Þeir hörðustu ætla hvorki að styðja né syngja fyrir nýjasta samherja Ragnars Anton Ingi Leifsson skrifar 13. ágúst 2020 14:00 Kamil Wilczek í treyju FCK. mynd/fck.dk Það hefur mikið gengið á í danska boltanum að undanförnu og þá sér í lagi FCK, eftir að liðið tilkynnti um komu Kamil Wilczek til félagsins. FCK datt út úr Evrópudeildinni í fyrrakvöld eftir hetjulega baráttu gegn Manchester United. Vítaspyrna í framlengingu tryggði enska stórliðinu sigur. Það hefur þó meira verið rætt um það sem gerðist hjá FCK í síðustu viku en þá tilkynnti FCK að þeir hefðu skrifað undir þriggja ára samning við framherjann Kamil Wilczek. Velkommen til Hovedstaden #fcklive #sldk pic.twitter.com/cCBT8pMJ4o— F.C. København (@FCKobenhavn) August 6, 2020 Pólski framherjinn lék með erkifjendum FCK í Bröndby á árunum 2016 til 2020 þar sem hann raðaði inn mörkum og var m.a. fyrirliði félagsins. Mikill hiti hefur verið í stuðningsmönnum Bröndby eftir skiptin og hafa þeir m.a. brennt treyjur Wilczek og rifið niður nafn hans utan af leikvangi liðsins. Der er gang i den på Vestegnen #fcklive pic.twitter.com/bZbchxQFkr— FCKfantv (@FCKFTV) August 6, 2020 Það eru ekki bara stuðningsmenn Bröndby sem eru reiðir því hluti af harðasta stuðningsmannahóp FCK líst ekkert á blikuna; að félagið hafi skrifað undir samning við leikmann sem lék svo lengi með erkifjendunum. Hluti hópsins senti svo frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir segja að þeir muni hvorki syngja né styðja við bakið á framherjanum. Nefndu þeir frekar unga leikmenn FCK sem ættu að fá tækifærið. „Enginn stuðningur, engir söngvar frá okkur til nýja leikmannsins númer níu. Wind, Daramy, Kaufmann og svo framvegis eru framtíðin,“ segir í yfirlýsingunni frá hópnum sem er syngjandi og trallandi bak við annað markið allan ársins hring. FCK endaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð sem eru vonbrigði þar á bæ. Ragnar Sigurðsson er á mála hjá FCK en á dögunum framlengdi hann samning sinn við félagið til næsta sumars. Danski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Það hefur mikið gengið á í danska boltanum að undanförnu og þá sér í lagi FCK, eftir að liðið tilkynnti um komu Kamil Wilczek til félagsins. FCK datt út úr Evrópudeildinni í fyrrakvöld eftir hetjulega baráttu gegn Manchester United. Vítaspyrna í framlengingu tryggði enska stórliðinu sigur. Það hefur þó meira verið rætt um það sem gerðist hjá FCK í síðustu viku en þá tilkynnti FCK að þeir hefðu skrifað undir þriggja ára samning við framherjann Kamil Wilczek. Velkommen til Hovedstaden #fcklive #sldk pic.twitter.com/cCBT8pMJ4o— F.C. København (@FCKobenhavn) August 6, 2020 Pólski framherjinn lék með erkifjendum FCK í Bröndby á árunum 2016 til 2020 þar sem hann raðaði inn mörkum og var m.a. fyrirliði félagsins. Mikill hiti hefur verið í stuðningsmönnum Bröndby eftir skiptin og hafa þeir m.a. brennt treyjur Wilczek og rifið niður nafn hans utan af leikvangi liðsins. Der er gang i den på Vestegnen #fcklive pic.twitter.com/bZbchxQFkr— FCKfantv (@FCKFTV) August 6, 2020 Það eru ekki bara stuðningsmenn Bröndby sem eru reiðir því hluti af harðasta stuðningsmannahóp FCK líst ekkert á blikuna; að félagið hafi skrifað undir samning við leikmann sem lék svo lengi með erkifjendunum. Hluti hópsins senti svo frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir segja að þeir muni hvorki syngja né styðja við bakið á framherjanum. Nefndu þeir frekar unga leikmenn FCK sem ættu að fá tækifærið. „Enginn stuðningur, engir söngvar frá okkur til nýja leikmannsins númer níu. Wind, Daramy, Kaufmann og svo framvegis eru framtíðin,“ segir í yfirlýsingunni frá hópnum sem er syngjandi og trallandi bak við annað markið allan ársins hring. FCK endaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð sem eru vonbrigði þar á bæ. Ragnar Sigurðsson er á mála hjá FCK en á dögunum framlengdi hann samning sinn við félagið til næsta sumars.
Danski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira