Veiran á landinu barst ekki frá „öruggu ríki“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 11:22 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg ef ná á utan um þessa aðra bylgju kórónuveirufaraldursins. Það hangi hins vegar fleira á spítunni. Vísir/Vilhelm Sú gerð veirunnar sem nú finnst á víð og dreif um landið barst ekki með farþega frá ríki sem er undanþegið skimun á landamærunum. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í aðsendri grein sem hann birti á Vísi. Greinin er svar við skrifum Ólafs Haukssonar almannatengils þar sem hann ýjar að því að Íslensk erfðagreining hafi stuðlað að því að kórónuveiran bærist til landsins. Það hafi fyrirtækið gert með því að hætta skimun á landamærunum með stuttum fyrirvara „og þess vegna hafi orðið að hætta að skima eftir veirunni í þeim sem komu frá löndum sem töldust örugg og þess vegna hafi veiran komist inn í landið aftur,“ skrifar Ólafur. Kári hafnar þessari söguskýringu í grein sinni og segir brotthvarf fyrirtækisins ekki hafa verið fyrirvaralaust. Íslensk erfðagreining hafi þannig séð alfarið um skimun á landamærunum í tvær vikur - „og hjálpaði Landspítalanum að taka við henni með því að þjálfa fyrir hann átján starfsmenn og gefa honum heimasmíðaðan hugbúnað sem er algjör forsenda þess að spítalinn geti sinnt verkefninu. Það er því alrangt að við höfum hlaupist á brott,“ skrifar Kári. Þar að auki hafi fyrirtækið haldið áfram að raðgreina veiruna úr öllum sýnum sem greinst hafa á landinu, getan til þess sé hvergi annars staðar en hjá Íslenskri erfðagreiningu. Kári segir umrædda raðgreiningu hafa verið nauðsynlega til þess að rekja smit. Frá skimunaraðstöðunni á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Elísabet Inga „Svo er það staðreynd að tæknilega hefur skimun á landamærum gengið vel og ekki síður hjá Landspítalanum en okkur. Nokkrir sýktir einstaklingar hafa komist í gegn án þess að veiran fyndist en í öllum tilfellum hefur verið hægt að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu utan einu,“ skrifar Kári og vísar þar til þess afbrigðis veirunnar sem stjórnvöld glíma nú við. Eins og fram hefur komið á upplýsingafundum almannavarna að undanförnu þá hafi sýkingar síðustu daga sýnt fram á að tvær gerðir veirunnar hafi farið á flug hér á landi. Búið sé að ná tökum á annarri þeirra en önnur sé ennþá að skjóta upp kollinum. „Það er smit af veirunni með mynstur stökkbreytinga sem er mjög sjaldgæft og gæti ekki verið frá einu af „öruggu“ löndunum sem eru undanþegin skimun,“ skrifar Kári. Öruggu löndin eru sex: Danmörk, Noregur, Þýskaland, Finnland, Færeyjar og Grænland. Kári segir Íslenska erfðagreiningu því ekki hafa hætt skimun á landamærum fyrr en fyrirtækið var búið að sjá til þess að Landspítalinn gæti tekið við að skima í sama magni og af jafn miklum gæðum. „Þegar maður leggur saman reynslu af skimun ÍE og Landspítalans er ljóst að það komast mjög fáir smitaðir inn í landið þegar það er skimað en þó einstaka. Það er líka ljóst að oftast er hægt að koma í veg fyrir að þeir sem sleppa inn valdi miklum skaða en ekki alltaf.“ Grein Kára má nálgast í heild með því að smella hér. Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hagsmunir Það er ekki alltaf öfundsvert hlutverkið almannatengla sem er gjarnan ætlað að leiða mönnum fyrir sjónir þær hliðar á málefnum sem ekki eru auðsæjar, stundum vegna þess að þær eru einfaldlega ekki til 11. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Sjá meira
Sú gerð veirunnar sem nú finnst á víð og dreif um landið barst ekki með farþega frá ríki sem er undanþegið skimun á landamærunum. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í aðsendri grein sem hann birti á Vísi. Greinin er svar við skrifum Ólafs Haukssonar almannatengils þar sem hann ýjar að því að Íslensk erfðagreining hafi stuðlað að því að kórónuveiran bærist til landsins. Það hafi fyrirtækið gert með því að hætta skimun á landamærunum með stuttum fyrirvara „og þess vegna hafi orðið að hætta að skima eftir veirunni í þeim sem komu frá löndum sem töldust örugg og þess vegna hafi veiran komist inn í landið aftur,“ skrifar Ólafur. Kári hafnar þessari söguskýringu í grein sinni og segir brotthvarf fyrirtækisins ekki hafa verið fyrirvaralaust. Íslensk erfðagreining hafi þannig séð alfarið um skimun á landamærunum í tvær vikur - „og hjálpaði Landspítalanum að taka við henni með því að þjálfa fyrir hann átján starfsmenn og gefa honum heimasmíðaðan hugbúnað sem er algjör forsenda þess að spítalinn geti sinnt verkefninu. Það er því alrangt að við höfum hlaupist á brott,“ skrifar Kári. Þar að auki hafi fyrirtækið haldið áfram að raðgreina veiruna úr öllum sýnum sem greinst hafa á landinu, getan til þess sé hvergi annars staðar en hjá Íslenskri erfðagreiningu. Kári segir umrædda raðgreiningu hafa verið nauðsynlega til þess að rekja smit. Frá skimunaraðstöðunni á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Elísabet Inga „Svo er það staðreynd að tæknilega hefur skimun á landamærum gengið vel og ekki síður hjá Landspítalanum en okkur. Nokkrir sýktir einstaklingar hafa komist í gegn án þess að veiran fyndist en í öllum tilfellum hefur verið hægt að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu utan einu,“ skrifar Kári og vísar þar til þess afbrigðis veirunnar sem stjórnvöld glíma nú við. Eins og fram hefur komið á upplýsingafundum almannavarna að undanförnu þá hafi sýkingar síðustu daga sýnt fram á að tvær gerðir veirunnar hafi farið á flug hér á landi. Búið sé að ná tökum á annarri þeirra en önnur sé ennþá að skjóta upp kollinum. „Það er smit af veirunni með mynstur stökkbreytinga sem er mjög sjaldgæft og gæti ekki verið frá einu af „öruggu“ löndunum sem eru undanþegin skimun,“ skrifar Kári. Öruggu löndin eru sex: Danmörk, Noregur, Þýskaland, Finnland, Færeyjar og Grænland. Kári segir Íslenska erfðagreiningu því ekki hafa hætt skimun á landamærum fyrr en fyrirtækið var búið að sjá til þess að Landspítalinn gæti tekið við að skima í sama magni og af jafn miklum gæðum. „Þegar maður leggur saman reynslu af skimun ÍE og Landspítalans er ljóst að það komast mjög fáir smitaðir inn í landið þegar það er skimað en þó einstaka. Það er líka ljóst að oftast er hægt að koma í veg fyrir að þeir sem sleppa inn valdi miklum skaða en ekki alltaf.“ Grein Kára má nálgast í heild með því að smella hér.
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hagsmunir Það er ekki alltaf öfundsvert hlutverkið almannatengla sem er gjarnan ætlað að leiða mönnum fyrir sjónir þær hliðar á málefnum sem ekki eru auðsæjar, stundum vegna þess að þær eru einfaldlega ekki til 11. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Sjá meira
Hagsmunir Það er ekki alltaf öfundsvert hlutverkið almannatengla sem er gjarnan ætlað að leiða mönnum fyrir sjónir þær hliðar á málefnum sem ekki eru auðsæjar, stundum vegna þess að þær eru einfaldlega ekki til 11. ágúst 2020 11:00