Þrátt fyrir að það séu engir kappleikir hér á landi um þessar mundir þá fer keppnin um sterkasta mann Íslands fram um helgina.
Hafþór Júlíus Björnsson og fleiri munu berjast um titilinn en keppt er á Selfossi um helgina.
Keppnin hófst í dag þar sem sterkustu menn landsins kepptu um heiðurinn; Sterkasta mann Íslands.
„Þetta sport er búið að gera svo rosalega mikið fyrir mig og ég mun sakna þess að keppa hérna alla ævi,“ sagði Fjallið á Selfossi í dag.
„Þetta er búið að vera skemmtileg „journey“. Það fer ekki á milli mála. Það er kominn tími á eitthvað annað.“
Hafþór á titil að verja og það sem meira er; hann er búinn að vinna keppnina níu ár í röð.
„Ég er búinn að vinna titilinn níu ár í röð og ef ég vinn í ár; þá er það tíu ár í röð. Er ekki kominn tími á að hleypa öðrum strákum að?“ sagði Fjallið í léttum tón.