Segir hærri atvinnuleysisbætur geta stuðlað að auknu atvinnuleysi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. ágúst 2020 13:00 Anna Hrefna Ingimundardóttir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Vísir Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins segir það varhugavert að hækka atvinnuleysisbætur. Það geti leitt til aukins atvinnuleysis og stuðlað að því að færri störf verði búin til auk þess sem það geti orðið þungur baggi fyrir ríkið. „Það er auðvitað eðlilegt að það komi ákall um að aðstoða þá sem lenda í vanda, sérstaklega þegar við erum í svona mikilli efnahagslægð og auðvitað eðlilegt að huga að því, en alltaf þegar eru lagðar til svona tillögur sem að hafa áhrif á mikinn fjölda fólks og veita einhver loforð inn í framtíðina þá er mjög mikilvægt að huga að því hvernig það getur haft áhrif á aðra þætti og auðvitað hvernig við ætlum að fjármagna þetta,“ sagði Anna Hrefna Ingimundardóttir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Mörg lönd hafi lent í vandræðum vegna slíkra loforða þar sem ýmiss óvissa fylgi því. Hver útgjöldin verði síðar meir og ef til vill sé ekki fjármagn til fyrir það. „Þetta er bara það sem ég vildi vara við, að við þurfum að horfa á heildarmyndina þegar þessar tillögur eru bornar fram.“ „Bætur hér á landi mjög háar miðað við í öðrum löndum“ Anna Hrefna skrifaði grein sem birt var í Fréttablaðinu þar sem hún fór yfir stöðu atvinnuleysisbóta hér á landi í samanburði við atvinnuleysisbætur í öðrum OECD löndum. „Gögnin sem ég set fram í greininni sýna að tekjur tekjulægri einstaklinga, sem eru skilgreindir þannig að séu með 67% af meðaltekjum hjá OECD, að þeir viðhalda einu hæsta hlutfalli fyrir og eftir bætur á Íslandi miðað við OECD lönd þannig að það má draga þá ályktun að bætur séu mjög háar hér miðað við í öðrum löndum.“ Það sé ekki vegna þess að nauðsynjavörur séu dýrari hér en annarsstaðar. Öryggisnetið sé þéttara hér en í öðrum OECD löndum. Hún segir jafnframt margar rannsóknir sýna fram á það að þegar atvinnuleysisbætur séu hærri sækist fólk í að vera lengur á þeim. „Það eru tengsl til staðar, það er þegar bætur hækka þá er minni hvati fyrir fólk að fara og leita stíft að nýrri vinnu.“ Húsnæði Vinnumálastofnunar.Vísir/Hanna „Við getum alveg sagt það á Íslandi, ef einhver ætlar að halda því fram að bætur séu lágar hér á landi eða að fólk hafi það eitthvað verra hér en annars staðar þegar kemur að þessu atvinnuleysistryggingakerfi, þá er það alls ekki myndin. Líka ef við skoðum tekjur fyrir atvinnumissi þá eru þær líka mjög háar í samanburði við önnur lönd,“ segir Anna Hrefna. Horfa þurfi á það hvaða hlutfall fólk haldi af tekjum sínum eftir atvinnumissi. „Á Íslandi er það ekki bara til skemmri tíma það er líka til lengri tíma, þannig að hvort sem við erum að horfa á tvo mánuði, sex mánuði, eitt ár eða tvö ár þá erum við að halda þarna tiltölulega háu hlutfalli.“ Tryggingagjald íþyngjandi fyrir atvinnurekendur Bæturnar séu jafnframt fjármagnaðar af vinnandi fólki. Hugsa þurfi til þess ef atvinnuleysisbætur eru hækkaðar eða bótatímabil lengt, hvernig fjármagna eigi aukningu í útgjöldum. „Þetta kemur úr tryggingagjaldinu sem leggst ofan á laun. Þetta er í raun skattur á launagreiðslur þannig ef við erum að hugsa um atvinnuleysi þá getum við líka hugsað: hefur það ekki hamlandi áhrif á fjölgun starfa ef þú ert að gera hvert starf dýrara?“ Hún bendir á að tryggingagjaldið hafi verið hækkað töluvert í kjölfar Hrunsins 2008 en stefnan hafi alltaf verið sú að draga hækkunina til baka. Atvinnurekendur hafi í gegn um tíðina lýst því hve íþyngjandi greiðslurnar séu, gjaldið sé hátt og hafi hamlandi áhrif á störf. „Við höfum verið að kalla eftir því að þetta sé lækkað frekar og viljum vara eindregið við því að það sé hækkað aftur.“ Það leggist því á ríkið ef atvinnuleysisbætur hækka aftur og það sé varasamt miðað við efnahagsástandið sem er nú í dag. „Auðvitað hefur þetta allt áhrif á hvata fyrir utan það að ef við hækkum bætur eða lengjum tímabil þá gætum við í rauninni verið að auka atvinnuleysi en svo ef við ætlum líka að hækka skattana á störfin þá verða kannski til færri störf þannig að það verður sífellt erfiðara að standa undir kerfi þar sem þróunin er þessi.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Önnu Hrefnu í heild sinn hér að neðan. Bítið Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir stjórnvöld fórna meiri hagsmunum fyrir minni með núverandi fyrirkomulagi á landamærunum Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina fórna minni hagsmunum fyrir meiri með núverandi fyrirkomulagi á landamærunum. Það geti orðið til að lama innlent efnahagslíf. Að sögn þingmannsins felst lausnin í nýsköpun sem hið opinbera myndi fjármagna. 11. ágúst 2020 12:39 Atvinnuleit í kreppu: Fimm góð ráð Það má gera ráð fyrir því að margir verði í virkri atvinnuleit með haustinu þegar hlutabótaúrræði stjórnvalda lýkur og fjöldi fólks bætist við á hefðbundnar atvinnuleysisbætur. 10. ágúst 2020 11:00 Mánaðamótin komu betur út hjá Vinnumálastofnun en búist var við Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust á borð Vinnumálastofnunar um mánaðamótin og segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri stofnunarinnar, að færri tilkynningar hefðu borist en búast mátti við. 4. ágúst 2020 14:10 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins segir það varhugavert að hækka atvinnuleysisbætur. Það geti leitt til aukins atvinnuleysis og stuðlað að því að færri störf verði búin til auk þess sem það geti orðið þungur baggi fyrir ríkið. „Það er auðvitað eðlilegt að það komi ákall um að aðstoða þá sem lenda í vanda, sérstaklega þegar við erum í svona mikilli efnahagslægð og auðvitað eðlilegt að huga að því, en alltaf þegar eru lagðar til svona tillögur sem að hafa áhrif á mikinn fjölda fólks og veita einhver loforð inn í framtíðina þá er mjög mikilvægt að huga að því hvernig það getur haft áhrif á aðra þætti og auðvitað hvernig við ætlum að fjármagna þetta,“ sagði Anna Hrefna Ingimundardóttir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Mörg lönd hafi lent í vandræðum vegna slíkra loforða þar sem ýmiss óvissa fylgi því. Hver útgjöldin verði síðar meir og ef til vill sé ekki fjármagn til fyrir það. „Þetta er bara það sem ég vildi vara við, að við þurfum að horfa á heildarmyndina þegar þessar tillögur eru bornar fram.“ „Bætur hér á landi mjög háar miðað við í öðrum löndum“ Anna Hrefna skrifaði grein sem birt var í Fréttablaðinu þar sem hún fór yfir stöðu atvinnuleysisbóta hér á landi í samanburði við atvinnuleysisbætur í öðrum OECD löndum. „Gögnin sem ég set fram í greininni sýna að tekjur tekjulægri einstaklinga, sem eru skilgreindir þannig að séu með 67% af meðaltekjum hjá OECD, að þeir viðhalda einu hæsta hlutfalli fyrir og eftir bætur á Íslandi miðað við OECD lönd þannig að það má draga þá ályktun að bætur séu mjög háar hér miðað við í öðrum löndum.“ Það sé ekki vegna þess að nauðsynjavörur séu dýrari hér en annarsstaðar. Öryggisnetið sé þéttara hér en í öðrum OECD löndum. Hún segir jafnframt margar rannsóknir sýna fram á það að þegar atvinnuleysisbætur séu hærri sækist fólk í að vera lengur á þeim. „Það eru tengsl til staðar, það er þegar bætur hækka þá er minni hvati fyrir fólk að fara og leita stíft að nýrri vinnu.“ Húsnæði Vinnumálastofnunar.Vísir/Hanna „Við getum alveg sagt það á Íslandi, ef einhver ætlar að halda því fram að bætur séu lágar hér á landi eða að fólk hafi það eitthvað verra hér en annars staðar þegar kemur að þessu atvinnuleysistryggingakerfi, þá er það alls ekki myndin. Líka ef við skoðum tekjur fyrir atvinnumissi þá eru þær líka mjög háar í samanburði við önnur lönd,“ segir Anna Hrefna. Horfa þurfi á það hvaða hlutfall fólk haldi af tekjum sínum eftir atvinnumissi. „Á Íslandi er það ekki bara til skemmri tíma það er líka til lengri tíma, þannig að hvort sem við erum að horfa á tvo mánuði, sex mánuði, eitt ár eða tvö ár þá erum við að halda þarna tiltölulega háu hlutfalli.“ Tryggingagjald íþyngjandi fyrir atvinnurekendur Bæturnar séu jafnframt fjármagnaðar af vinnandi fólki. Hugsa þurfi til þess ef atvinnuleysisbætur eru hækkaðar eða bótatímabil lengt, hvernig fjármagna eigi aukningu í útgjöldum. „Þetta kemur úr tryggingagjaldinu sem leggst ofan á laun. Þetta er í raun skattur á launagreiðslur þannig ef við erum að hugsa um atvinnuleysi þá getum við líka hugsað: hefur það ekki hamlandi áhrif á fjölgun starfa ef þú ert að gera hvert starf dýrara?“ Hún bendir á að tryggingagjaldið hafi verið hækkað töluvert í kjölfar Hrunsins 2008 en stefnan hafi alltaf verið sú að draga hækkunina til baka. Atvinnurekendur hafi í gegn um tíðina lýst því hve íþyngjandi greiðslurnar séu, gjaldið sé hátt og hafi hamlandi áhrif á störf. „Við höfum verið að kalla eftir því að þetta sé lækkað frekar og viljum vara eindregið við því að það sé hækkað aftur.“ Það leggist því á ríkið ef atvinnuleysisbætur hækka aftur og það sé varasamt miðað við efnahagsástandið sem er nú í dag. „Auðvitað hefur þetta allt áhrif á hvata fyrir utan það að ef við hækkum bætur eða lengjum tímabil þá gætum við í rauninni verið að auka atvinnuleysi en svo ef við ætlum líka að hækka skattana á störfin þá verða kannski til færri störf þannig að það verður sífellt erfiðara að standa undir kerfi þar sem þróunin er þessi.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Önnu Hrefnu í heild sinn hér að neðan.
Bítið Efnahagsmál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir stjórnvöld fórna meiri hagsmunum fyrir minni með núverandi fyrirkomulagi á landamærunum Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina fórna minni hagsmunum fyrir meiri með núverandi fyrirkomulagi á landamærunum. Það geti orðið til að lama innlent efnahagslíf. Að sögn þingmannsins felst lausnin í nýsköpun sem hið opinbera myndi fjármagna. 11. ágúst 2020 12:39 Atvinnuleit í kreppu: Fimm góð ráð Það má gera ráð fyrir því að margir verði í virkri atvinnuleit með haustinu þegar hlutabótaúrræði stjórnvalda lýkur og fjöldi fólks bætist við á hefðbundnar atvinnuleysisbætur. 10. ágúst 2020 11:00 Mánaðamótin komu betur út hjá Vinnumálastofnun en búist var við Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust á borð Vinnumálastofnunar um mánaðamótin og segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri stofnunarinnar, að færri tilkynningar hefðu borist en búast mátti við. 4. ágúst 2020 14:10 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Segir stjórnvöld fórna meiri hagsmunum fyrir minni með núverandi fyrirkomulagi á landamærunum Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina fórna minni hagsmunum fyrir meiri með núverandi fyrirkomulagi á landamærunum. Það geti orðið til að lama innlent efnahagslíf. Að sögn þingmannsins felst lausnin í nýsköpun sem hið opinbera myndi fjármagna. 11. ágúst 2020 12:39
Atvinnuleit í kreppu: Fimm góð ráð Það má gera ráð fyrir því að margir verði í virkri atvinnuleit með haustinu þegar hlutabótaúrræði stjórnvalda lýkur og fjöldi fólks bætist við á hefðbundnar atvinnuleysisbætur. 10. ágúst 2020 11:00
Mánaðamótin komu betur út hjá Vinnumálastofnun en búist var við Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust á borð Vinnumálastofnunar um mánaðamótin og segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri stofnunarinnar, að færri tilkynningar hefðu borist en búast mátti við. 4. ágúst 2020 14:10