„Þetta er ekkert Davíð og Golíat“ Sylvía Hall skrifar 11. ágúst 2020 19:49 Þorsteinn Már Baldvinsson segir Samherja hafa farið út í þáttagerðina til þess að varpa ljósi á vinnubrögð RÚV. VÍSIR/VILHELM Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir þáttagerð fyrirtækisins vera til þess fallna að upplýsa um vinnubrögð hjá „starfsmanni RÚV“ og fara efnislega yfir þau en ekki „hjóla í manninn“. Hann telur Ríkisútvarpið hafa leyft sér að ráðast á Samherja vegna stærðar fyrirtækisins. Í þættinum, sem birtur var í dag, er fjallað um skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs frá árinu 2010 sem var þungamiðjan í umfjöllun Kastljóss um meint brot Samherja. Þátturinn ber heitið „Skýrslan sem aldrei var gerð“ og fullyrðir Samherji að þeir hafi fengið staðfestingu á því að skýrslan hafi aldrei verið gerð. „Þetta mál er búið að standa yfir mjög lengi og það er kannski ekki rétt að Kastljós-þátturinn hafi verið rótin að húsleitinni. Það voru gögn að hluta til sem þeir lögðu fyrir Seðlabankann,“ sagði Þorsteinn Már í Reykjavík síðdegis í dag. „Við teljum okkur bara vera upplýsa um vinnubrögð hjá starfsmanni RÚV. Við teljum okkur ekki vera að fara í manninn, við erum að fara í þessu vinnubrögð til að lýsa því hvernig við vorum ranglega ásökuð, sem leiddi til gríðarlegs tjóns fyrir fyrirtækið og starfsmenn.“ Þrátt fyrir fullyrðingar Samherja um að skýrslan hafi aldrei verið gerð sagði Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna í samtali við Stundina í dag að hann hefði fengið sömu gögn í hendurnar. Þá hafnar RÚV því að þeir hafi farið út með rangar upplýsingar; skýrslan sé til og aðeins hafi verið átt við hana svo að persónugreinanlegar upplýsingar væru ekki sýnilegar til þess að halda trúnaði við heimildarmenn. Þorsteinn spyr hvers vegna Ríkisútvarpið birtir ekki skýrsluna ef hún er til. „Mér finnst mjög sérstakt núna að þeir vaða í manninn, þeir vilja ekki ræða vinnubrögðin. Þau segja bara: Samherji er stórt fyrirtæki og þess vegna má ráðast á fyrirtækið og fólkið sem vinnur hjá Samherja vegna þess að fyrirtækið er tiltölulega stórt.“ RÚV hafi viljað valda Samherja tjóni Þorsteinn segir niðurstöðu sérstaks saksóknara á sínum tíma hafa sýnt fram á að Samherji hafi skilað gjaldeyri „af mikilli kostgæfni og umfram skilaskyldu“. Það sé niðurstaða málsins og fólk þurfi að sætta sig við það. „Ég ætla bara að benda á það að það er búið að rannsaka Samherja hægri vinstri og ég ætla að benda á niðurstöður sérstaks saksóknara – þó að það sé mjög erfitt fyrir marga að kyngja því.“ Hann segir markmið RÚV hafa verið að valda Samherja tjóni; húsleit Seðlabankans hafi verið gerð í samvinnu við RÚV og nánast í beinni útsendingu. Samherji vilji aðeins varpa ljósi á þau vinnubrögð. Ríkisútvarpið hefur fordæmt vinnubrögð Samherja í kjölfar þáttarins. „Við erum bara að sýna núna vinnubrögð RÚV. Við erum ekki að fara í manninn, við erum að fara í vinnubrögðin. RÚV fer alveg öfugt í þetta og segir: Við erum svo litlir, það er einhver stór að ráðast á okkur, við erum lítilmagni. Þetta eru bara rök sem ganga ekki upp,“ segir Þorsteinn. „RÚV er ekkert lítilmagi. RÚV er langstærsti fjölmiðillinn á Íslandi […] Þetta er ekkert Davíð og Golíat.“ Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fordæmir vinnubrögð Samherja Fréttastjóri RÚV fordæmir ásakanir Samherja um að fréttamaður stofnunarinnar hafi falsað gögn í umfjöllun um fyrirtækið. Sjaldan eða aldrei hafi verið seilst svo langt í að skjóta sendiboðann. 11. ágúst 2020 19:00 Segist hafa fengið sömu gögn og Helgi Seljan Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segist hafa fengið í hendurnar sömu gögn og fréttamaðurinn Helgi Seljan 11. ágúst 2020 18:00 Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir þáttagerð fyrirtækisins vera til þess fallna að upplýsa um vinnubrögð hjá „starfsmanni RÚV“ og fara efnislega yfir þau en ekki „hjóla í manninn“. Hann telur Ríkisútvarpið hafa leyft sér að ráðast á Samherja vegna stærðar fyrirtækisins. Í þættinum, sem birtur var í dag, er fjallað um skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs frá árinu 2010 sem var þungamiðjan í umfjöllun Kastljóss um meint brot Samherja. Þátturinn ber heitið „Skýrslan sem aldrei var gerð“ og fullyrðir Samherji að þeir hafi fengið staðfestingu á því að skýrslan hafi aldrei verið gerð. „Þetta mál er búið að standa yfir mjög lengi og það er kannski ekki rétt að Kastljós-þátturinn hafi verið rótin að húsleitinni. Það voru gögn að hluta til sem þeir lögðu fyrir Seðlabankann,“ sagði Þorsteinn Már í Reykjavík síðdegis í dag. „Við teljum okkur bara vera upplýsa um vinnubrögð hjá starfsmanni RÚV. Við teljum okkur ekki vera að fara í manninn, við erum að fara í þessu vinnubrögð til að lýsa því hvernig við vorum ranglega ásökuð, sem leiddi til gríðarlegs tjóns fyrir fyrirtækið og starfsmenn.“ Þrátt fyrir fullyrðingar Samherja um að skýrslan hafi aldrei verið gerð sagði Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna í samtali við Stundina í dag að hann hefði fengið sömu gögn í hendurnar. Þá hafnar RÚV því að þeir hafi farið út með rangar upplýsingar; skýrslan sé til og aðeins hafi verið átt við hana svo að persónugreinanlegar upplýsingar væru ekki sýnilegar til þess að halda trúnaði við heimildarmenn. Þorsteinn spyr hvers vegna Ríkisútvarpið birtir ekki skýrsluna ef hún er til. „Mér finnst mjög sérstakt núna að þeir vaða í manninn, þeir vilja ekki ræða vinnubrögðin. Þau segja bara: Samherji er stórt fyrirtæki og þess vegna má ráðast á fyrirtækið og fólkið sem vinnur hjá Samherja vegna þess að fyrirtækið er tiltölulega stórt.“ RÚV hafi viljað valda Samherja tjóni Þorsteinn segir niðurstöðu sérstaks saksóknara á sínum tíma hafa sýnt fram á að Samherji hafi skilað gjaldeyri „af mikilli kostgæfni og umfram skilaskyldu“. Það sé niðurstaða málsins og fólk þurfi að sætta sig við það. „Ég ætla bara að benda á það að það er búið að rannsaka Samherja hægri vinstri og ég ætla að benda á niðurstöður sérstaks saksóknara – þó að það sé mjög erfitt fyrir marga að kyngja því.“ Hann segir markmið RÚV hafa verið að valda Samherja tjóni; húsleit Seðlabankans hafi verið gerð í samvinnu við RÚV og nánast í beinni útsendingu. Samherji vilji aðeins varpa ljósi á þau vinnubrögð. Ríkisútvarpið hefur fordæmt vinnubrögð Samherja í kjölfar þáttarins. „Við erum bara að sýna núna vinnubrögð RÚV. Við erum ekki að fara í manninn, við erum að fara í vinnubrögðin. RÚV fer alveg öfugt í þetta og segir: Við erum svo litlir, það er einhver stór að ráðast á okkur, við erum lítilmagni. Þetta eru bara rök sem ganga ekki upp,“ segir Þorsteinn. „RÚV er ekkert lítilmagi. RÚV er langstærsti fjölmiðillinn á Íslandi […] Þetta er ekkert Davíð og Golíat.“
Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fordæmir vinnubrögð Samherja Fréttastjóri RÚV fordæmir ásakanir Samherja um að fréttamaður stofnunarinnar hafi falsað gögn í umfjöllun um fyrirtækið. Sjaldan eða aldrei hafi verið seilst svo langt í að skjóta sendiboðann. 11. ágúst 2020 19:00 Segist hafa fengið sömu gögn og Helgi Seljan Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segist hafa fengið í hendurnar sömu gögn og fréttamaðurinn Helgi Seljan 11. ágúst 2020 18:00 Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Fordæmir vinnubrögð Samherja Fréttastjóri RÚV fordæmir ásakanir Samherja um að fréttamaður stofnunarinnar hafi falsað gögn í umfjöllun um fyrirtækið. Sjaldan eða aldrei hafi verið seilst svo langt í að skjóta sendiboðann. 11. ágúst 2020 19:00
Segist hafa fengið sömu gögn og Helgi Seljan Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segist hafa fengið í hendurnar sömu gögn og fréttamaðurinn Helgi Seljan 11. ágúst 2020 18:00
Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31