Marteinn Jónsson nýr framkvæmdastjóri Veltis Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. ágúst 2020 07:00 Marteinn Jónsson, nýr framkvæmdastjóri Veltis. Marteinn Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Veltis – Volvo atvinnutækjasviðs Brimborgar, samkvæmt fréttatilkynningu frá Brimborg, umboðsaðila Volvo á Íslandi. Marteinn er viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og hefur lengst af starfað hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki sem framkvæmdastjóri verslunar- og þjónustusviðs. Marteinn býr að langri reynslu í stjórnun og mikilli reynslu af rekstri öflugs þjónustuverkstæðis en undir hann heyrði véla-, bíla og rafmagnsverkstæði Kaupfélagsins á Sauðárkróki fyrir fólksbíla og önnur atvinnutæki. Marteinn er kvæntur Bertínu Guðrúnu Rodriquez, fjármálasérfræðingi hjá Reykjavíkurborg. Marteinn Jónsson við inngang Veltis. Veltir – Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar er eitt af sex viðskiptasviðum hjá Brimborg. Veltir er sölu- og þjónustuumboð fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og Volvo Penta bátavélar ásamt Hiab hleðslukrönum fyrir vörubíla. Veltir veitir eigendum atvinnutækja heildstæða þjónustu í framúrskarandi aðstöðu á Hádegismóum 8 sem opnuð var í nóvember 2018. Verkstæði Veltis á Hádegismóum er það fullkomnasta í greininni með góðu aðgengi frá stofnbrautum og mjög góðu athafnarými fyrir stór tæki. Hjá Velti er í boði öll þjónusta frá varahlutum og viðgerðum til Nokian dekkja og ökumælaþjónustu. Einnig býður Veltir hraðþjónustu fyrir vöru- og sendibíla og rútur undir nafninu Veltir Xpress. Í húsinu er einnig Frumherji með nýja og afar fullkomna skoðunarstöð. „Við erum mjög ánægð með að fá Martein til að taka við og leiða Veltisteymið inn í spennandi tíma en framundan er mikill uppgangur í innviðauppbyggingu á Íslandi. Veltir mun leika þar stórt hlutverk með sterk vörumerki, reynslumikla fagmenn og einstaka aðstöðu til að veita framúrskarandi þjónustu“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. „Ég er mjög spenntur fyrir að hefja störf hjá Velti og sé gríðarlega möguleika með þeim framúrskarandi sérfræðingum sem þar starfa í frábærri aðstöðu á Hádegismóum með öflug vörumerki“ segir Marteinn. Vistaskipti Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent
Marteinn Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Veltis – Volvo atvinnutækjasviðs Brimborgar, samkvæmt fréttatilkynningu frá Brimborg, umboðsaðila Volvo á Íslandi. Marteinn er viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og hefur lengst af starfað hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki sem framkvæmdastjóri verslunar- og þjónustusviðs. Marteinn býr að langri reynslu í stjórnun og mikilli reynslu af rekstri öflugs þjónustuverkstæðis en undir hann heyrði véla-, bíla og rafmagnsverkstæði Kaupfélagsins á Sauðárkróki fyrir fólksbíla og önnur atvinnutæki. Marteinn er kvæntur Bertínu Guðrúnu Rodriquez, fjármálasérfræðingi hjá Reykjavíkurborg. Marteinn Jónsson við inngang Veltis. Veltir – Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar er eitt af sex viðskiptasviðum hjá Brimborg. Veltir er sölu- og þjónustuumboð fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og Volvo Penta bátavélar ásamt Hiab hleðslukrönum fyrir vörubíla. Veltir veitir eigendum atvinnutækja heildstæða þjónustu í framúrskarandi aðstöðu á Hádegismóum 8 sem opnuð var í nóvember 2018. Verkstæði Veltis á Hádegismóum er það fullkomnasta í greininni með góðu aðgengi frá stofnbrautum og mjög góðu athafnarými fyrir stór tæki. Hjá Velti er í boði öll þjónusta frá varahlutum og viðgerðum til Nokian dekkja og ökumælaþjónustu. Einnig býður Veltir hraðþjónustu fyrir vöru- og sendibíla og rútur undir nafninu Veltir Xpress. Í húsinu er einnig Frumherji með nýja og afar fullkomna skoðunarstöð. „Við erum mjög ánægð með að fá Martein til að taka við og leiða Veltisteymið inn í spennandi tíma en framundan er mikill uppgangur í innviðauppbyggingu á Íslandi. Veltir mun leika þar stórt hlutverk með sterk vörumerki, reynslumikla fagmenn og einstaka aðstöðu til að veita framúrskarandi þjónustu“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. „Ég er mjög spenntur fyrir að hefja störf hjá Velti og sé gríðarlega möguleika með þeim framúrskarandi sérfræðingum sem þar starfa í frábærri aðstöðu á Hádegismóum með öflug vörumerki“ segir Marteinn.
Vistaskipti Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent