Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. ágúst 2020 13:14 Helgi Seljan Sjónvarpsmaður Vísir/Vilhelm Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. Hann segir að ummæli hans sem heyra má í þættinum um að átt hafi verið við tiltekið skjal sé sundurklippt og vísi þau einungis til þess að hann hafi afmáð persónugreinanlegar upplýsingar sem vísað hefðu getað á heimildarmann hans. Útgerðarfélagið sendi frá sér vefþátt í morgun þar sem það svarar umfjöllun Ríkisútvarpsins árið 2012 um sölu Samherja á afla til dótturfélags. Í þættinum er Helgi Seljan borinn þungum sökum og sagður hafa falsað gögn til að styðja við fréttaflutning sinn. Í yfirlýsingu sem Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, birtir fyrir hönd Helga segir að það sé ekki bara „rangt, heldur einkar bíræfið“ hvernig því sé haldið að fram umrætt skjal, skýrsla um samanburð á útflutningsverði á karfa til Þýskalands, sé fölsuð. „Skýrsla um samanburð á útflutningsverði á karfa til Þýskalands, sem sýndi að Samherji seldi fyrirtækjum sínum þar í landi afla eigin skipa á lægra verði en gerðist og gekk í viðskiptum annarra, var sannarlega til og gerð af Verðlagsstofu skiptaverðs. Eins og fram kom í Kastljósi, þegar vitnað var til hennar og hún sýnd,“ segir Helgi. Í þætti Samherja, sem ber heitið Skýrslan sem aldrei varð, er vísað til samskipta við starfsmann Verðlagsnefndar þar sem útgerðarfélagið telur sig hafa fengið staðfestingu á því að umrædd skýrsla hafi aldrei verið gerð. „Það, hvers vegna núverandi starfsmaður Verðlagsstofu hafnar því núna, 8 árum eftir birtingu þess í sjónvarpi, að það hafi verið gert, er með nokkrum ólíkindum, þó ekki sé fastar að orði kveðið. Skjalið var sannarlega gert af þáverandi forstjóra Verðlagsstofu skiptaverðs, og lagt fram í Úrskurðarnefnd útvegsmanna og sjómanna. Það var jafnframt tilefni athugasemda Verðlagsstofu við Samherja, rannsókn, eins og það var orðað af Verðlagsstofu sjálfri. Rétt eins og núverandi forstjóri Verðlagsstofu staðfestir í raun í þessum samskiptum sínum við Samherja, nú í apríl,“ segir Helgi. Í þættinum má heyra upptöku sem Jón Óttar Ólafsson, sem Samherji segist hafa fengið til að rannsaka mál sem tengjast fyrirtækinu, tók upp á fundi með Helga árið 2014. Segir Helgi að þessi upptaka, eins og hún birtist í þættinum sé sundurklippt. „Sundurklippt ummæli um að átt hafi verið við skjalið, vísa eingöngu til þess að áður en það var birt voru persónugreinanlegar upplýsingar, sem hefðu getað vísað á heimildarmann, afmáðar af því. Það að snúið sé út úr því með þeim hætti sem gert er, segir alla söguna um raunverulegan tilgang þessarar myndbandagerðar Þorsteins Más og félaga,“ segir Helgi. Þá segir hann það rangt að Kastljós hafi ekki gengið úr skugga um hvaðan og hvers eðlis skýrslan var, jafnvel þótt Verðlagsstofan hafi ekki viljað staðfesta neitt opinberlega. Skýrslan var þungamiðjan í umfjöllun Ríkisútvarpsins um meint brot Samherja, félagið hafi selt dótturfélagi sínu afla á undirverði. Í yfirlýsingunni, sem lesa má hér að neðan og snertir á flestu því sem kom fram í þættinum, segir Helgi að tilgangur þáttarins sé augljós. „Að reyna að hafa af blaðamönnum æruna með atvinnurógi af versta tagi og það sem skiptir jafnvel meira máli - að dreifa athyglinni frá þeirri staðreynd að Þorsteinn Már Baldvinsson og starfsmenn hans sæta nú rannsókn í stóru sakamáli og hafa til þessa ekki svarað lykilspurningum um framferði fyrirtækisins á erlendri grund.“ Í dag voru sett ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn. Í stuttu máli er ekkert hæft í...Posted by Thora Arnorsdottir on Þriðjudagur, 11. ágúst 2020 Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ríkisútvarpið kemur Helga Seljan til varnar Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. 11. ágúst 2020 12:47 Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31 Samherji framleiðir eigin þætti Samherji boðar útgáfu vefþátta, hvers ætlunarverk er að miðla sýn útgerðafélagsins á Samherjamálið svokallaða og umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. 10. ágúst 2020 12:03 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. Hann segir að ummæli hans sem heyra má í þættinum um að átt hafi verið við tiltekið skjal sé sundurklippt og vísi þau einungis til þess að hann hafi afmáð persónugreinanlegar upplýsingar sem vísað hefðu getað á heimildarmann hans. Útgerðarfélagið sendi frá sér vefþátt í morgun þar sem það svarar umfjöllun Ríkisútvarpsins árið 2012 um sölu Samherja á afla til dótturfélags. Í þættinum er Helgi Seljan borinn þungum sökum og sagður hafa falsað gögn til að styðja við fréttaflutning sinn. Í yfirlýsingu sem Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, birtir fyrir hönd Helga segir að það sé ekki bara „rangt, heldur einkar bíræfið“ hvernig því sé haldið að fram umrætt skjal, skýrsla um samanburð á útflutningsverði á karfa til Þýskalands, sé fölsuð. „Skýrsla um samanburð á útflutningsverði á karfa til Þýskalands, sem sýndi að Samherji seldi fyrirtækjum sínum þar í landi afla eigin skipa á lægra verði en gerðist og gekk í viðskiptum annarra, var sannarlega til og gerð af Verðlagsstofu skiptaverðs. Eins og fram kom í Kastljósi, þegar vitnað var til hennar og hún sýnd,“ segir Helgi. Í þætti Samherja, sem ber heitið Skýrslan sem aldrei varð, er vísað til samskipta við starfsmann Verðlagsnefndar þar sem útgerðarfélagið telur sig hafa fengið staðfestingu á því að umrædd skýrsla hafi aldrei verið gerð. „Það, hvers vegna núverandi starfsmaður Verðlagsstofu hafnar því núna, 8 árum eftir birtingu þess í sjónvarpi, að það hafi verið gert, er með nokkrum ólíkindum, þó ekki sé fastar að orði kveðið. Skjalið var sannarlega gert af þáverandi forstjóra Verðlagsstofu skiptaverðs, og lagt fram í Úrskurðarnefnd útvegsmanna og sjómanna. Það var jafnframt tilefni athugasemda Verðlagsstofu við Samherja, rannsókn, eins og það var orðað af Verðlagsstofu sjálfri. Rétt eins og núverandi forstjóri Verðlagsstofu staðfestir í raun í þessum samskiptum sínum við Samherja, nú í apríl,“ segir Helgi. Í þættinum má heyra upptöku sem Jón Óttar Ólafsson, sem Samherji segist hafa fengið til að rannsaka mál sem tengjast fyrirtækinu, tók upp á fundi með Helga árið 2014. Segir Helgi að þessi upptaka, eins og hún birtist í þættinum sé sundurklippt. „Sundurklippt ummæli um að átt hafi verið við skjalið, vísa eingöngu til þess að áður en það var birt voru persónugreinanlegar upplýsingar, sem hefðu getað vísað á heimildarmann, afmáðar af því. Það að snúið sé út úr því með þeim hætti sem gert er, segir alla söguna um raunverulegan tilgang þessarar myndbandagerðar Þorsteins Más og félaga,“ segir Helgi. Þá segir hann það rangt að Kastljós hafi ekki gengið úr skugga um hvaðan og hvers eðlis skýrslan var, jafnvel þótt Verðlagsstofan hafi ekki viljað staðfesta neitt opinberlega. Skýrslan var þungamiðjan í umfjöllun Ríkisútvarpsins um meint brot Samherja, félagið hafi selt dótturfélagi sínu afla á undirverði. Í yfirlýsingunni, sem lesa má hér að neðan og snertir á flestu því sem kom fram í þættinum, segir Helgi að tilgangur þáttarins sé augljós. „Að reyna að hafa af blaðamönnum æruna með atvinnurógi af versta tagi og það sem skiptir jafnvel meira máli - að dreifa athyglinni frá þeirri staðreynd að Þorsteinn Már Baldvinsson og starfsmenn hans sæta nú rannsókn í stóru sakamáli og hafa til þessa ekki svarað lykilspurningum um framferði fyrirtækisins á erlendri grund.“ Í dag voru sett ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn. Í stuttu máli er ekkert hæft í...Posted by Thora Arnorsdottir on Þriðjudagur, 11. ágúst 2020
Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ríkisútvarpið kemur Helga Seljan til varnar Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. 11. ágúst 2020 12:47 Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31 Samherji framleiðir eigin þætti Samherji boðar útgáfu vefþátta, hvers ætlunarverk er að miðla sýn útgerðafélagsins á Samherjamálið svokallaða og umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. 10. ágúst 2020 12:03 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Ríkisútvarpið kemur Helga Seljan til varnar Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. 11. ágúst 2020 12:47
Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31
Samherji framleiðir eigin þætti Samherji boðar útgáfu vefþátta, hvers ætlunarverk er að miðla sýn útgerðafélagsins á Samherjamálið svokallaða og umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. 10. ágúst 2020 12:03