Gagnrýnir þá sem segja „All Lives Matter“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2020 10:30 Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar, gagnrýnir þá sem segja All Lives Matter. Vísir/Daníel Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Viðreisnar, gagnrýnir talsmenn All Lives Matter! og segir þá aðeins reyna að dylja kynþáttfordóma með notkun slagorðsins. Baráttan gangi síst út á mikilvægi eins lífs framar öðru, heldu að „ekki sé hægt að drepa svertingja eins og þeir séu meindýr.“ Benedikt segir kæna pólitíkusa spila á tilfinningar hinna óttaslegnu, pakki skilaboðum sínum inn í bómull og tali niðrandi til svarts fólks og sýni þar með sitt rétta eðli. Þeir noti eftiráskýringar til að afsaka afstöðu sína oft með því að segja „sumir af bestu vinum þeirra séu svartir,“ skrifar Benedikt í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. „Nú eru þeir sem halda að þeir séu enn í felum með sína fordóma búnir að finna upp nýtt slagorð: All Lives Matter! Enginn getur verið á móti því, en baráttan gengur síst út á mikilvægi eins lífs framar öðru,“ skrifar Benedikt. „Á Íslandi fiska slægir stjórnmálamenn í þessu grugguga vatni og verða varir, en veiðin er líklega mest marhnútar og afætur, þótt einstaka happdráttur fylgi stundum.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, skrifaði nýverið pistil í Morgunblaðið þar sem hann lýsti yfir efasemdum um yfirstandandi réttindabaráttu svartra vestanhafs og telur hana fela í sér endurvakningu kynþáttahyggju. Sigmundur gagnrýndi þar einna helst pólitískan rétttrúnað og ímyndarstjórnmál. Eina sem hafi vantað vestanhafs hafi verið tilefni til að hefja byltingu. Það tilefni hafi komið í f ormi myndbandsins sem birt var af morðinu á George Floyd, bandarískum blökkumanni, sem var myrtur af lögreglumönnum. Að sögn Sigmundar voru lögreglumennirnir ákærðir en fljótlega hafi „ýmsir hópar [farið] að nýta sér málið í eigin þágu.“ „Rasistinn er sem betur fer auðþekkjanlegur og létt að fórnast hann. Hann talar háðslega um „góða fólkið“, „rétttrúnaðinn“ og „fórnarlambamenningu“. Hann er sá sem gerir gys að konum og fötluðum í góðra vina hópi. Þegar hann útskýrir að „hann sé ekki rasisti, en…“ erum við alveg viss.“ Kynþáttafordómar Dauði George Floyd Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Viðreisnar, gagnrýnir talsmenn All Lives Matter! og segir þá aðeins reyna að dylja kynþáttfordóma með notkun slagorðsins. Baráttan gangi síst út á mikilvægi eins lífs framar öðru, heldu að „ekki sé hægt að drepa svertingja eins og þeir séu meindýr.“ Benedikt segir kæna pólitíkusa spila á tilfinningar hinna óttaslegnu, pakki skilaboðum sínum inn í bómull og tali niðrandi til svarts fólks og sýni þar með sitt rétta eðli. Þeir noti eftiráskýringar til að afsaka afstöðu sína oft með því að segja „sumir af bestu vinum þeirra séu svartir,“ skrifar Benedikt í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. „Nú eru þeir sem halda að þeir séu enn í felum með sína fordóma búnir að finna upp nýtt slagorð: All Lives Matter! Enginn getur verið á móti því, en baráttan gengur síst út á mikilvægi eins lífs framar öðru,“ skrifar Benedikt. „Á Íslandi fiska slægir stjórnmálamenn í þessu grugguga vatni og verða varir, en veiðin er líklega mest marhnútar og afætur, þótt einstaka happdráttur fylgi stundum.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, skrifaði nýverið pistil í Morgunblaðið þar sem hann lýsti yfir efasemdum um yfirstandandi réttindabaráttu svartra vestanhafs og telur hana fela í sér endurvakningu kynþáttahyggju. Sigmundur gagnrýndi þar einna helst pólitískan rétttrúnað og ímyndarstjórnmál. Eina sem hafi vantað vestanhafs hafi verið tilefni til að hefja byltingu. Það tilefni hafi komið í f ormi myndbandsins sem birt var af morðinu á George Floyd, bandarískum blökkumanni, sem var myrtur af lögreglumönnum. Að sögn Sigmundar voru lögreglumennirnir ákærðir en fljótlega hafi „ýmsir hópar [farið] að nýta sér málið í eigin þágu.“ „Rasistinn er sem betur fer auðþekkjanlegur og létt að fórnast hann. Hann talar háðslega um „góða fólkið“, „rétttrúnaðinn“ og „fórnarlambamenningu“. Hann er sá sem gerir gys að konum og fötluðum í góðra vina hópi. Þegar hann útskýrir að „hann sé ekki rasisti, en…“ erum við alveg viss.“
Kynþáttafordómar Dauði George Floyd Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira