Fordæmir vinnubrögð Samherja Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. ágúst 2020 19:00 Fréttastjóri RÚV fordæmir ásakanir Samherja um að fréttamaður stofnunarinnar hafi falsað gögn í umfjöllun um fyrirtækið. Sjaldan eða aldrei hafi verið seilst svo langt í að skjóta sendiboðann. Samherji birti í morgun myndband á Youtube þar sem Helgi Seljan fréttamaður og RÚV eru sökuð um að hafa falsað gögn við gerð Kastljóssþáttar mars 2012 þar sem fyrirtækið var sakað um selja dótturfélagi sínu í Þýskalandi karfa á undirvirði og þannig brotið gjaldeyrislög. Seðlabankinn gerði húsleit hjá Samherja sama dag og Kastjósþátturinn fór í loftið og fór í kjölfarið í mál við fyrirækið en Samherji var á endanum sýknaður í Hæstarétti. Í Kastljóssþættinum vísar Helgi Seljan til skýrslu frá Verðlagsstofu skiptaverðs þessu til sönnunar. Í myndbandinu er viðtal við Jón Óttar Ólafsson afbrotafræðing og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður sem Samherji réð til að rannsaka málið. Hann hitti Helga á sínum tíma. „Ég kom því til leiðar að ég og Helgi hittumst á fundi á lögmannsstofu hér í bænum. Án þess að hann vissi þá hafði ég annan tilgang með þessum fundi og tók þennan fund upp,“ segir Jón Óttar í myndbandinu. Í myndbandinu er spilaður bútur úr þessari leynilegu upptöku þar sem Helgi segist hafa átt við skýrsluna. Helgi Seljan segir gögnin áreiðanleg en það þurfi virða trúnað við heimildarmenn. „Áður en slík gögn eru birt þarf að taka af þeim persónulega greinarleg gögn og það var það eina sem átt var við gögnin eftir að við vorum búin að fullvissa okkur um að hvaðan þau voru og hvað fælist í þeim. Það liggur fyrir að það var verið að rannsaka þessa verðlagninu á karfa á þessum tíma það fengum við rækilega staðfest og gögn um það hvernig farið var með verðlagninu Samherja á þessum tíma. Við fengum þetta allt staðfest,“ segir Helgi. Helgi Seljan fjölmiðlamaðurVísir Í þættinum og tölvupósti sem fréttastofa hefur undir höndum segir Ingveldur Jóhannesdóttir deildarstjóri Verðlagsstofu skiptaverðs að engin skýrsla hafi verið unnið í málinu en hins vegar var karfarannsókn gerð á sínum tíma. Þá kom fram í svari þaðan í dag að þó að rannsókn færi fram væri ekki alltaf gerð skýrsla. Niðurstöður rannsókna fari til úrskurðarnefndar. Í yfirlýsingu frá RÚV í dag er því hafnað með öllu að skýrsla sé ekki til. „Þessi gögn eru til og umfjöllunin stendur og við getum staðfest það. Þarna er Samherji að ganga lengra en menn hafa gert nokkru sinni í að reyna að skjóta sendiboðann og afvegaleiða umræðuna og koma í veg fyrir gagnrýna umfjöllun. Þessar ásakanir eru mjög alvarlegar og við höfum fordæmt þessi vinnubrögð og vonum að þetta sé ekki það sem koma skal í íslensku samfélagi“ segir Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV. Guðrún Arndís Jónsdóttir var forstöðumaður Verðlagsstofu skiptaverðs á árunum 2008-2010 eða á þeim tíma sem umtöluð gögn Kastljóss vísa m.a. til. Hún sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún muni ekki hvort skýrsla hafi verið gerð í þessu máli. Hún segist reikna með að stjórn stofnunarinnar nú sé að greina satt og rétt frá. Hún rengi ekki svör þeirra. Í viðtali við Stundina nú síðdegis staðfestir fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna að skjalið, sem Samherji segir að Helgi hafi falsað, hafi verið til og að hann hafi haft það. Guðmundur Ragnarsson segir að skjalið hafi komið frá Verðlagsstofu skiptaverðs. Fjölmiðlar Sjávarútvegur Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Segist hafa fengið sömu gögn og Helgi Seljan Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segist hafa fengið í hendurnar sömu gögn og fréttamaðurinn Helgi Seljan 11. ágúst 2020 18:00 Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14 Ríkisútvarpið kemur Helga Seljan til varnar Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. 11. ágúst 2020 12:47 Hvers vegna hljóðritaði ég Helga Seljan með leynd? Í dag birti Samherji heimildarþátt sem fjallar um aðdraganda og eftirmál svokallaðs Seðlabankamáls. Í þættinum er meðal annars spiluð leynileg upptaka af Helga Seljan þar sem hann viðurkennir að hafa sagt áhorfendum Ríkissjónvarpsins ósatt í þætti Kastljóss 27. mars 2012. 11. ágúst 2020 12:00 Fimm staðreyndir Staðreynd 1: Samherji hefur grætt milljarða á því að nýta auðlindir Íslands, sem eru þó samkvæmt lögum eign íslensku þjóðarinnar. 11. ágúst 2020 11:00 Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31 Samherji birtir í dag myndband þar sem RÚV er sakað um að falsa gögn Útgerðarfélagið Samherji ber Ríkisútvarpið og fréttamanninn Helga Seljan þungum sökum í myndbandi sem fyrirtækið birtir í dag. 11. ágúst 2020 08:02 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Sjá meira
Fréttastjóri RÚV fordæmir ásakanir Samherja um að fréttamaður stofnunarinnar hafi falsað gögn í umfjöllun um fyrirtækið. Sjaldan eða aldrei hafi verið seilst svo langt í að skjóta sendiboðann. Samherji birti í morgun myndband á Youtube þar sem Helgi Seljan fréttamaður og RÚV eru sökuð um að hafa falsað gögn við gerð Kastljóssþáttar mars 2012 þar sem fyrirtækið var sakað um selja dótturfélagi sínu í Þýskalandi karfa á undirvirði og þannig brotið gjaldeyrislög. Seðlabankinn gerði húsleit hjá Samherja sama dag og Kastjósþátturinn fór í loftið og fór í kjölfarið í mál við fyrirækið en Samherji var á endanum sýknaður í Hæstarétti. Í Kastljóssþættinum vísar Helgi Seljan til skýrslu frá Verðlagsstofu skiptaverðs þessu til sönnunar. Í myndbandinu er viðtal við Jón Óttar Ólafsson afbrotafræðing og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður sem Samherji réð til að rannsaka málið. Hann hitti Helga á sínum tíma. „Ég kom því til leiðar að ég og Helgi hittumst á fundi á lögmannsstofu hér í bænum. Án þess að hann vissi þá hafði ég annan tilgang með þessum fundi og tók þennan fund upp,“ segir Jón Óttar í myndbandinu. Í myndbandinu er spilaður bútur úr þessari leynilegu upptöku þar sem Helgi segist hafa átt við skýrsluna. Helgi Seljan segir gögnin áreiðanleg en það þurfi virða trúnað við heimildarmenn. „Áður en slík gögn eru birt þarf að taka af þeim persónulega greinarleg gögn og það var það eina sem átt var við gögnin eftir að við vorum búin að fullvissa okkur um að hvaðan þau voru og hvað fælist í þeim. Það liggur fyrir að það var verið að rannsaka þessa verðlagninu á karfa á þessum tíma það fengum við rækilega staðfest og gögn um það hvernig farið var með verðlagninu Samherja á þessum tíma. Við fengum þetta allt staðfest,“ segir Helgi. Helgi Seljan fjölmiðlamaðurVísir Í þættinum og tölvupósti sem fréttastofa hefur undir höndum segir Ingveldur Jóhannesdóttir deildarstjóri Verðlagsstofu skiptaverðs að engin skýrsla hafi verið unnið í málinu en hins vegar var karfarannsókn gerð á sínum tíma. Þá kom fram í svari þaðan í dag að þó að rannsókn færi fram væri ekki alltaf gerð skýrsla. Niðurstöður rannsókna fari til úrskurðarnefndar. Í yfirlýsingu frá RÚV í dag er því hafnað með öllu að skýrsla sé ekki til. „Þessi gögn eru til og umfjöllunin stendur og við getum staðfest það. Þarna er Samherji að ganga lengra en menn hafa gert nokkru sinni í að reyna að skjóta sendiboðann og afvegaleiða umræðuna og koma í veg fyrir gagnrýna umfjöllun. Þessar ásakanir eru mjög alvarlegar og við höfum fordæmt þessi vinnubrögð og vonum að þetta sé ekki það sem koma skal í íslensku samfélagi“ segir Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV. Guðrún Arndís Jónsdóttir var forstöðumaður Verðlagsstofu skiptaverðs á árunum 2008-2010 eða á þeim tíma sem umtöluð gögn Kastljóss vísa m.a. til. Hún sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún muni ekki hvort skýrsla hafi verið gerð í þessu máli. Hún segist reikna með að stjórn stofnunarinnar nú sé að greina satt og rétt frá. Hún rengi ekki svör þeirra. Í viðtali við Stundina nú síðdegis staðfestir fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna að skjalið, sem Samherji segir að Helgi hafi falsað, hafi verið til og að hann hafi haft það. Guðmundur Ragnarsson segir að skjalið hafi komið frá Verðlagsstofu skiptaverðs.
Fjölmiðlar Sjávarútvegur Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Segist hafa fengið sömu gögn og Helgi Seljan Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segist hafa fengið í hendurnar sömu gögn og fréttamaðurinn Helgi Seljan 11. ágúst 2020 18:00 Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14 Ríkisútvarpið kemur Helga Seljan til varnar Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. 11. ágúst 2020 12:47 Hvers vegna hljóðritaði ég Helga Seljan með leynd? Í dag birti Samherji heimildarþátt sem fjallar um aðdraganda og eftirmál svokallaðs Seðlabankamáls. Í þættinum er meðal annars spiluð leynileg upptaka af Helga Seljan þar sem hann viðurkennir að hafa sagt áhorfendum Ríkissjónvarpsins ósatt í þætti Kastljóss 27. mars 2012. 11. ágúst 2020 12:00 Fimm staðreyndir Staðreynd 1: Samherji hefur grætt milljarða á því að nýta auðlindir Íslands, sem eru þó samkvæmt lögum eign íslensku þjóðarinnar. 11. ágúst 2020 11:00 Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31 Samherji birtir í dag myndband þar sem RÚV er sakað um að falsa gögn Útgerðarfélagið Samherji ber Ríkisútvarpið og fréttamanninn Helga Seljan þungum sökum í myndbandi sem fyrirtækið birtir í dag. 11. ágúst 2020 08:02 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Sjá meira
Segist hafa fengið sömu gögn og Helgi Seljan Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segist hafa fengið í hendurnar sömu gögn og fréttamaðurinn Helgi Seljan 11. ágúst 2020 18:00
Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14
Ríkisútvarpið kemur Helga Seljan til varnar Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. 11. ágúst 2020 12:47
Hvers vegna hljóðritaði ég Helga Seljan með leynd? Í dag birti Samherji heimildarþátt sem fjallar um aðdraganda og eftirmál svokallaðs Seðlabankamáls. Í þættinum er meðal annars spiluð leynileg upptaka af Helga Seljan þar sem hann viðurkennir að hafa sagt áhorfendum Ríkissjónvarpsins ósatt í þætti Kastljóss 27. mars 2012. 11. ágúst 2020 12:00
Fimm staðreyndir Staðreynd 1: Samherji hefur grætt milljarða á því að nýta auðlindir Íslands, sem eru þó samkvæmt lögum eign íslensku þjóðarinnar. 11. ágúst 2020 11:00
Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31
Samherji birtir í dag myndband þar sem RÚV er sakað um að falsa gögn Útgerðarfélagið Samherji ber Ríkisútvarpið og fréttamanninn Helga Seljan þungum sökum í myndbandi sem fyrirtækið birtir í dag. 11. ágúst 2020 08:02
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent