Lífið

„Aldrei liðið jafn illa á ævinni“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Rikki G var neyddur í sundbol og út á umferðareyju á Suðurlandsbrautinni í gær.
Rikki G var neyddur í sundbol og út á umferðareyju á Suðurlandsbrautinni í gær. Skjáskot

Rikki G þurfti í gær að skipta yfir í kvenmannssundbol í vinnuni í gær og skella sér út á Suðurlandsbrautina þar sem FM957 er staðsett. Egill Ploder samstarfsmaður hans í Brennslunni var með myndavélina á lofti og náði þessu öllu á myndband. Rikki þurfti að taka nokkur sundtök á umferðareyjunni sem vakti mikla athygli vegfaranda. 

Ástæðan fyrir þessu uppátæki var mjög einföld, Rikki valdi kontór í dagskrárliðnum Sannleikann eða kontór? í stað þess að svara persónulegri spurningu um skilnað foreldra sinna.  Rikka fannst að spurningin ætti að vera ógild, enda einkamál fjölskyldunnar og alls ekki hans að ræða í beinni útsendingu. Egill tók þó ekki í mál að leyfa honum að sleppa við þetta. 

Rikki þurfti að mana sig upp í þetta en stóð við sitt þrátt fyrir að finnast þetta virkilega óþægilegt.

„Mér hefur aldrei liðið jafn illa á ævinni.“

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum fyrir neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×