Fótbolti

Nú svarar stjóri Ragnars reiðum stuðnings­mönnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ståle er lítið að stressa sig á mótmælum stuðningsmanna.
Ståle er lítið að stressa sig á mótmælum stuðningsmanna. vísir/getty

Ståle Solbakken, þjálfari Ragnars Sigurðssonar hjá FCK, segir að tilfinningar séu mikilvægur hluti af fótboltanum en stuðningsmenn FCK eru allt annað en sáttir þessa daganna.

Hluti stuðningsmanna félagsins hefur gefið út að þeir munu hvorki hrópa né syngja fyrir nýjasta framherja félagsins, Kamil Wilczek, en hann gekk í raðir félagsins í síðustu viku.

Kamil hafði áður spilað með erkifjendunum í Bröndby og stuðningsmennirnir geta ekki sætt sig við það. Nú hefur Norðmaðurinn Ståle svarað.

„Ég hef sagt þetta þúsund sinnum áður. Tilfinningar eru hluti af fótboltanum og þær eru mikilvægar fyrir stuðningsmenn okkar,“ sagði Ståle í samtali við BT.

„En Kamil er hluti af okkur núna og við munum styðja hann eins mikið og hægt er svo hann geti náð árangri hérna.“

Wilczek skoraði 92 mörk í 163 leikjum fyrir Bröndby en hann var m.a. fyrirliði liðsins rétt áður en hann gekk í raðir Götzepe í Tyrklandi.

Þar var hann einungis í hálft ár og nú er hann kominn til Danmerkur á nýjan leik, til helstu erkióvina Bröndby.

„Hvort að það verði vandamál að stuðningsmönnunum líði svona, verður tíminn einn að leiða í ljós. Ég held að þetta verði betra ef gengur vel inni á vellinum. Svo það er það sem við einbeitum okkur að,“ sagði Ståle.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×