CrossFit heimurinn bregst við: „Spenntur fyrir hönd heimsins að við eigum núna eina Frederiksdóttir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2020 08:30 Anníe Mist Þórisdóttur og Frederik Ægidius urðu foreldrar í gær en hér sjást þau bíða spennt eftir komu dóttur sinnar fyrir nokkrum dögum. Mynd/Instagram Anníe Mist Þórisdóttur og Frederik Ægidius eignuðust dóttur í gær og það er óhætt að segja að þessum gleðifréttum hafi verið vel tekið í CrossFit heiminum. Í morgun höfðu 151 þúsund manns líkað við færslu Anníe Mistar um fæðinguna á Instagram og yfir 3600 sent kveðju í athugasemdum. Stórstjörnur úr CrossFit heiminum eru í þessum stóra hópi fólks sem gladdist yfir fæðingu erfingjans enda Anníe Mist Þórisdóttir og Frederik Ægidius í hópi þeirra sem farið hafa oftast á heimsleikana í CrossFit undanfarinn áratug. Táknræn mynd og Instagram síðu Anníe Mistar Þórisdóttur og Frederik Ægidius.Mynd/Instagram Það er skemmtilegt að renna yfir kveðjurnar og hvaða þær koma. Hér fyrir neðan eru nokkrar þeirra. „Til hamingju. Svo ánægð fyrir hönd ykkar beggja,“ skrifaði heimsmeistari síðustu þriggja ára, Tia-Clair Toomey. Annar margfaldur heimsmeistari eins og Anníe Mist og Tia er Katrín Tanja Davíðsdóttir sem sendi að sjálfsögðu kveðju. „Hjartað mitt má held ég bara springa. OHHHHHHH litla Frederiksdóttir sem ég get ekki beðið eftir að fa að kynnast & knúsa!,“ skrifaði Katrín Tanja. Fjallið, Hafþór Júlíus Björnsson, hefur fengið að æfa með Anníe Mist og Frederik og þekkir þau orðið vel. „Innilega til hamingju elsku vinir,“ skrifaði sterkasti maður Íslands undanfarin tíu ár. Það er líka ljóst að væntingar sumra til íslenska CrossFit barnsins eru töluverðar. Dæmi um það er kveðja reynsluboltans Cole Sager sem hefur keppt á heimsleikunum undanfarin sex ár, náði best fimmta sætinu árið 2016 og varð ellefti í fyrra. „Anníe og Frederik. Til hamingju bæði. Ég er svo ánægður fyrir ykkar hönd og einnig spenntur fyrir hönd heimsins að við eigum núna eina Frederiksdóttir,“ skrifaði Cole Sager. „Til hamingju með litlu prinsessuna ykkar,“ skrifaði hin norska Kristin Holte, sem varð í öðru sæti á heimsleikunum í fyrra og hefur verið meðal sjö efstu undanfarin þrjú ár. „Yayyyyy. Ég hef verið að hugsa mikið til þín undanfarna dag og að bíða eftir að hún kæmi í heiminn. Til hamingju manna,“ skrifaði Amandaj Barnhart sem varð í sjöunda sæti á síðustu heimsleikum. „Til hamingju Anníe og Frederik. Guð minn góður Frederiksdóttir,“ skrifaði Brooke Wells sem er annar reynslubolti frá heimsleikunum sem náði best sjötta sætinu árið 2016. Hin ástralska Kara Saunders þekkir það vel að eignast barn og koma aftur í CrossFit íþróttina eins og Anníe Mist ætlar sér. „Til hamningju með þetta bæði. Þetta er besta tilfinningin,“ skrifaði Kara Saunders sem eignaðist dóttur í um mitt ár í fyrra og var farin að keppa níu mánuðum síðar. „Jæja þá er ég orðinn Björgvin frændi,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson, besti CrossFit maður Íslands frá upphafi. Það eru auðvitað miklu fleiri kveðjur og þær má finna undir færslu Anníe Mistar á Instagram sem er hér fyrir neðan. View this post on Instagram The PRODUCT - the JOURNEY - the BEGINNING. It started as a stray thought, grew into an idea, matured into a plan and all of a sudden, now WE ARE responsible. Not just for me, not just for the two of us but for OUR FAMILY. Welcome to the world Baby Girl Frederiksdottir. You are everything we could have ever wanted. #Frederiksdottir A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Aug 11, 2020 at 10:31am PDT CrossFit Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttur og Frederik Ægidius eignuðust dóttur í gær og það er óhætt að segja að þessum gleðifréttum hafi verið vel tekið í CrossFit heiminum. Í morgun höfðu 151 þúsund manns líkað við færslu Anníe Mistar um fæðinguna á Instagram og yfir 3600 sent kveðju í athugasemdum. Stórstjörnur úr CrossFit heiminum eru í þessum stóra hópi fólks sem gladdist yfir fæðingu erfingjans enda Anníe Mist Þórisdóttir og Frederik Ægidius í hópi þeirra sem farið hafa oftast á heimsleikana í CrossFit undanfarinn áratug. Táknræn mynd og Instagram síðu Anníe Mistar Þórisdóttur og Frederik Ægidius.Mynd/Instagram Það er skemmtilegt að renna yfir kveðjurnar og hvaða þær koma. Hér fyrir neðan eru nokkrar þeirra. „Til hamingju. Svo ánægð fyrir hönd ykkar beggja,“ skrifaði heimsmeistari síðustu þriggja ára, Tia-Clair Toomey. Annar margfaldur heimsmeistari eins og Anníe Mist og Tia er Katrín Tanja Davíðsdóttir sem sendi að sjálfsögðu kveðju. „Hjartað mitt má held ég bara springa. OHHHHHHH litla Frederiksdóttir sem ég get ekki beðið eftir að fa að kynnast & knúsa!,“ skrifaði Katrín Tanja. Fjallið, Hafþór Júlíus Björnsson, hefur fengið að æfa með Anníe Mist og Frederik og þekkir þau orðið vel. „Innilega til hamingju elsku vinir,“ skrifaði sterkasti maður Íslands undanfarin tíu ár. Það er líka ljóst að væntingar sumra til íslenska CrossFit barnsins eru töluverðar. Dæmi um það er kveðja reynsluboltans Cole Sager sem hefur keppt á heimsleikunum undanfarin sex ár, náði best fimmta sætinu árið 2016 og varð ellefti í fyrra. „Anníe og Frederik. Til hamingju bæði. Ég er svo ánægður fyrir ykkar hönd og einnig spenntur fyrir hönd heimsins að við eigum núna eina Frederiksdóttir,“ skrifaði Cole Sager. „Til hamingju með litlu prinsessuna ykkar,“ skrifaði hin norska Kristin Holte, sem varð í öðru sæti á heimsleikunum í fyrra og hefur verið meðal sjö efstu undanfarin þrjú ár. „Yayyyyy. Ég hef verið að hugsa mikið til þín undanfarna dag og að bíða eftir að hún kæmi í heiminn. Til hamingju manna,“ skrifaði Amandaj Barnhart sem varð í sjöunda sæti á síðustu heimsleikum. „Til hamingju Anníe og Frederik. Guð minn góður Frederiksdóttir,“ skrifaði Brooke Wells sem er annar reynslubolti frá heimsleikunum sem náði best sjötta sætinu árið 2016. Hin ástralska Kara Saunders þekkir það vel að eignast barn og koma aftur í CrossFit íþróttina eins og Anníe Mist ætlar sér. „Til hamningju með þetta bæði. Þetta er besta tilfinningin,“ skrifaði Kara Saunders sem eignaðist dóttur í um mitt ár í fyrra og var farin að keppa níu mánuðum síðar. „Jæja þá er ég orðinn Björgvin frændi,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson, besti CrossFit maður Íslands frá upphafi. Það eru auðvitað miklu fleiri kveðjur og þær má finna undir færslu Anníe Mistar á Instagram sem er hér fyrir neðan. View this post on Instagram The PRODUCT - the JOURNEY - the BEGINNING. It started as a stray thought, grew into an idea, matured into a plan and all of a sudden, now WE ARE responsible. Not just for me, not just for the two of us but for OUR FAMILY. Welcome to the world Baby Girl Frederiksdottir. You are everything we could have ever wanted. #Frederiksdottir A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Aug 11, 2020 at 10:31am PDT
CrossFit Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira