðmundi Jónssyni, leikmanni Keflavíkur hent út úr húsi fyrir að grípa um háls Valdas Vasilyus. Fyrir það fékk hann dæmda óíþróttamannslega villu, og þá fékk hann einnig tæknivillu fyrir að eiga í orðaskaki við Daníel Guðmundsson, þjálfara gestanna. Daníel fékk einnig tæknivillu fyrir það. Heldur óvænt allt saman, sérstaklega í ljósi þess að leikurinn byrjaði rólega og bjóst maður við miklum hita leik í kjölfarið af þessu og mikilli skemmtun. Sú varð ekki raunin því miður. Keflvíkingar tóku við sér eftir þetta og náðu forystunni undir lok fyrsta leikhluta og héldu henni til leiksloka. Aðeins sex stigum munaði á liðunum í hálfleik. Grindvíkingar mættu hins vegar afar slappir út í seinni hálfleikinn og Keflvíkingar riðu á vaðið og unnu að lokum tuttugu stiga sigur, 80-60. Af hverju vann Keflavík? Þeir eru einfaldlega betra körfuboltalið, það þarf lítið að flækja það. Byrjuðu illa en náðu forystunni undir lok fyrsta leikhlutans og voru ekki nálægt því að missa hana. Hverjir stóðu upp úr? Dominykas Milka var manna bestur hjá Keflvíkingum, ekki í fyrsta skiptið í vetur en hann skoraði 22 stig og tók 19 fráköst í kvöld. Deane Williams var einnig flottur í kvöld og skoraði hann líka 22 stig. Hjá Grindvíkingum var ekki mikið að frétta. Sigtryggur Arnar skoraði 18 stig og Ingvi Þór skoraði 17 stig. Hvað gekk illa? Leikurinn í heild sinni gekk ekki vel. Hann var ákaflega leiðinlegur. Bæði lið voru ekki að spila sinn besta leik. Þá áttu Grindvíkingar í miklum vandræðum með að koma boltanum ofan í körfuna, og út á það gengur víst leikurinn. Út frá því töpuðu þeir leiknum nokkuð sannfærandi. Hvað gerist næst? Grindvíkingar fá Hauka í heimsókn í Mustad höllina á meðan Keflvíkingar keyra yfir í hinn enda Reykjanesbæjar þar sem Njarðvíkingar munu bíða þeirra í risaleik. Daníel: Við áttum í miklum erfiðleikum með að skora Daníel Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga var að vonum ósáttur með leik og tap sinna manna gegn Keflvíkingum í kvöld. „Á köflum var þetta fínt, sérstaklega varnarlega en sóknarlega áttum við mjög erfitt. Við áttum mjög erfitt með stóru mennina hjá þeim og mínir stóru menn voru ekkert sérstakir í kvöld. Nokkrir fínir kaflar í kvöld en við áttum í miklum erfiðleikum með að skora.“ Grindvíkingar hefja nýja árið á sama hátt og tímabilið í haust, með nokkrum tapleikjum í röð. „Það er aldrei skemmtilegt að tapa. En hvaða lið sem er ekki með sinn aðal leikstjórnanda og Bandaríkjamanninn sinn á í erfiðleikum. Við þurfum að rífa okkur í gang og gera betur. Grindvíkingar byrjuðu ágætlega í kvöld en þá fór að fjara undan þeim. Ef eitthvað er hægt að taka jákvætt úr leiknum er að þeir spiluðu ágæta vörn á köflum. Þeir kaflar voru hins vegar ekki margir. „Við höldum Keflavík í áttatíu stigum á heimavelli sem er þokkalegt en á sama skapi var boltahreyfingin okkar mjög takmörkuð.“ Dagur Kár Jónsson er enn að jafna sig eftir meiðsli og hefur ekki spilað með Grindavík í síðustu leikjum. Hann þurfti að fara í aðgerð og í kjölfar hennar fékk hann sýkingu sem hefur haldið honum frá parketinu. Daníel gat ekki svarað því hvenær Dagur kemur til baka. „Ég er ekki læknir og læknirinn hans verður að gefa grænt ljós á þetta. Það er mjög óheppilegt að missa hann svona snemma og við gerðum ráð fyrir því að hann væri að koma til baka á þessum tíma. Hann er ekki klár og við vitum hreinlega ekki hvenær hann verður klár. Það er skítt.“ Hörður Axel: Þetta var bara sloppy leikur Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur var ágætlega sáttur með sigur sinna manna gegn grönnum sínum í Grindavík í Blue-höllinni í kvöld. „Við byrjuðum mjög flatir og var lítið í gangi sóknarlega og varnarlega. Þeir voru að fá mikið af opnum skotum og auðveldum leiðum að körfunni. Veit ekki hvort að það hafi kviknað í okkur eftir að Gummi var rekinn út úr húsi.“ Leikurinn sjálfur var ekki skemmtilegur á að horfa og voru bæði lið langt frá sínu sterkasta í kvöld. „Þetta var bara sloppy leikur. Veit ekki hvort það var vegna þess að þeir voru kanalausir en það á ekki að skipta okkur máli. Við þurfum að spila af meiri krafti en þetta. Þótt svo við unnum stóran sigur þá getum við ekki verið sáttir með spilamennskuna.“ Það er styrkleikamerki þegar lið vinnur leiki sína, þrátt fyrir að eiga ekki sinn besta leik og var Hörður að vonum ánægður með stigin tvö. „Við vorum í bullandi veseni með þá í Grindavík og þá voru þeir ekki með kana og ekki með Evrópumann. En það er alltaf gott að vinna og við tökum hverjum sigri fagnandi, líka þegar við eigum ekki okkar besta leik.“ Hjalti: Þetta var ofboðslega leiðinlegur leikur Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga var ánægður með stigin tvö eftir sigur Keflvíkinga á Grindavík kvöld. Leikurinn var hins vegar ekkert spes. „Sigur er sigur en þetta var alveg ofboðslega leiðinlegur leikur.“ Leikurinn byrjaði með látum þegar Guðmundi Jónssyni var hent út úr húsi eftir um þriggja mínútna leik. Hjalta fannst það heldur harður dómur en viðurkennir að hann eigi eftir að sjá þetta betur. „Ég þarf að skoða það betur, en það sem ég sá fannst mér mjög hart að henda honum út en ég þarf að skoða þetta.“ Keflavík sýndu ekki sínar bestu hliðar í kvöld, en fóru þrátt fyrir það frekar auðveldlega með sigur af hólmi. „Við unnum leikinn og það er það sem skiptir máli. Við höfum ekki verið að valta yfir leiki. Við höfum verið í jöfnum leikjum í nánast öllum leikjum. Það getur verið bæði veikleiki og styrkleiki að geta haldið út og klárað dæmið. En við eigum að gera betur.“ Aðspurður að því hvort að Keflavík verði Íslandsmeistari í vor var svarið nokkuð einfalt. „Við stefnum á það, það er svoleiðis.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum